Biturð, brot, brokkolí

JÆJA

Kominn tími á að rifja upp gamla bloggtakta?

Var ég einhverntíman með blogg? Hver, hvar, hvenær.... hvar er Jón?

Varð svo gígantískt bitur í byrjun sumars að greipaldin myndi skammast sín í samanburði. Af hverju biturleikinn stafaði kemur til með að líta dagsins ljós í bloggpistli sem enn er í fæðingu. Greyið.
Sökum fyrrnefnds biturleika var lítið um skrif og skriftir, en mikið um allskonar annað sumarlegt í kalda veðrinu... kem líkegast til með að stikla á stóru, risastóru, ofurstóru, einhverju... ha?

Aðalatriði í stuttu elsku besta fólkið mitt, í stuttu:

  • Biturleiki í garð LÍFSINS *Hnefi á enni*
  • Sumarsprell
  • Hestaferð
  • Gymboss dó
  • Æfingum fækkað úr 8 sinnum í viku niður í 2 - 3 sinnum
  • Nýtt rúm keypt
  • Mikið borðað af ís
  • Mikið borðað af brokkolí... ekki með ís
  • Gymboss jarðaður við dramatíska athöfn nálægt ruslafötunni með "Adele - someone like you" á fóninum
  • Akureyri heimsótt almennilega í fyrsta skipti á 27 ára ferli mínum sem sönnum Íslending
  • Gymboss endurnýjaður og tilhlökkunarspenningur til sprikls í hámarki
  • Fyrsta fimleikaæfingin, með fjöskyldumeðlimunum Adda og Inam, í 20 ár skjalfest fyrir daginn í dag
  • 3 dögum eftir endurnýjun mister Boss, 25.09.2011, klæddi undirrituð sig brækur með svoddan fítonskrafti að bífan heilsaði nýja rúminu með eftirfarandi afleiðingum
brotin baugtá á hægrafæti

  • Já, þetta er... var... táin á mér.
  • T - ái - n
  • Hún brotnaði í tvennt og snerist 90°
  • Vildi óska að ég gæti sagt hafa verið að slást við dreka, en kaldur raunverunleikinn býður ekki upp á það
  • Sprikli frestað
  • Engin fimleikaæfing
  • Gymboss guðinn er ennþá hlæjandi
  • Chuck Norris líka

Hver er boðskapurinn sem fylgir þessari eðalfínu sögu?

Ofnbakað... brokkolí... er beeeeeeeeest!

Armbeygjur, upphýfur, magi, miðja, bak, brjóst og smáfætur næstu 2 vikurnar.

Hressandi, bætandi, kætandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk illt í hjartað við : "Gymboss dó". Minn er reyndar í fríi meðan ég misþyrmi líkama mínum á fimleikaæfingum en hann var orðinn ansi lúinn í sumar!!

vona að táinn grói vel og hratt. ps. Geggjuð röntgenmynd!

Hlakka annars að sjá á þér smettið kæra frænka, ís í desert?

inam (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 15:18

2 identicon

dossan (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 16:06

3 identicon

leitt að heyra af biturleikanum....  En mikið mikið gott að fá smá bloggfix frá þér

Hulda (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 09:16

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Inam: Þetta var mikil sorg og mikill söknuður. Laugardagurinn verður góður og jú, ég mæli eindregið með ís í desert, forrét, millimál, kl 11:00, í kvöldmat, fyrir svefninn...

Dossan: The haaaaand..

Hulda: Hehh, þetta var ekki biturð vondumegin við línuna, meira svona... vitrun!

Dramatískara gerirst það nú varla!

Elín Helga Egilsdóttir, 28.9.2011 kl. 09:34

5 identicon

hoppaði hæð mína í loftup þegar ég sá að þú ert komin aftur..... vúpppppí, gangi þér vel með tánna!

Sigga Hulda (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 18:45

6 identicon

ég er svo ógeðslega forvitin,sá að þú kommentaðir á mynd hjá íslensku húðflúrsstofunni, varstu að fá þér Dermal Anchors????

sylvía (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 22:13

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sigga Hulda: Ohh, takk fyrir það. Hún er öll að koma til helvísk.

Sylvía: Hahh, facebook er magnað fyrirbæri.

En já, jú. Fékk mér dermal hjá henni Beggu.

Elín Helga Egilsdóttir, 4.10.2011 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband