Matur er góður! Matur getur líka verið skemmtilegur og jú, það er skemmtilegt að borða góðan mat!
Kalkúnaborgari er góð tilbreyting frá fuglakjötinu sjálfu og það er alltaf gleðilegt að borða hamborgara! Einhver sumarstemmari sem fylgir því að borða kjöt pakkað saman í brauð með osti, sósum og grænmeti. Að borða hambó er líka:
1. Auðvelt! (Alltaf kostur fyrir gúffara eins og mig)
2. Hreinlegt (Ef þú kannt að borða, á líka við um lið 1 hér að ofan)
3. Skemmtilegt (Smá tilbreyting frá hníf og gaffli - nema þú borðir með tánum, þá hefur þú officially unnið mig)
Byrjað var á því að skera smátt niður gúmmulaðið sem fer inn í hamborgarann. Í þessu tilfelli varð epli, laukur, sellerí, salt, pipar og smá olía fyrir valinu. Öllu blandað saman og steikt á pönnu þangað til meyrt. Því næst er snjallt að hakka niður fuglakjötið, ég notaði matvinnsluvél - yndislegar þessar elskur. Eplamaukinu er svo blandað saman við hakkið með höndum eða sleif. Ég kýs hendur - svona í takt við villimanninn sem ég er. Auðvitað má setja meira af kryddi í hakkið, mango chutney, bbq sósu, smá brauðmylsu ef vill. Því næst eru hamborgarar mótaðir úr hakkinu og steikir á pönnu, 4 - 5 mín. á hvorri hlið. Fer eftir stærð og þykkt hammarans. Viljum ekki bíta í rauðbleikan fuglahambó, það eru slæm vísindi! Eftir steikingu er gott að láta hamborgarana hvíla sig í fimm mínútur áður en bitið er í þá. Annars lekur allur safinn úr kjötinu og bragðið sem eplið, laukurinn og selleríið skilja eftir sig verður ekki jafn mikið.
Þetta... var.... geðveikt gott! Þvílíka snilldin. Kemur líka svo skemmtileg skorpa utan á kjötið þegar það er steikt. Meyrt kjöt, safaríkt og lyktin sem kemur þegar þetta er eldað!! Eplin og laukurinn eru líka yndisleg blanda í nákvæmlega svona mat og bragðið af kjötinu.... oh men!
Sætu "frönsku" kartöflurnar komu æðislega vel út. Skar þær í frönskulíki, stráði yfir smá olíu, salti, kanil og ofnbakaði þær í álpappír. Mikið held ég að skapari sætra kartaflna hafi verið í góðum fíling daginn sem hann ákvað að búa þær til - og jarðaber.... og mangó..... og súkkulaði...!
Anywho.... back to business!
Ég hafði með þessu heimagert guacamole og létta skyrsósu.
Guacamole er að sjálfsögðu búið til úr avocado. Skorið, hreinsað og maukað saman með hvítlauk, salti, pipar og pínku sítrónu. Sleppti öllum fínerísheitum í þetta skiptið - plómutómatarnir gerðu sitt gagn á kanntinum. Guacamole er líka svo eðalfínt. Ein af mínum uppáhalds ídýfum! Skemmtilegt bragð og gaman að borða! Avocado kjötið er svolítið rjómakennt - hægt að leika sér mikið með þetta hráefni! Lovit!
Skyrsósan er svo eitthvað sambland til að fá ferskt kikk með salatinu. Líka vel hægt að nota sýrðan rjóma. Set út í skyrið smá Dijon-sinnep og relish fyrir bragð. Fyrir áferð skar ég svo gúrku í litla bita og blandaði saman við. Líka hægt að nota epli. Rosalega upplífgandi og bragðgott - sósan sjálf er smá súr út af skyrinu og sætan kemur úr relishinu. Sinnepið gefur skemmtilegt spark í bragðlaukana. Bregst ekki! Mmmhmm.
Hamborgarinn var annars samsettur á eftirfarandi hátt:
Brauð, kál, hambó, mango chutney, ostur, guacamole, tómatur, smá skyr-ídýfa, brauð. Ég, kolvetnaskrýmslið, sleppti auðvitað brauðinu en get hinsvegar sagt ykkur góðar fréttir!
Er að vinna í því að útbúa morgunverðar muffins með t.d. bönunum og döðlum, bláberjum, mangó, kanil-snúða muffins, avocado, banana-kanil.. you name it! Verður líklegast næsta post!
Annars var þetta létt, holl og bragðgóð kvöldmáltíð! Alveg eins og ungfrúin vill hafa það!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjöt, Kvöldmatur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:36 | Facebook
Athugasemdir
Þú þú þú þú þú þú þú - þarna þú! Farðu nú að hafa stórmat fyrir spaghettýsen, ég skora á þig! Eða smámat fyrir frænku þína, sem hefur aldrei gerst svo grand að borða á Casa Pella :)
Snilli ertu!
Dossa (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:19
Hef mat um páskana... oh yes. Verð með allskonar gúmmulaði brauð og ídýfur og pesto ásamt áleggi og svona. Aðalréttur er leyndó!
Elín Helga Egilsdóttir, 2.4.2009 kl. 21:21
Kalkúnaborgari (hér eftir einnig þekkt sem turkey burkey, eða bragðlaukabomban) er officially kominn á top 10 listann yfir góðan mat.
Konan gerir líka rugl gott guacamole sem er hin fínasta sósa á burger. Páll er ekki kolvetnaskrýmsli. Hann notaði pítubrauð sem hamborgarabrauð.
Jömmó
Pella (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.