21.5.2011 | 21:07
Urð og grjót, upp í mót
Ekkert nema urð og grjót.
Og smá gras.
Og lækjarsrpænur!
Og drullusvað!
Eða, jah... uppþurrkað, þornað... ég var hið minnsta ekki að fara að standa í einum drullupollinum til til að ná af því mynd. Metnaðurinn er ekki svo geigvænlegur!
Amk ekki þegar maður er í skóm sem á er eitt stykki gat.
Það er verra.
Vaknaði í morgun með Esjuna á heilanum.
Hafið þið tekið eftir mynstrinu? Átvalgið fær eitthvað á heilann og það skal fræmkvæma eigi síður en í fyrra... haust! Esjugöngur, hjólatúrar, hamborgaraát.... en vitið þó það mín kæru, trúið mér og treystið og allt sem eru fiðrildi, að ef þið fáið allt í einu dularfulla flugu í hausinn, fylgið henni eftir.
Fluga verandi hugmynd.
Þú veist, til vonar og vara... ef ske kynni að þú héldir að ég væri í raun að tala um flugu sem þú ættir að elta út um allt.
Nema... þú hafir vitað að fluga væri samlíking fyrir hugmynd en hafir áhuga á því að elta fluguna, það er, ef þú kemur til með að fá flugu í höfuðuð á einhverjum tímapunkti yfir ævina, og þér þyki þjóðráð að veita henni eftirför.
Sitt sýnist hverjum í þeim efnum!
En svo við tökum nú eitt hausflugudæmi:
- Ykkur þykir tilhugsunin um almennt skokk og útivistarvesen hræðilegri en íbitinn appelsínubörkur eða hráar eggjahvítur!
- En, þið vaknið einn daginn og hugsið "Djö... væri ég til í einn stuttan núna!"
- Heii - ekkert svona dóninn þinn. Stuttan hlaupahring. Ha... já, ég veit vel hvað þú varst að hugsa!
- Þið sitjið í dágóða stund og spáið í kostum og göllum þessarar hausflugu.
- Þið sitjið dágóða stund í viðbót, og spáið í fleiri kosti og galla.
- Þið reynið eflaust að finna fleiri galla en kosti.
- Svo ákveðið þið að drattast á lappir og framkvæma.
Og það er ekkert nema snilldin einarsson. Þið hefðuð annars séð eftir þessum hamingjunnar Herkúles sem ákvað að bíta ykkur í afturendann þann daginn og gefa ykkur fítonskraft í eitthvað sem þið gerið annars afskaplega sjaldan.
Það er ljúf tilfinning.
Þannig að.
Fítons hausflugu Herkúles dagsins í dag var sumsé...
...Esjan!
Ahhh!
Eftir þrusuflotta fettmúlaæfingu í morgun var förinni heitið heim í próteinbeyglu. Hef ekki smjattað á svoleiðis kvikindi í allnokkurn tíma og æjiiii hvað gúmmulaðigrísinn ískraði af einskærri beygluhamingju.
Beyglur, eru Guðmunds beyglujöf til manna gott fólk. Þær eru jafn syndsamlegar og pylsu- eða kleinuhringjabrauð.
Sem ég gæti borðað allsbert í hvert mál *mmhmmm*
Allavega.
Sat heima í drykklanga stund og hugsaði upphátt um dagsins amstur.
- Esjan
- Gott veður
- Of gott til að sitja inni
- Of gott tll að djöflast eitthvað?
- Nógu gott til að hengirúmast?
- Of kalt?
- Of kalt til að hengirúmast? Mmm.... já.
- En nógu heitt til að djöflast eitthvað...
- ...mmm...já!!
- Eitthvað?
- Ég þarf að þrífa bílinn
- Esjan
- En ég vaar að stúta á mér lærum og rassi
- Fara í búðina
- Esjan
- Esjan
- En lærin og rassinn
- Esjan
Og þannig var nú það.
Aspasinn á 130 að Esjurótum og 43,25 mínútum síðar tók ég þessa mynd.
Eins og Tjörnin í Reykjavík heitir því framúrskarandi frumlega nafni, Tjörnin, þá hefur einhver ákveðið að benda gangandi Esjufarendum á það að hér sé um eitt stykki stein að ræða.
Steinn!
Ég mæli með því að einhver útbúi skilti sem á standi "Markús" eða "Friðrik".
Og þessa...
...til minningar, og sönnunnar, um helvítis góða hugdettu bara, og já, ég þrammaði ein þarna upp eins og villimaður, frussandi og fnasandi.
Það var massagott.
Leiðin norður og niður innihélt skyr sem hvíldi sig í bakboka sem hvíldi sig svo á bakinu á mér.
Eins og mister 007 orðaði svo fallega:
"Shaken, not stirred"
Sem skyrið var svo sannarlega, eftir að hafa fengið að hlussast upp og niður í ofurbakpokanum.
En ég hrærði í því eftirá. Því gott fólk, það þarf alltaf... að hræra!
HRÆÆRAAA!
*Mynd vandar sökum græðgi*
Geggjaður dagur. Meistaralega vel valið veður. (Segið þetta 10 sinnum hratt). Yndislegt útsýni.
Ísland... bezt í heiimiiiiii! *Frethænsnið springur úr grobbi*
Ég held ég fái að finna fyrir þessum hamagangi á morgun. Jebb... ég held meira en að halda það bara.
Ég veit.
*stress*
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Athugasemdir
Djösssins harka er þetta í þér Sprellos! Sprellos og svo eldgos, allt sama dag
Dossan (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 22:23
Sprellgos?
Elín Helga Egilsdóttir, 21.5.2011 kl. 22:35
Ómy hvað þú ert dugleg ! Ég hefði aldrei getað rifið mig af rassinum og framkvæmt slika hugdettu !
Tanja (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 23:25
Sprellgos, for sjúr!
Þá spýtist hafragrautur, bananar og alls konar hollustugúmmelað í allar áttir, og kanilaska þekur heilu sveitirnar :)
Dossan (IP-tala skráð) 22.5.2011 kl. 00:47
Tanja: When you've gotta go, you gotta go ;)
Dossa: Bwaahahahaaaa
Elín Helga Egilsdóttir, 22.5.2011 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.