Mömmumatur - er til eitthvað betra?

Afi og Mosi ánægðir með matinn

Ég held þetta verði fastur liður héðan af. Allt sem ég borða, sem er gott, (mikið atriði ey?) kemst í 90% tilfella inn á þetta krafs mitt hérna. Skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir ef máltíðin er holl - sem í þessu tilfelli á fullan rétt á sér, að undanskildum eftirréttinum. Þvílíki eftirrétturinn líka!

Matur hjá mömmu og familían með. Mamma er æði, maturinn hennar er æði og alltaf jafn yndislega bragðgóður! Þið vitið hvernig sjoppu pylsur eru öðruvísi en pylsur sem maður sýður heima hjá sér - þannig er mömmumatur. Margskipt veisla, kjöt, grænmeti og fiskur ásamt eftirrétt sem klikkar aldrei. Búið að vera mikið um veislur og át undanfarið sem lýsir sér yfirleitt á eftirfarandi vegu:

Kátur magi... kátur magi... hneppa frá... erfitt að anda... einn biti í viðbót... ókátur magi!

Kosningamaturinn samanstóð af nauta Rib-Eye, lambakjöti, kjúklingalærum, massa hamborgurum, túnfisksteikum og brilliant meðlæti.

Hráefnið að bíða eftir eldun 

Rib-Eye bitarnir, lambakjötið og hamborgarar kryddað og grillað. Grillað kjöt er það sumarlegasta sem ég veit. Lyktin og fílíngurinn, bragðið sem kemur af kjötinu! Algerlega toppurinn. Rib-eye-ið var mergjað. Helltum yfir það smá Trufflu olíu og viti menn, bitinn næstum of góður til að kyngja! Kjúllinn var svo grillaður í ofni fyrir þá sem ekki vilja rauða kjötið. Hann klikkar aldrei. Með kjötinu var brún sveppasósa og hamborgurunum tilheyrði hið venjulega hamborgarameðlæti.

Veisluborðið - túnfiskur, naut, lamb, hambó, kjúlli og meðlæti 

Túnfiskurinn var svo alveg punkturinn yfir I-ið að mínu mati. Léttsteikur á pönnu, saltaður og pipraður og með honum var sósa sem fullvaxta menn myndu tárast yfir. Niðursoðið hvítvín, hunang, wasabi, krydd og ósaltað smör að mig minnir. Ó... mæ... god! Þvílík snilld, þvílíkt bragð!

Túnfisksteikur í bígerð 

Meðlætið samanstóð af ofngrilluðum heimatilbúnum frönskum, wok-steiktu grænmeti með portabello sveppum og gulum baunum. Maís á góðri íslensku. Frönskurnar voru geðveikislega æðislega góðar. Stökkar að utan, mjúkar að innan - sérstaklega þessar dekkri!

Ofnbakaðar kartöflur/franskar 

Eftirréttur. Sér kapituli út af fyrir sig en ég skal reyna að hafa þetta stutt!

Frönsk súkkulaðikaka að hætti Mömmu! Ég var meira að segja svo gráðug að ég tók mér ekki tíma til að taka mynd af innvolsinu - étin, gleypt! Þessi kaka er það besta sem ég veit. Ég hef smakkað margar franskar súkkulaðiköur, meira að segja í Frakklandi, en engin er jafn góð og þessi. Stökk að utan en þó aðallega út í kanntana sem gerir það að verkum að kannturinn verður karamellukenndur! Alveg mjúk í miðjuna að utan. Kakan sjálf er fullkomlega mjúk að innan. Þegar bitið er í hana þá er það næstum eins og að bíta í þykkan búðing. En þar sem það eru möndlur í henni, þá kemur crunchið sem hefði annars vantað í svona sæta köku. Mér persónulega þykir það æði. Hún er svo þétt og mikil í sér að hún verður hálfgerð klessukaka sem gerir upplifunina við að borða hana enn betri! Með rjóma, jarðaberjum og/eða ís... við skulum ekki segja meira. Það eru ekki til orð - ef þið gætuð smakkað eða upplifað svona snilld í gegnum tölvuskjáinn.... mmhhh!

Frönsk súkkulaðikaka a la Mamma 

Undirrituð, ungfrú hollustan uppmáluð, fékk sér ekki eina eða tvær sneiðar. Nei... þrjár sneiðar ásamt öllum mulningi sem eftir varð með tonni af jarðaberjum, álíka mikið af ís og slettu af rjóma! Athuga skal að ein sneið er yfirleitt nóg til að uppfylla sykurþörf Magnúsar Ver yfir 6 mánaða tímabil!

Ég er nokkuð viss um að ég nái að éta flest alla undir borðið! Bring it on!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Ég er nýbúin að uppgötva síðuna þína, hún er algjört æði. Nú ætla ég að prófa að skella í beyglurnar þínar. En lýsingin á þessari frönsku súkkulaðiköku varð til þess að munnvatnið fór á fullt, er möguleiki að fá uppskriftina af þessari dásemdarköku? Góða skemmtun í eldhúsinu.

Anna (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 08:02

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl Anna og takk kærlega fyrir þetta æðislega komment.

Það er minnsta málið að redda uppskriftinni. Hún verður komin hingað á bloggið innan skamms. Heldur betur að aðrir fái að smakka þetta nammi. 

Gangi þér vel í beyglugerð :)

Elín Helga Egilsdóttir, 27.4.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband