11.5.2011 | 09:02
AfmælisSvava, frararskjótar, gæludýr
Byrjum á byrjuninni
AFMÆLISSVAVA!!!!!
20 ára þetta litla dýr.... litla... dýr.
Til hamingju með daginn þinn snúður. Afmælisgrautur og Pavlova eru fyrirsjáanleg fyrirbæri í þinni nánustu framtíð.
Hressileg lyftingaræfing tekin í morgun.
Stálsnið fyrir æfingu (Steel Cut Oats). Líta svolítið út eins og gömul kotasæla... en góðir voru þeir maður! Hvíldu sig í ísskáp yfir nótt, með skyri og vanillu, og tóku vel á móti undirritaðri í morgun.
Kanillinn lét sjá sig eftir fyrstu 4 bitana.
Hleðsla eftir æfingu. Eiginlega bara af því það er einfalt að grípa í kvikindið og skúmma með í töskunni.
Labbaði líka í hús sportsins í morgun... og í vinnuna... og hlakka mikið til að labba heim úr vinnu líka.
Heilbrigðin svoleiðis skín út um ras.....ið á manni.
Afsakið orðbragðið og allt það.
Gleðilegt.
Hringdi í afa minn blessaðan í gær og fékk, með góðfúslegu leyfi, að ræna hans sérlega tvíhjóla fararskjóta. Er hann ekki yndislega fínn að lána mér gripinn? Sækj'ann sumsé á eftir.
Jú... jú það held ég nú.. hú.
Ég er samt barnabarn gott og kem til með að skila dýrinu á góðviðrisdögum þegar gamlinn vaknar, eins og undirrituð um daginn, með ofvirkt hjólablæti á heilanum.
Nú hefst því hjólatíð gott fólk. Sjáum hvort Aspasinn verði abbó. Aspasinn sem er svo fararskjóti fyrir laumufarþega af áttfættlingasortinni. Alveg magnað. Ég hverf frá grænu þrumunni í 20 mínútur og þegar ég læt sjá mig þar aftur er þessi skvísa búin að útbúa sér heimili.... og byrjuð að éta.
Ekki svo ósvipað mér svona þegar ég hugsa um það!! Like!
Eins ömurlega óþolandi og mér þykja köngulær vera, þá kem ég til með að sætta mig við þetta gæludýr því hún var svo sæt að velja bílinn minn sem flet. Krúttið. Það er líka afsakpega vel metin rúða sem skýlir mér frá bölvítinu, því hún er nefnilega svo stór og hættuleg. Ég get þar af leiðandi fylgst með úr pínkulítilli fjarlægð þegar hún veiðir eitthvað sniðugt OG ég er búin að skýra hana.
Lúlú. Sjáum hvað hún tórir þarna lengi.
"OHM NOM NOM NOM"
Svo við höldum áfram að tala um fararskjóta, jah, og gæludýr, þá kynni ég til leiks hálfbróður minn, í 13 ættlið... á ská... Jöfur ofurtöffara.
Kannski ég fái hann frekar lánaðan en hjólið? Þyrfi samt að lita hann grænan til að friða samviskuna.
Ekki svo góð hugmynd geri ég ráð fyrir.
Flottir feðgar verð ég að segja. Svakalega fallegur hesturinn. Líður ekki að löngu þangað til ég fer að spóka mig á baki, usss hvað ég hlakka til.
Pabbi... faðir minn kær, nú þarf að verða sér úti um annað hross. Hmm... ha...
Í hálfbróðurhúsi eiga líka heima tvö folöld. Sæturassar. Þannig er það nú bara.
Heimalingur og fjósaköttur með meiru. Þessi blessaður er með athyglissýki á háu stigi, þjáist af "Hér er ég" heilkenninu. Eltir mann út um allt og hleypur þetta handrið á enda án þess að blása úr nös.
Sjááið bara hvað hann er væminn og klístraður hahh! Ahh hvað kisur geta nú verið fínar :)
Ég komst ekki í þrektímann í gær - búúú, en á morgun. Á morgun gott fólk byrjar gleðin.
18:00 - 18:40, þetta verður gott sumar!
Jæja ljúfust. Hádegissalat í tveggja tíma fjarlægð.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Eftir æfingu, Hafragrautur | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Athugasemdir
Með hvaða kvenkyni hefur hann karl faðir þinn átt þennan hálfbróður?Hjarta mitt skelfist við tilhugsunina.
Svavalill á ammó í dag:)
mamalama (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 09:17
Svava, version 2.0
Já, pabbi.. mangað að úr varð hestur en ekki Sentár!
Elín Helga Egilsdóttir, 11.5.2011 kl. 09:37
Hæ, ég er daglegur gestur hér en kommenta sjaldan:S
Vildi bara láta þig vita að ég öööölska bloggið þitt...þú ert þvílíkt flott fyrirmynd:)
Dóra (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 18:22
Dóra: Velkomin mín kæra og gleður mig að "Kynnast" þér :)
Bestu þakkir fyrir þetta elsku besta, fallegt af þér að leyfa mér að heyra. Kætir mig alltaf jafn mikið. Ekkert nema jákvætt að einhverjir finni hvatninu í þessu þvaðri í mér
Elín Helga Egilsdóttir, 12.5.2011 kl. 10:23
Les oft en hef aldrei kvittað á þetta þrælskemmtilega blogg. Góðar uppskriftir og ég er alveg dottin í möndlurnar, lófafylli á dag takk
Anna (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 12:57
Anna: Vertu velkomin, takk fyrir mig og möndlu-amen!
Elín Helga Egilsdóttir, 16.5.2011 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.