23.3.2009 | 23:33
Próteinstangir, taka 2
Varð að prófa meira í kvöld úr því ég byrjði á þessu um helgina - og ekki hætt enn! Hægt að gera endalausar útfærslur af þessu dóti!
Gerir 4 karamellusúkkulaði

Botn
2 dl grófir hafrar
1 eggjahvíta
1/2 vel þroskaður banani
1 skeið hreint súkkulaði whey prótein
1 msk hörfræ
1. Hræra saman eggjahvítu og banana þangað til létt og ljóst
2. Bæta próteininu saman við
3. Blanda út í höfrum og hörfræjum, láta standa í um 15 mínútur
4. Setja í form og inn í 140 gráðu heitan ofn þangað til stíft. Tíu mínútur ca
Karamella
2 skeiðar hreint vanillu whey prótein
2 msk náttúrulegt/lífrænt, ósaltað, ósykrað hnetusmjör
smá vatn
1. Hræra saman hnetusmjöri og próteini
2. Blanda smá vatni út í og hræra áfram. Á að mynda mjög þykkt og klístrað deig, eins og karamella.
Hella kreminu yfir botninn, helst í forminu ennþá og inn í frysti. Skera niður í 4 hluta þegar karamellan er orðin nógu stíf. Hægt að þekja með hnetum, súkkulaði, kókos, fræjum, höfrum....
Botninn varð svolítið þurr hjá mér, geri fastlega ráð fyrir því að það sé próteininu að kenna. Hægt að nota t.d. heilt egg eða heilan banana til að fá rakann í deigið og fituna.
Næringargildi í 1 stöng uþb
Hitaeiningar: 203
Prótein: 24 gr
Kolvetni: 20,5
-þarf af 1,4 gr sykur
Fita: 6,25
Trefjar: 1,5
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Millimál, Prótein, Snarl og pill | Breytt 23.9.2010 kl. 20:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.