Helgarmatur er góður matur

Ég hlakka alltaf til helganna hvað mat og át varðar. Laugardagar eru að sjálfsögðu ét-dagar með meiru og ég hef alla vikuna til að finna mér eitthvað gott til að elda um helgina. Morgun, hádegis- og kvöldmatur! Þarf ekki að vera flókið til að bragðast vel og fullnægja matarperranum within!

Morgunmatur:

Mangó og vatsmelóna - mmhmm

Niðurskorið mangó og vatnsmelóna - bregst ekki. Skyr, Cookies and Cream prótein, bláber, hunangsristað heimagert múslí, 1 tsk hnetusmjör og nýbökuð muffins með gráfíkjum. Muffins kakan var djöðveikt góð - kem með póst á hana fljótlega. Hnetusmjör er eitthvað sem ég verð að bíta í á hverjum degi og bláberin... jah... ber eru bara æðiber! Ég elska, elska ber og allt sem þessu orði tengist. Vera ber, allsber.... vera ber að borða ber er að sjálfsögðu toppurinn! Allir velkomnir í morgunmat til mín ;)

Elska ber - múslíið kemur sterkt inn

Andoxunarefnin í toppi, vítamín, prótein, flókin kolvetni og trefjar - vatsmelónan basabomba dauðans! Góður, úrvals morgunverður krakkar mínir! 

Sjáið þið líka hvað bláberjagumsið er flott á litinn! Verður ekki girnilegra. Langar ykkur ekki að bíta í þetta með mér? 

 

Hádegismatur:

Steikt grænmeti er yndi

Steiktir sveppir og steiktur ferskur aspas með salti og pipar ásamt plómutómötum og eggjaköku! Smá sletta af tómatsósu og voila, hádegismaturinn tilbúinn. Fullur af próteinum og omega 3 fitursýrum úr eggjahvítunum. Trefjum, kolvetnum og vítamínum úr grænmetinu! Og vá hvað lyktin og bragðið af steiktum sveppum er ofboðslega... ohhh, díses. Ég elska steikta sveppi! Sjáiði bara hvað þeir eru ofboðslega bjútifúl og girnilegir á pönnunni!

Einstaklega fullnægjandi og góður hádegismatur. Aspasinn er líka svo góður svona steiktur á pönnu! 

Hádegismatur dagsinsSnilldarlegu eggjahvíturnar mínar

 

 

 

 

 

Kvöldmatur:

Ætli ég hiti ekki upp afgangs tuna-burger, drekki honum í grænmeti og njóti vel! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband