Hjól = Hjól?

Svo við höldum áfram með smávægilega stærðfræði þá komst ég að því að þrátt fyrir óhjákvæmilegan réttleika þessarar fullyrðingar

Hjól = Hjól

Þá er hjól bara ekkert það sama og hjól!

Ofurfrænka mín, og íþróttakvendi mikið, á eðalgræju sem ég fékk þau forréttindi að misnota síðustu helgi. Hafði svosum ekki mikið um hjólið að segja á þeim tímapunkti annað en að hjólagírinn yfirtók undirritaða og taktarnir svaðalegri en nokkrusinni fyrr.

Hjólið er líka pimpað fyrir íþróttaálfa og hreyfisjúklinga, útbúið bögglabera sem hægt er að festa á þartilgerða tösku sem svo er hægt að setja í gúmmulaði, síma, myndavél, tölvu og jafnvel lítinn hund, ef þannig liggur á. Hraða- og km mælir, sem hjálpar gleðipinnanum hið innra mikið til við að halda hraðanum sem hæstum, er í sjónlínu á stýrinu og brúsahaldari hvílir sig fallega á stellinu.

Að auki við öll nútíma þægindi ofurhjólsins fékk ég einnig að láni hjálm og hjólasólgleraugu mikil - jah, venjuleg sólgleraugu en þó þannig að þau skýli augunum fyrir vindi og... randaflugum...

...sem þarf, meðal annars, að setja stærðatakmarkanir á!

Það má því segja að ég hafi verið nokkuð vel búin og dekruð þegar ég ákvað að hjóla frá mér vit og rænu eftir 15 ára hjólahlé!

Ég innheimti lánsþýfið mitt í gær og hjólaði galvösk á dýrinu í vinnuna.

Afahjól

Lánsþýfi

Ekki misskilja. Þetta hjól er geypigott og fínt fyrir kvikindi eins og mig til að komast frá A til C en elsku, elsku bestu. Ef þið ætlið að leggja bílnum og nýta hjólið í hans stað...

...ekki reyna að "sleppa vel". Herre gud på himmelen!

Helsti munur sem ég finn á ofurhjólinu, og því sem ég er á núna, er að ég sit töluvert betur á því. Grindin er úr áli, sem gerir það léttara, og petala-armarnir eru "lengri".. eða hvað sem það svo kallast. Hvert stig er sumsé lengra, sem gerir verknaðinn sjálfan "að hjóla", auðveldari/þægilegri/mýkri. Stellið sjálft er stærra í sniðum, stýrið lengra, gírskiptingin betri og það eru demparar á því sem ja hérna hér, skipta Jóhannes frá Blúndu nokkuð meira máli en hann fyrst grunti.

Já... grunti!

Ég hefði kannski frekar átt að byrja á því að endurnýja kynni mín við hjólaheiminn á þjóflánaða hjólinu því núna er ég með óþrjótandi dekurhjólamaníu á heilanum og er að finna allskonar ástæður fyrir því að réttlæta massíf hjólakaup á næstu vikum.

Ég held ég sé að verða búin að sannfæra sjálfa mig... það tók um það bil 8 mínútur.

Þið sem eruð í sömu hugleiðingum og ég en hafið tekið þetta skrefinu lengra og ætlið að gerast atvinnuhjólarar.

  1. Kaupa gott hjól
  2. Kaupa hjól sem er nógu stórt fyrir hjólarann, of lítið/of stórt er no go
  3. Réttur útbúnaður er nauðsynlegur

Allt þetta gerir hjólatúrinn, og viljann til að nýta sitt eigið mannafl sem orku til að knýja sig áfram, mun, mun... mun skemmtilegri.

Þannig að gott fólk

Hjól != Hjól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt að halda því til haga að ofur hjólið mitt er sko af tegundinni Gary Fisher ...sem er meðal Benza í reiðhjólaheimum ;-)

http://fisherbikes.com/

-I love my bike !

Svava Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 10:47

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

I love your bike!

*grát*

Elín Helga Egilsdóttir, 12.5.2011 kl. 11:24

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

and I lof jú two að sjálfsögðu :D

Elín Helga Egilsdóttir, 12.5.2011 kl. 11:24

4 identicon

Mikið rétt og alveg sammála. Viljir þú njóta þess að hjóla og hugar að því að nota hjólið meira en bara til að fara í og úr vinnu þá eru Hagkaupshjól ekki málið.

Hraða og kílómetramælar eru alveg möst, maður er alltaf að keppa við sjálfan sig.

Góður pistill!

Leifur (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 20:21

5 identicon

Lesandi (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 09:19

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Nei heyrðu mig nú!!! Já!!!

Það held ég að átvalgið mæti fyrst á staðinn!

Takk fyrir þetta :D

Elín Helga Egilsdóttir, 13.5.2011 kl. 09:25

7 identicon

Ég var einmitt að fjárfesta í fínu fjallahjóli og ætla mér að hjóla í vinnuna í sumar. Það eru um 15 km í vinnuna frá mér svo ég mun hjóla 30 á dag. Var bara að spá hvort það yrði nóg hreyfing fyrir mig í sumar en ég þarf nauðsynlega að léttast um 20 kg eða á ég að reyna að skokka eftir vinnuna og hjólaferðina? Svo margir segja manni að maður brenni ekki það miklu við að hjóla - fái aðalega stóran rass og læri..er það ekki kjaftæði?! Ég ætla allavega að hjóla kröftulega í von um góða brennslu..

Áfram hjólreiðar!;)

Hildur (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 23:25

8 identicon

Ég ákvað að splæsa í steel cut oats um daginn og mæ ó mæ....þetta er himnaríki. Hvar hafa þeir verið allt mitt líf? Þvílíkur unaður...takk fyrir að benda á hann :D

Dóra (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband