14.6.2011 | 12:37
Galdurinn að góðu salati
Jah, dressingin, aukahlutirnir og salatskurðurinn.
Eins og t.d. möndlur, hnetur, fræ, brauðteningar (eeeeekki blautir og subbulegir brauðteningar þó). Eitthvað sem gefur knús og kram í hvern bita.
*crunch**crunch*
Munið, ís verður alltaf skemmtilegri til átu ef honum fylgir t.d. Nóakropp!!
... eða rúslur!
Rúsínur í salati er ofur! Ofur, ofur, ofur, rúsínuofur! Trúið mér og treystið.
Einn og einn biti þar sem með læðist dísæt, karamellukennd rúsla?? Hiimnaríki!
Próteingjafinn er alltaf skemmtilegur líka. Kjúlli, eggjahvítur, fiskibitar, nautakjöt, baunir. Hann gefur gleðilega áferð í salatbitann svo ég tali nú ekki um fyllingu.
Dressing getur tekið hvaða salat sem er og umbreytt því í mikla átgleði gott fólk.
Dressinging skapar salatið! Amen!
Ef þið eruð t.d. að nota afgangs kjúlla/fisk/kjöt síðan deginum áður gætuð þið látið dressinguna taka mið af því hafi kjötið t.d. legið í einhvurslags marineringu ofr.
- Rauðvínsedik, dill, dijon sinnep, salt, pipar, smávegis hunang
- Hvítvínsedik, salt, pipar
- Dijon, hunangs dijon, hvítvínsedik, salt, pipar, hvítlaukur
- Sýrður rjómi, salt, pipar, rauðvínsedik, smátt skorinn rauðlaukur
- Grænmetis-/og eða kjúklingakraftur. Soðið niður nokkuð þykkt.
- Basilika, oregano, cumin, smá kanill, örlítil salsa
- Sítróna, ólífu olía, hunang, smá salt
Hvaaað sem er.
Og númer 1, 2 og 3 mín kæru. Galdurinn að gleðilegu salatáti.... ég segi ykkur það. Grænmetisjapl mun breytast fyrir ykkur héðanaf.
GALDURINN!!
SMÁTT... SKORIÐ Jebb. Er bara svo miiikið skemmtilegra að borða mjög vel niðursneitt grænmeti!
Svo að sjálfsögðu bætið þið við og betrumbætið eins og ykkur lystir hvað krydd og aðra hamingju varðar. Engifer, avocado, grasker, kartöflur...
Ekkert annað.
Skerið salatið í muss og spað. Bætið próteingjafanum út í og borðið með skeið! HAHH!
Já, þetta er matskeið sem þið sjáið á myndinni hér að neðan.
Þannig að, til að taka þetta saman:
- SMÁTT SKORIÐ
- Góð dressing
- Próteingjafi, crunch og sæta
Einföld leið til að fá grænmetisskamtinn ofan í sig og ég lofa jafn stíft og ég elska ís, að ykkur kemur ekki til með að mislíka átið!
Fáið ykkur risasalat í kvöld og njótið lífsins. Það er djöðveikt!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Grænmeti, Uppáhalds | Breytt s.d. kl. 12:54 | Facebook
Athugasemdir
Langaði bara að kunngjöra um að ég bakaði Banana- og dölubrauðið þitt og er að takast að klára það á innan við sólarhring. Fyrst með vel af smjöri en síðan með vel af lífrænu hnetusmjöri. Alveg frábærlega gott brauð!
Brynjar (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 17:19
Já! Almennilegt. Mikið sem ég ölska þetta brauð og gleðin einar að þér líki vel.
Gaman að heyra svona :)
Bestu hjartans þakkir.
Elín Helga Egilsdóttir, 14.6.2011 kl. 21:02
Já, maður á sko að borða salat með skeið! Það er miklu skilvirkari aðferð, mikið var að einhver tók að sér að koma þessu á framfæri svo ég þyrfti ekki að gera það sjálf!
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 10:13
Náákvæmlega! Langsamlega best :)
Elín Helga Egilsdóttir, 15.6.2011 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.