Persónuleg markmið

Hugurinn ber þig aðeins meira en bara hálfa leið þegar kemur að breyttum lífstíl, lífstílsviðhaldi (þó ekki viðhaldi eins og viðhaldi viðhaldi, þið vitið... viðhaldi) og á þessari blessuðu braut:

"Hver er ég, hvað er ég, hvar er ég, hvernig er ég, ómægod, gott að vera búin í skóla, grænmetisæta, kjötæta, paleo, grænmetisæta, nei kjötæta, gaman að lyfta, af hverju?, leiðinlegt að lyfta, elska Tabata, leiðinlegt að synda, ÓMÆGOD 3 KÍLÓ UPP, gaman að labba upp á fjöll, grænmetisæta, til hvers er þetta alltsaman?, mjónubuxur hvað- hverjum er ekki sama, langar aftur í skóla, hvar er ég, ekki meira Tabata, við verðum öll gömul, fokk it...

...ég get ekki, ekki, borðað kjöt!!!"

Og svo framvegis gott fólk.

Og svo framvegis.

Þegar þið takið ykkur pásur í því sem þið gerið, sama hvað þið takið ykkur fyrir hendur, vinna, þjálfun, þið sjálf, lífið og tilveran. Hvort sem um er að ræða frí, andlega íhugun, innhverfa íhugun, almenna innhverfu og undir feld-leggingar...

...þessi pistill er svolítið "og svo framvegis" er það ekki?

Ef einhvurslags ofurpásur verða á daglegu amstri, og þær munu láta á sér kræla, þá þykir mér alltaf gott að hafa aftast í hnakkanum eitthvað viðmið.

"Ég ætla aldrei að komast svo nálægt núllpunkti að ég geti ekki....:"

  • Tæklað daginn með amk einu brosi
  • Tekið 2 armbeygjur
  • 1 hnébeygju á einari, á báðum
  • Lesið 6 milljón orð á mínútu - um það bil
  • Knústað 5 fjölskyldumeðlimi í einu
  • Notið litlu hlutanna í lífinu
  • Hlaupið 5 km

Stundum eiga sér stað atburðir þar sem við ráðum illa við hvernig deginum, og dögum, er háttað. Stundum er maður bara leitihaus. Það er ágætt í og með. En sama hvað á gengur, þá er alltaf gott að vita að flest okkar njótum við þeirra forréttinda að geta rifið okkur uppúr lægðum og leti. Gott veganesti og jákvæðni eru lykilatriði.

Fjölskylda, góð heilsa, þak yfir höfuðið, nægur matur, klósett (já, klósett), vakna upp við sólargeisla, ís, gæludýrin mín...

Stundum þurfum við aðstoð. Gott spark í rassgatið eða hreinlega mjög vel pússaða spegilmynd sem gerir vitundinni ljóst hvað í stefnir.

Það missa allir dampinn á einhverjum tímapunkti. Það er mannlegt. Oftar en einusinni og oftar en tvisvar sinnum tveir. En við getum þó huggað okkur við það að á endanum stígum við flestöll í afturlappirnar á nýjan leik og tæklum hindranir með fjórföldu brosi og "Ég skal...".

Dæmi um mín persónulega markmið, hvað hreyfingu og daglegt ræktarstúss varðar:

  • amk 10 armbeygjur
  • Labba upp stiga án þess að gefa upp andann og öndina - við viljum ekki gefa öndina gott fólk!
  • 10 froskahopp eða 10 burpees án þess að stoppa
  • Mountain climber stanslaust í mínútu án þess að stoppa
  • Geta hlaupið í amk 15 mín án þess að stoppa (treystið mér, fyrir mig er það mikið afrek)
  • Geta haldið mér, í sitjandi stöðu, upp við vegg í amk 30 sek.

Og þaðan vinnur maður sig svo upp í sínar 300 armbeygjur, skokk upp á Hvannadalshnúk, 200 froskahopp, uppsitu við vegg yfir bíómynd og tvöfalt maraþon.

Allt á innan við 2 dögum!!

Næstum því.

Að geta hugsað til baka og séð hverju þú hefur áorkað eru næg verðlaun fyrir sálarlífið til að vilja halda áfram, gefast ekki upp og vita að lífsins hólar og hæðir eru til þess að skoppa yfir.

Verið kát mín kæru og njótð þess að vera til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert dugleg, þú ert flott

þú gleður okkur hina..

Naslar stundum nammigott ,

og nagar gulrótina :)

hann afi þinn fengi flog ef hann sæi þennan kveðskap:Þ

hann pápi þinn lendir kl.13.25!!!!yayayayayay!!!gleði hjá gömlu!

Guðrún Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 12:14

2 identicon

Ég þekki þig ekki og þú þekkir mig ekki en vá hvað mér finnst gamann að lesa bloggið þitt, greinilega góður penni. Bara ef ég hefði eljuna og duggnaðinn í að rífa mig upp af mínum slappa rassi og koma mér í ræktina.

Stína fína (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband