Túnfisk eggjakaka með tómatmauki, kanil og banana

Túnfisk eggjakaka, með hunts tómatmauki, kanil og banana

Ekkert sem ég hef ekki mallað í graut áður, en kom skemmtilega út.

Kanill er góður, lykt af kanil er góð og kanill fer vel með sterku. Banani og kanill fara vel saman, túnfiskur og hunts tómatmauk líka - flest allt fer vel í eggjaköku svo af hverju ekki prófa þetta allt saman?

1 dós túnfiskur

1 dós hunts niðursoðnir tómatar

krydd

auðvitað kanill

1,5 dl eggjahvíta

bananasneiðar eftir smekk

 

Steikti eggjahvíturnar á pönnu þannig úr varð pönnukaka - taka af hita.

Steikja túnfisk úr dós með því kryddi sem til er upp í skáp.. og auðvitað því sem þér þykir gott. Ég notaði t.d. papriku, chilli, hot sauce (vel af henni) og svo yndislega, yndislega kanilinn minn. Hellti svo tómatmaukinu yfir og leyfði að malla þangað til úr varð þykkur pottréttur.

Túnfisk eggjakaka, með hunts tómatmauki, kanil og banana 

Á helminginn af eggjakökunni setti ég svo gumsið, eina ostsneið þar yfir, lokaði kökunni, sáldraði yfir með smá mozzarella og áröðuðum bananasneiðum! Setti þetta svo alltsaman inn í ofn þangað til osturinn bráðnaði ofan á kökunni, kanntarnir krispý og bananinn steiktur! Út úr ofni og smá kanill yfir!

Túnfisk eggjakaka, með hunts tómatmauki, kanil og banana 

Gott gott gott - kom vel út. Næst set ég bananann með í maukið! Ekki vera hrædd, þegar búið er að krydda, steikja og bragðbæta túnfiskinn finnst ekkert bragð af honum annað en það sem þú notaðir til að krydda hann með. Skemmtileg tilbreyting og bragðgóð. Gaman að finna bragðið af sterkri tómatsósunni á móti kanilnum og bíta í sætan bananann í leiðinni... ójá! Hafði með þessu guacamole og smá kasjúnetur ásamt ííísköldu mango í eftirrétt!

Máltíðin í heild sinni innan við 400 hitaeiningar og rúmlega 35 gr. prótein. Fullt af omega3, hollri fitu, andoxunarefnum. Létt og laggott!

Túnfisk eggjakaka, með hunts tómatmauki, kanil og banana 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband