Léttur og bragðgóður kvöldmatur

Léttur og góður kvöldmatur!

Hádegismaturinn vann í dag enda borðaði ég 7 kíló af kjúkling og rúmlega það. Inverskur kjúklingaréttur a-la Greta Lind niðr'í vinnu! Hann vær æðiber! Þar af leiðandi laut kvöldmaturin í lægra haldi enda ekki mikið til hans komið. En mikið svakalega var hann fullkomlega bragðgóður og yndislega fínn! Nákvæmlega það sem mig langaði í og ákkúrat eins og kvöldmatur á að vera! Ég var mjög hamingjusamt eintak á meðan matartíma stóð!

Dýrðin samanstóð af:

Eggjahvítu eggjaköku með 2 ostsneiðum, afgangs hummus og salsasósu. 

Eggjahvítukaka með osti, hummus og salsasósu ásamt sætri kartaflu. 

Sætri bakaðri kartöflu með smá sýrðum rjóma.

Fullkominn biti - eggjakaka, ostur, sæt kartafla!

 

Köldu hrásalati. Skar niður hvítkál, epli, sellerí, gúrku og papriku. Hrærði saman með skyrsósu og toppaði með ristuðum furuhnetum og pistasíum. Skyrsósan er hrærð saman úr.. tadaaa.. skyri, slettu af sýrðum rjóma, dijon sinnepi og smá salti og pipar.

Kalt og ferkst hrásalat með ristuðum hnetum

 

Ég ristaði svo heilhveiti tortillu í ofni og notaði til að skúbba salatinu upp.

Kalt hrásalat með ristuðum hnetum

Rosalega notalegur kvöldmatur. Salatið crunchy, kalt og ferskt á móti heitri, djúsí, sætri kartöflu og mjúkri eggjaköku með bráðnuðum söltum osti. Salatið var líka skemmtilegt að borða með tortilla flögunum! Snakk er alltaf skemmtilegt að borða! Gefur svo feikifína áferð í bitann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

aaaahhhhhhhh - allt í einu laust svarinu eins eldingu í minn heimska haus!

 Þú ert ALLTAF að elda og þess vegna sé ég þig aldrei :)

Segðu mér, hvernær á að blogga um einhverja máltíð sem að hann Pallur gerur?

dossan (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Við gerðum turkey burkey um daginn. Kannski ég ætti að taka upp Gestakokkinn og pósta góðum gestauppskriftum sem gaman er að bíta í!

Elín Helga Egilsdóttir, 22.4.2009 kl. 09:20

3 identicon

Þetta er bara brilliant, ætla að fá að linka á síðuna hjá þér, alltaf gaman að fá nýjar og hollar hugmyndir ;)

r (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ekkert nema jákvætt við það :) Mikið er ég ánægð með þetta!

Gott að einhver geti nýtt sér þessa síðu í að fá hugmyndir! :D

Elín Helga Egilsdóttir, 23.4.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband