Túnfisk borgari með guacamole og gómsætu meðlæti

Laugardagar eru notalegir. Nammidagar með meiru, nema hvað nammið má missa sín. Yfirleitt nota ég nammidagana mína í það að borða bara aðeins meira af mat en ég geri dags daglega. Reyndar reyni ég að nota eina máltíð yfir daginn til að éta á mig gat en í dag setti ég ofan í mig það sem mig langaði í. Mjög kósy, frekar heimó, afskaplega gúmfey!

Eggjahvítu eggjakaka, full af grænmeti toppuð með smá osti

Fékk mér t.d. í morgun létt ab-mjólk með smá höfrum, vatnsmelónu bita og svo eggjahvítu-eggjaköku fyllta með grænmeti. Hún var geðveikislega góð.

Sætar kartöflur, gulrætur, vorlaukur og brokkolí - hitað í eldföstu móti þangað til mjúkt. Svo hellti ég yfir þetta 4 dl af eggjahvítum og stráði smá osti yfir! Yömmó! 

Í eftirmiðdaginn át ég svo eitt stykki nýbakaða, heimalagaða brauðbollu með sykurlausri sultu og kotasælu. Nartaði smá í döðlur, möndlur og fékk mér eitt próteinskot - just for the fun of it. 

Heimabakstur

Kvöldmaturinn var svo punkturinn yfir i-ið! Túnfisk hambó með guacamole - massa ofur mega gott!! Bjó til 5 stykki úr 500 gramma túnfisksteik og frysti restina til að eiga. Rosalega ljúft að eiga svona í frystinum til að grípa í þegar tíminn er naumur! En mikið dj***** var hamborgarinn ljúfur.

Hakkaði niður steikina, kryddaði með engifer, wasabi og soja sósu. Bætti við  þetta lauk, hvítlauk, steinselju og vorlauk! Hnoðaði allt saman og skipti niður í 5 jafn stóra hluta. Steikti í 2 min á hvorri hlið, þá voru þeir mátulegir. Með stökka skel og mjúkir í miðjunni, safaríkir og yndislega bragðgóðir!

Þvílíkt sælgæti!

Túnfisk hamborgarar

Með þessu hafði ég heimagert guacamole ásamt grænmeti. Bjó mér líka til hálfgerða kotasælu-sósu. Kotasæla, smá skyr, dijon sinnep og smá graslaukur. Skar svo gúrku í litla bita og blandaði samanvið. Kom æðislega vel út með hamborgaranum eða hreinlega sem sósa á grænmeti - fersk og fín.

  

Borgarinn var sumsé samsettur á eftirfarandi hátt.

Brauð sem bakað var fyrr um daginn, guacamole, kál, burger, smá mango chuthey, kotasælu-sósa, tómatur. Ég sleppti reyndar brauðinu hjá mér. Óóó elsku fólk, þetta var svo ofur gott!

Ó já... æðislega gott!

Tuna burger - kotasælusósa, dijon, mango chutney ofl.

 

 

 

 

 

 

Að sjálfsögðu skar ég mér svo niður mango, jarðaber, bláber og hindber um kvöldið. Stráði yfir það kókosflögum og borðaði með góðri lyst.

Góður át dagur mín kæru! 

 

Og já... ég blótaði áðan lömbin mín! Ég blótaði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gargandi snilld... Maður hefði haldið að wasabi gerði burgerinn of spicy, en það virtist allt hverfa eftir steikingu og skildi bara eftir sig rosa gott eftirbragð.

Palli (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 10:31

2 identicon

Wadda hell - hví varstu að blóta blessuð lömbin? Hvað gerðu þau eiginlega?

Sem dæmi mætti nefna orðalag eins og: að blóta Bakkus 'drekka áfengi' (ótæpilega).

Varstu kannski að éta ótæpilegt magn af lömbum á bakvið tjöldin?

Annars hljómar þetta fönkí og þú þarft að fara að hafa matarboð og reyna að snúa sósuétandi, fitubryðjandi fameilíunni þinni til betri vegar ;)

Dossan (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 10:39

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahahahaha... fitubryðjandi verandi the key word!

2 mán seinna!

Próteinsjúgandi, túnfiskétandi útihlauparar! :D

En þetta var æðislega fínt. Meira að segja Valdi myndi borða þetta - hægt að krydda kjötið þannig þú myndir eiginlega ekki þekkja muninn á túna og belju-burger ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 29.3.2009 kl. 11:10

4 identicon

Elín, viltu bjóða mér og adda í mat þegar ég kem á klakann? Annars ætla ég að bookmarka þessa síðu, kannski ég get ég æft mig að búa til mat, ég kann (nenni) nebbla ekki að búa til mat. Fannst geggjað þegar maís, jógúrt og sojasósa gerði eitthvað fyrir mig....dáldið boring á hverjum degi samt, eða alltaf!

inam (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:46

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Maís, jógúrt og sojasósa... do share!! Hljómar eins og mega ofur massa fínt meðlæti/aðalréttur?

Matarboð it is! Höldum feitt upp á þína heimkomu og skálum með nokkrum alkóhól ögnum í leiðinni!

Elín Helga Egilsdóttir, 29.3.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband