Hafra- og heilhveitipönnsur

Góður hádegismatur, hafrapönnsur og calzone

Hvað er betra en að starta deginum á klippingu og pönnsum? Þó aðallega pönnsunum!

Mínar uppáhalds eru að sjálfsögðu mömmupönnsur. Þunnar með götum, smá gúmmíkenndar og bragðið af þeim - maður minn. Ís, súkkulaðisósa, jarðaber, rjómi og mömmupönnsur = gleði! Ekkert sem stenst þær!

Annars bjó ég til hafra og heilhveitipönnsur í hádegismat í dag og CAL-A-ZON-AY úr afgangs deginu síðan á miðvikudaginn! Pönnsurnar eru eitthvað sem ég er að prófa í fyrsta skipti og herre gud hvað þær voru fullkomlega æðislegar! Þykkar, mjúkar að innan, stökkar að utan - eins og ekta amerískar ef þið fílið svoleiðis. Búin að vera að róta í gegnum allskonar uppskriftir á netinu og sauð þessa saman úr nokkrum sem mér leyst vel á. Svo tekur svo stuttan tíma að búa þær til, ótrúlega fljótlegt, fá hráefni mjög einfalt. Ég er að segja ykkur það, prófið þessar, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum! Þær eru æææði!

Hafra- og heilhveitipönnsur í morgun- eða hádegismat!

Hafra- og heilhveitipönnsur1 bolli hafrar

1 bolli létt AB-mjólk

Hræra vel saman, verður eins og þykkur hafragrautur. Setja út í hafrablönduna eftirfarandi hráefni:

1 egg

2 msk olía

1/4 bolli heilhveiti

smá agave sýróp eða hunang

1 tsk lyftiduft

kanill eftir smekk, ég notaði að sjálfsögðu slatta

Þið kunnið þetta... blanda vel!

Eftir ofurblöndun skúbba deginu með matskeið eða t.d. ísskeið á meðalheita pönnu. Ekki hafa áhyggjur, degið á pönnunni lítur út eins og hrúga af graut, það lekur ekki út sjálft. En um leið og þið snúið klessunni við, þá skuluð þið nota bökunarspaðann og ýta ofan á pönnsuna, steiktu hliðina, til að fletja hana út. Gott að gera þetta svona því annars klístrast degið allt við spaðann ef þið reynið að fletja hana út strax. Einnig, þegar pönnsan er flött út eftirá, þá ráðið þið hversu þykk hún verður. Ég hafði mínar kannski sentimeters þykkar, rúmlega, enda urðu þær líka ooey gooey í miðjunni. Mjúkar og djúsí, ekkert þurrar. Ótrúlega gott!

Hafra- og heilhveitipönnsur m/ banana, hnetusmjöri, sultu og valhnetum

Af pönnsunum er sætur keimur, ekki of sætur þó og dauft kanilbragð í lokin. Skemmtileg áferð, stökkar að utan, mjúúkar og djúsí að innan, gómsætar. Mikið er ég glöð að hafa látið á þetta reyna. Geri þessar pottþétt aftur og bæti þá einhverju gúmmulaði í degið. Hnetum, banana, fræjum... endalausir möguleikar. Ég fékk mér tvær, toppaði aðra með krömdum banana, hnetusmjöri, sykurlausri sultu og valhnetum.

Hafra- og heilhveitipönnsur m/ banana, hnetusmjöri, sultu og valhnetum

Hina masteraði ég með smá kotasælu, eplasneiðum og dust af kanil. Bjútifúl! Stútfullar af flóknum kolvetnum, trefjum, smá próteini - væru æðislegar í morgunmat!

Hafra- og heilhveitipönnsur m/kotasælu, eplum og kanil

Til að toppa hádegismatinn fékk ég mér svo nokkra bita af calzone. Næstum eins og síðast, eggjahvítur, brokkolí, pinto baunir.

CAL-A-ZON-AY

Skyr- og létt AB-mjólkur blöndu með pínku sultu, eplum og melónu.

Skyr- og létt AB-mjólk með smá sultu og ávöxtum

Og að sjálfsögðu eitt stykki ofur Granola stöng í eftirrétt!

Granola stangir - hafrar, hnetur og fræ

Fyrir utan þá staðreynd að allar myndirnar sem ég tók í dag eru með einum eða örðum hætti úr fókus, þá náði ég að klára um það bil allt út úr ísskápnum. Alltaf svo gaman þegar það gerist því þá.. ójá, get ég farið og fyllt hann á nýjan leik með allskonar gúmmulaði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband