Eggjabrauð - síðasti hádegismatur sumarfrísins

Þá er sumarfríið alveg að klárast. Ég get ekki kvartað, þetta voru meiriháttar góðar tvær vikur! Afslappelsi í hámarki, letipúkinn viðraður, átvaglinu hleypt lausu - alveg eins og það á að vera.

Vaknaði svo í morgun með eggjabrauð á heilanum. Get svo svarið það - ég átti í mesta basli með að koma mér í ræktina því eggjabrauðið ásótti græðgispúkann svo stíft. En það hafðist og jú, ég fékk mér eggjabrauð um leið og ég steig fæti inn í hreinasta hús á Íslandi! Eða... eggjabeyglu og eggjabollu? Með þessu hafði ég skál fulla af ávöxtum og próteindrykk. Einn skammtur hreint prótein, klakar, vatn og banani.. mmhmm!

Eggjabrauð af ýmsum toga og ávextir

Eggjahræruna gúmmslaði ég saman úr 1 heilu eggi og 3 eggjahvítum, slettu af Undanrennu, vanilludropum, kanil, múskati og smá salti og pipar. NAMMI! Leyfði beyglum og bollum að baða sig upp úr eggjablandinu í 2 eða 3 mínútur og skellti þeim svo á heita pönnu. Steikti þangað til kom stökk og fín skorpa. Þvílíkt sælgæti!

Eggjahræra með mjólk, kanil, múskati og vanilludropum

Á beygluna setti ég sykurlausa sultu, banana og hnetumúslí. Ég held að myndin segi svosum allt. Smá kanilbragð, múskat, vanilludropar - banani, sulta, crunchy múslí og fullkomlega eldað eggjabrauð. Þetta eggjabrauð var perfecto!

Eggjabeygla með sultu, banana og múslí

Til að vera góð við sjálfa mig þá fékk ég mér svo smá bita af skyrgumsinu mínu síðan í gær. Om nom nom!

Eftir daginn í dag verður svo sett af stað svakalegt sumar átak. Hlakka ekkert smá til. Þáttakendur eru hið minnsta undirrituð, hinn helmingurinn og móðir mín kær. Það verður mikil áskorun fyrir mig að búa til bragðgóðan og skemmtilegan mat sem þarf að standast allra hörðustu matarræðis 'reglur' líkamsræktarfíkla! Án þess þó að maður fái leið á matarræðinu! Ójá! Þessi snilld kemur til með að standa fram í septermber og að tímabili loknu birtast hinar alræmdu fyrir og eftir myndir í einhverju formi.

Sumarið leggst vel í mig mín kæru, þetta verður æði! Stay tuned! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Átakið hljómar gríðarlega vel, sérstaklega þar sem maður er alltaf að leita að góðum hugmyndum. Þú heldur áfram að smella þessum frábæra heilsumat á síðuna :)

R (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það held ég nú, ætla að reyna að halda þessu fjölbreyttu :)

Takk fyrir innlitið!

Elín Helga Egilsdóttir, 4.6.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband