28.4.2009 | 23:49
Afmælismatur í afmælisgjöf
Ernan mín á afmæli á morgun... á eftir býst ég við. Eftir nákvæmlega 10 mínútur!
Ég ákvað því að búa til afmælisgjöf handa henni þetta árið í formi matar (hvern hefði grunað?) og endaði með því að púsla saman matarpakka sem samanstóð af:
Þurrkuðum gráfíkjum, bláberjum á stærð við litlar plánetur, jarðaberjum, heimabökuðu Bankabyggsbrauði, tvennskonar heimagerðum hummus (með brauðinu), heimabakaðri hafra- og bananaköku, heimabakaðri djúsí brownie (NÝTT) og heimabökuðum hafra smákökum (NÝTT).
Prófaði, í tilrauna-afmælisskyni, að búa til sætmeti í hollari kanntinum (NÝTT) og viti menn, kom svona líka svakalega vel út. Svo vel... að ég ætla að henda inn uppskriftunum!
Brownie - hafra súkkulaði- kaka/bitar
1/2 bolli dökkt saxað súkkulaði - ég notaði 80%
1 msk kakó
5 1/2 msk kókosfeiti
1 góður bollir muldir hafrar
1/4 bolli hveitikím
1 bolli mjólk - ég notaði undanrennu
1/2 bolli saxaðar, þurristaðar hnetur - ég notaði kasjúhnetur
1/2 tsk lyftiduft
Salt á hnífsoddi
2 stór egg
1 teskeið vanilludropar
2 - 3 kúfaðar matskeiðar hunang
Alltaf ágætt að byrja að preppa ofninn - stilla á 175 gráður. Bræða súkkulaðibitana og kókosfeitina saman í skál. Þarnæst blanda saman höfrum, ristuðum hnetum, hveitikími, lyftidufti, salti og kakó - setja til hliðar. Hræra eggin létt saman ásamt vanilludropum, mjólk og hunangi - blanda svo súkkulaðiblöndunni við. Blanda þurru og blautu vel saman, hella í pamað kökuform eða t.d. á bökunarplötu og inn í ofn í 20 - 25 mínútur, þangað til kakan virðist stíf. (örugglega gott að hafa hana aðeins styttra - verður hún meira blaut í miðjuna) Ef skera á kökuna í bita, þá er ágætt að láta dýrið kólna aðeins áður en það er gert.
Þessi kom roslalega vel út fannst mér. Alveg eins og skúffukaka. Bragðið af höfrunum finnst að sjálfsögðu, en þar sem ég er hafrasjúklingur þá þykir mér það æði. Hún er þétt og djúsí í miðjuna. Ooey gooey vel heppnuð "heilsusamleg" brownie! Að minnsta kosti heilsusamlegri en miss Betty!
Það er að sjálfsögðu hægt að leika sér með skammtinn af kakóduftinu og súkkulaðinu. Nota möndlur eða aðrar hnetur í staðinn fyrir kasjú - hvað sem ykkur dettur í hug. Líklegast hægt að nota sykurlaust eplamauk í staðinn fyrir olíuna. Ætla að prófa mig áfram með þetta! Om nom nom!
Hafrakökur með banana og súkkulaðibitum
3 vel þroskaðir og stappaðir bananar
1 tsk vanilludropar
1/4 bolli kókosolía
1 msk hunang - má sleppa
2 bollar hafrar
2/3 bolli möndlumjöl - ég notaði kasjú
1/3 bolli kókosmjöl
1 tsk kanill
Salt á hnífsoddi
1 tsk lyftiduft
Smáveigis saxað dökkt súkkulaði - eða setja döðlur eða fíkjur í staðinn
Forhita ofn, 175 gráður. Blanda saman bönunum, vanilludropum, hunangi og kókosolíu. Blanda saman höfrum, hnetumjölinu, kókosmjöli, kanil, salti, lyftidufti og súkkulaði. Blautt og þurrt í hrærigraut og blanda vel. Eftir það móta litlar kúlur úr deiginu, um það bil 2 tsk hver kúla. Beinustu leið inn í ofn þangað til gullinbrúnar og fínar. Ég var með mínar inni í 13 mínútur, þá var botninn á þeim fallega gylltur.
ROOSALEGA GÓÐAR! Úff... rosalega góðar. Alveg eitthvað fyrir mig! Þar sem þetta voru afmæliskökur þá setti ég súkkulaðibita í staðinn fyrir döðlur eða fíkjur, sem ég hefði annars gert. Athuga skal að þær eru ekki stökkar eða ofurcrunchy, en alveg nóg til að fá þennan "smákökufílíng". Þessar eru það fínar að það mætti borða þær í morgunmat! Meira að segja tilvalinn morgunmatur!!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Bakstur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:49 | Facebook
Athugasemdir
Ég vill bara taka fram að ég á lykilhlutverk í þessum ofurbakstri... LYKILHLUTVERK .. Ég ætla ekki að gefa upp hvað það er en við skulum bara segja að það var rosalega vel vandað til verks hjá hverjum þeim sem fór út í búð og keypti ávextina :)
Til hamingju með áffmælið Erna. Go team blásalir!
Palli (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.