Morgndegismatur - flottasta hafragrautsskál fyrr og síðar!

Grautur með skyri, ávöxtum, hnetum og múslí

Hafragrautur með skyri og tonni af berjum! 

Það er ekkert leyndó. Ég elska hafragraut og ég elska ber. Þessi grautur er ekkert nýtt, hef gert þetta hundrað sinnum áður sem sýnir bara og sannar æðislegheit þessarar blöndu! Notaði afgangs ber síðan í gær til að malla mér morgun/hádegismat eftir ágætis törn í ræktninni í morgun! Kakan síðan í gær gott fólk... kakan síðan í gær.

Þessi grautur varð nú svo afskaplega bjútifúl að ég næstum því tímdi ekki að borða hann. Myndirnar segja svosem allt en gullfallegur var hann... og bragðgóður! Alltaf svo notalegt að byrja daginn á ávöxtum, sérstaklega þegar maður getur skeytt þeim saman við grautinn sinn!

Soðið saman: 

Góður biti - skyrgrautur, ber og crunch

1/2 dl hafrar - flóknu kolvetnin

1/2 banani - rjómakenndur grautur

1 msk hveitkím - prótein, fita, flókin kolvetni, andoxunarefni og tonn af vítamínum

1/2 skeið prótein (má sleppa) - prótein prótein

1,5 dl vatn 

Haft í og með: 

1,5 dl skyr - aðeins meira prótein. 

Fullt af bláberjum, hindberjum, jarðaberjum - andoxunarefnin.

Smá All-Bran - auka trefjaskammtinn.

Hnetur og hörfræ - holla fitan.

Múslí og Poppies - crunch í grautinn og skemmtileg áferð.

 

Skyrgrautur, ber og múslí. Fyrsti bitinn!

Lífið er gott. Þessi Morgndegismatur var fullkominn - allt sem ég þarf í einni skál! Gott bragð, góð lykt, fullkomin áferð, gordjus matur, æðislegir litir og núna ætla ég að kaupa mér örbylgjuofn! Þá er sko hægt að búa sér til allskonar gúmmulaði á nó tæm! Hugsið ykkur - sætar kartöflur tilbúnar í slaginn á 5 mín! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sérstaklega með svona eðalfínum bláberjum eins og voru í þessum graut. *slurp*

Spaghettifjölskyldan myndi nú ekki líta á það sem neitt slor að gúffa svona í sig einu el-mafíósó matarboði.

Palli (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 12:54

2 identicon

ehh, ég er samt ekki að meina að morgdegismaturinn farsæli eigi að taka við af móaflatarkjúlla.. Það væri svartur dagur í sögu Garðabæjar ef móaflatarkjúllinn myndi hætta að ilma um glugga bæjarbúa.

Palli (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það toppar ekkert Móaflatarkjúlla Spaghettisen el Mafioso! Toppurinn á tilverunni :)

Elín Helga Egilsdóttir, 27.4.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband