Smokkfiskur, risaharpa og meðlæti

Ég hef verið að dunda mér við það að fara í ræktina síðastliðin 3 ár. Aldrei náð neinu sérstöku skriði á því sviði fyrr en á síðasta ári. Síðan þá hef ég mikið verið að spá í því sem ég set ofan í skrokkinn á mér. Ég hef reynt að borða eins lítið brauðmeti og ég kemst upp með ásamt því að hætta allri "viljandi" neyslu á sykri. Ef ég bý mér til eitthvað eins og eftirrétti, brauð, smákökur o.fr. þá reyni ég að sniðganga allan sykur eða finna viðunandi "staðgengil" í matargerðinni.

Breytt viðhorf haldast í hendur við þessi nýju áhugamál mín og það, að geta blandað saman hreyfingu og hollu matarræði til að skapa sjálfri mér heilbrigðari lífstíl er ekkert nema áskorun. Það er svo auðvelt að gera þetta skemmtilegt.

Það er hægt að borða og búa til ógrynni af yndislega fínum mat - sem er í senn hollur og góður á bragðið. Það þarf ekki alltaf að hafa mæjó og smjör í rassvasanum til að steikin bragðist vel! Ekki hafa áhyggjur samt sem áður, þetta verða ekki predikunar pistlar og jú, það munu án efa koma "óhollar" uppskriftir inn á milli. Ég hugsa þetta meira sem hugmyndabanka fyrir sjálfa mig og þá sem koma til með að nenna að lesa þetta hjá mér :)

Ekki slæmt á laugardagskvöldi

Úrvals hráefni og dass af því sem þér líst vel á í kryddhillunni! Smokkfiskur í boði pabba, harpa og 7 kíló af grænmeti! Æði!

Ég byrjaði nú á því að berjast við smokkfiskinn þar sem ég fékk kvikindið svo gott sem spriklandi á borð til mín. Nýveiddur og óverkaður var hann tekinn og fleginn, flysjaður og skrældur með þar til gerðum ópum og óhljóðum frá mér. Það hafðist nú fyrir rest, en ég var með smokkfisk-hrat í hárinu og eldhúsið var svo gott sem óþekkjanlegt eftir verknaðinn. 

Smokkfiskur: EVOO, pressaður hvítlaukur, fiski krydd

Risaharpa: EVOO, pressaður hvítlaukur

Snöggsteikja fiskmetið á funheitri pönnu. Passa að bæði harpan og smokkurinn verði ekki eins og gúmmí, þá er ekkert gamanað'essu. Gulræturnar og sætu baunirnar steiktar á pönnu þangað til mjúkt undir tönn, saltað og piprað eftir smekk - meiriháttar gott grænmetisbland. Tómatar, gúrkur og salat skorið niður og spísað með. (Plómutómatarnir eru bjútifúl) Ristaðar spelt brauðbollur hangsa svo á kanntinum.

Þetta var ekta, eðalfínn kvöldmatur. Ég elska þetta hráefni. 

Ég er ekki mikil smekksmanneskja þegar kemur að framsetningu á mat. Ég smelli þessu á disk og ef það bragðast vel þá brosi ég. Vonandi kemur andinn yfir mig í náinni framtíð, en á meðan bragðið er gott þá læt ég sköpunarverkið eiga sig.

Spakmæli dagsins: Ég er ekki mikill kokkur í hjartanu, en ég væri helvíti góður bakari! 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert algjör gullmoli ;D ...ég á klárlega eftir að prófa eitthvað af þessu stöffi hjá þér ...eða seigggðu þegar Guðrún Hrefna kemst í þetta ...hún verður óstöðvandi.

Svava frænks (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þegar Guðrún Hrefna er komin í þetta þá erum við að tala saman. Við verðum ógeðslega góðar að búa til ofurmat allan daginn :D

Elín Helga Egilsdóttir, 15.3.2009 kl. 19:57

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Frábært að hætta þessu sykuráti. Það er svo margar matvörur sem eru með sykur í, bæði náttúrulega og svo í unnum mat. Smokkfisk er ég hinsvegar tjúllaður í og get varla fengið nóg. Elska þessa spænsku rétti með smokkfiski. TD svona                   Baunir, ólífuolía, laukur, hvítlaukur, timan, chili, tómatar og svo blekið í smokkfiskinum. Þetta er pííínulítill poki í smokkfiskinum og þegar baunirnar og allt hitt er soðið saman í þykkt jukk og svo hellingur af sætu paprikudufti. Smokkfiskinn skerðu í strimla (líka armana) sjórða í saltvatni með láviðarlaufií 20 mín. Setja á fat og baða í ólífuolíu og sætu paprikudufti. Borða.                                                    Svo er hægt að varíera: fersk paprika, söltuð/fersk svínasíða eða beikon, hellingur af steinselju og krydjurtum, svartur pipar, Meira grænmeti og svo framvegis. Soðin hrísgrjón með, eða litla karteflur skornar í báta og steiktar stökkar og svo blóðberg yfir síðast.Tralla la!

Gunnar Páll Gunnarsson, 15.3.2009 kl. 20:07

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Vá, þetta hljómar vel hjá þér... alveg brilliant. Ég prófa þetta án ef næsta þegar ég geri mér smokkfisk!! Takk kærlega fyrir þessa ábendingu! :)

Elín Helga Egilsdóttir, 15.3.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband