18.4.2009 | 13:21
Grautur dagsins
Grautur með sætri kartöflu, banana, rúslum og múslí blandi!
Þessi var mergjaðslega fínnn!
1,5 dl sæt kartafla, soðin og stöppuð
1 dl grófir hafrar
1/2 msk kanill, eftir smekk
1 skeið vanillu prótein duft
1/2 niðurskorinn banani
1 msk All-bran
1 tsk hörfræ
1 msk rúsínur
1 msk valhnetur
1 tsk kotasæla
Sjóða kartöfluna og stappa í spað. Sjóða niður hafrana með rúmlega dl af vatni, kanil og vanillupróteini. Setja kartöflumúsina og grautinn í skál og hræra smá saman ef vill. Yfir grautinn setja banana, All-bran, hörfræ, rúsínur, valhnetur og hafa kotasælu í skeiðinni.
Hafrar hollir, sætar kartöflur fullar af vítamínum, prótein smótein, omega-3 og holl fita úr hörfræjum og hnetum. Crunch úr All-bran, hnetum, fræjum - sætleiki úr kartöflu, próteini og rúsínum og smá selta og ostagleði með kotasælunni. Perfecto!
Óóó já - orkugrautur og eitur fínn hádegismatur! Þetta er flundrandi massív byrjun á deginum! I LOVIT!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hafragrautur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.