Matvörur sem gott er að eiga á lager

Ég er nú enginn sérfræðingur og ís-, búr- og frystiskápar, hillur, skúffur og hirslur eru jafn mismunandi hjá fólki og fólkið er nú margt. En það sem ég tel að nauðsynlegt þurfi að vera til í mínu eldhúsi, svo ég hafi nú alltaf úr einhverju að moða, hvort sem tími gefst til að hoppa út í búð eður ei, er eftirfarandi:

- Sinnep, Dijonsinnep þó helst. Bæði gróft og fínt.

- Gott edik. Epla- og vínedik til dæmis.

- Ólívuolía eða olía af einhverri sort.

- Smjör.

- Hvítlaukur, ferskt engifer, sítrónur.

- Sojasósa.

- Ólívur.

- Niðursuðuvörur: Túnfiskur, baunir, tómatar...

- Tómatkraftur.

- Hnetur, möndlur. Hnetumix.

- Þurrkaðir ávextir. Rúsínur, döðlur, gráfikjur.

- Ostur. Parmesan, sneiðar, rjómaostur, smurostur, Camembert...

- Hunang.

- Sólþurrkaðir tómatar. Í olíu eða ekki.

- Súputeningar, kraftur. Fiski-, kjöt- og grænmetis.

- Kartöflur. Ég á alltaf sætar kartöflur.

- Grænmeti og ávextir að sjálfsögðu. Sérstaklega bananar, epli og perur.

- Hrísgrjón eða annað grjónakyns eins og bygg, quinoa, bulgur.

- Þurrkað spaghetti, pasta, penne... Allt heilhveiti á mínum bæ, langsamlega bragðbest.

- Hafrar og múslí.

- Egg.

- Eplamauk.

- 100% hreint og náttúrulegt hnetusmjör.

- Fjöldan allan af kryddtegundum. Salt, pipar, kanill, chilli..

- Mjólk, létt AB-mjólk er alltaf til, skyr, kotasæla.

- Ger, lyftiduft, matarsódi.

- Bökunardót!! Hveiti, agave, 70% súkkulaði, kakóduft, sykur...

Allt annað er eitthvað sem hægt er að rassakastast út í búð eftir.

Annars var ég að klára undursamlega fína og góða skál af heimatilbúnum prótein ís - hvað annað? Létt AB-mjólk, undanrenna, kanill, vanilludropar, skvetta af agave, vanillu "fyrir svefn" prótein og smá dökkar súkkulaðispænir. Allir saman í ísvélina og viti menn! Ísinn var góður. Ég knúsa ísvélina mína á hverjum degi!

Prótein ís fyrir svefninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábær listi og gott að hafa hann handhægan áður en maður fer í búðina.

Síðan þín er frábær Elín Helga Egilsdóttir, takk fyrir að búa hana til og halda henni við :)

Nafnlaus bleyða (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:02

2 identicon

Síðan auðvitað eggjahvíturnar í fernu! Ekki gleyma þeim. Nauðsynleg í allt mataræði hollustufíkilsins.

sama nafnlausa bleyðan (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:04

3 identicon

Nafnaf! Þú ættir að koma og kíkja á úrvalið hjá mér: you would have a shock attack. Ég kann ekki að versla í matinn....næst tek ég með mér þennan lista! Ég læri margt í gegnum bloggið þitt frænka!

inam (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það er massafínt Inam mín, til þess er átvaglsbloggið gert! Það held ég nú! :)

Og takk fyrir falleg og fín komment elsku bleyða :D

Elín Helga Egilsdóttir, 26.5.2009 kl. 09:30

5 identicon

Ég fyllist skömm, set undir mig hausinn og lufsast á braut :S

Dossan (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 09:34

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Nei það er bannað. Ekki lufsast í burtu. Sitt sýnist hverju eldhúsi :)

Elín Helga Egilsdóttir, 26.5.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband