Hvað er í morgunmatinn?

Skyr með smá próteini, banana og eplum

Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég nákvæmlega ekkert hvað mig langaði í morgunmat! Ótrúlegt en satt! Var ekki í stuði fyrir heitt. Langaði mest af öllu að fá mér morgunkorn og smá mjólk. Hef ekki fengið mér svoleiðis morgunmat í milljón ár.

En eftir grams í ísskápnum, nammiskápnum og próteinskápnum blandaði ég saman skyri, próteini og niðurskornu epli og banana. Sáldraði yfir þetta hörfræjum, quinoa flögum og smá Sólskyns múslí.

Það er einhver fílíngur við það að borða skyrkyns og bíta í brakandi morgunkorn. Minnir mig á það þegar ég var yngri og fékk mér súrmjólk með púðursykri og Cheerios!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband