Dagurinn í máli og myndum

Einn næstum því almennilega samsettur heilsteyptur matardagur, með æfingu og án, því ég fæ stöðugt pósta þar sem sendandi vill endilega vita upp á nákvæmnishár hvað ofan í svartholið fer.

Eða, þið vitið, tveir dagar, svipað át fyrir utan át í kringum æfingu.

Æfinga-át!

Hmmhh.

Sumsé. Allavega.

06:00 - Morgunmatur, engin morgunæfing, en undirrituð hjólaði í vinnuna.

Krumpuegg extraordinaire!

4 pre-pútur, 3 gululausar, 2 Tommar og 5 ómyndaðar möndlur.

Nákvæmni í fyrirrúmi en dýrðin ófríðari en andskotinn.

Afsakið orðbragðið.

Krumpuegg, tommar

Á æfingadegi

05:00 - Fyrir

Einn einfaldur

07:00 - Eftir

Hleðsla/Hámark sökum leti og einfaldleika þess að hrifsa með sér fernu sem svo er hægt að fleygja.

9:00 ish át/nart svo ég éti mig ekki upp að innan

Ekki æfing: Smásalat með kotasælu og möndlum.

Æfing: Nartað í ómyndað epli og möndlur.

11:00 Hádegismatur, meðtekinn í vinnuna

TJÚÚÚÚTTLINGUUUUR, grænmetisfjall og lófafylli af valhnetum

Því valhnetur eru dásemdin einar.

Yfir salatið fór smá olífu olía, hunang og krydd. Þetta var gleðmundur til átu.

Le chicken

14:00 SKYRTÍMI og svo hjólaði ég aftur heim um klukkan 15:00

Skyr skyr skín á mig, 1/2 gúrka og rúmlega lófi af kanilristuðum ofurmöndlum sem við nennum ekki að taka mynd af þar sem allir eru, án efa, löngu komnir með mosagróin augnlok við að góna á.

Ég á um það bil 1003 milljón og fjögurtíu svoleiðis sýnishorn.

skyrtrílógía

17:00 Smánart því mömmuburger var í vændum

Kjúllabiti og tómatur.

19:00 MÖMMUBURGER, FIESTA NUMERO DOS

140 gr-h-ammari * 1,5 ( já, ég borðaði 1,5), grænmeti fyrir allan peninginn, sveppa og beikongums ásamt ofnbökuðum rótum og teitum.

Mömmufiesta numero 2

Skyrterta í eftirrétt.

Hún var góð.

Með tvöfalt meira magni af rjóma en tertu að sjálfsögöu.

Ómynduð, en ofur.

Veðrið er einum of hjólaljúft og heitt þessa stundina. Eins gott að venjast þessu ekki, vindur er í vændum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hafa skal það er sannara reynist mín kæra dóttir...hammarar voru 175 grammarar!

hammgrammer greetings from múmf.

guðrún garðarsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 22:20

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ach so... ennú betra!!!! OHm nom nom!

Elín Helga Egilsdóttir, 6.7.2011 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband