8.5.2009 | 13:52
Vinnugrautur - vinnumatur
Grauturinn lengi lifi.
Vinnan mín bíður upp á hafragraut alla virka daga nema á föstudögum. Mér líkar það vel, heppin heppin ég. Föstudagar eru brauð og áleggsdagar svo ég ákvað því að koma með mitt eigið hafragrautsmall í vinnuna í dag. Engin flottheit svosum en góðheit engu að síður.
Soðið saman í herra Örra (örbylgjunni)
1 dl hafrar
1 skeið hreint prótein
1/2 stappaður banani
kanillinn góði
1,5 - 2 dl vatn
Haft í og með
1/2 niðurskorinn banani, múslí og dust af kanil.
Það er ágætt, þegar maður mallar hafra í örbylgjunni, að taka grautinn út og hræra í honum af og til svo hann stífni ekki upp. Sérstaklega þegar maður hefur próteinduft í honum. Það tekur um 1,5 - 2 mínútur fyrir hafrana að drekka í sig vatnið og fyrir grautinn að þykkna. Ohh hvað þetta var nú góð skál í einfaldleika sínum!
Annars er mötuneytið í vinnunni minni frábærlega fínt. Æðislegur salatbar, heitur matur í hádeginu og ávextir og skyr í tonnatali! Kjúlli í dag - enn og aftur, hamingjusamt er átvagl með fullan maga!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 20:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.