Laus við net

Krybbur í millimál? Einhver?

krybbusnakk

Útlandafari snýr aftur og sökum þess er nammi að finna í eldhúsinu! Skondið hvernig fólki, sem hættir sér út fyrir landsteinana, virðist vera skylt að koma með eitthvað handa hinum sem eftir sitja. Nammi, gjafir. "Bíddu, varstu ekki að koma frá útlöndum? Ertu ekki með nammi? Eitthvað? Ekkert? Ertu sálarlaus???"

Þetta virðist vera óskrifuð regla í mörgum tilfellum. Af hverju hef ég ekki hugmynd um...

Nammi dagsins voru gullfallegar M&M kúlur ásamt krybbum í hæsta gæðaflokki.

Smekklegt!

útlandanammi

Kurteisin einar að taka fram næringargildi per skammt af krybbum og já... ég borðaði eina.

Eða, ég borðaði nákæmlega þessa.

Kolli krybba
 

Eins og að bíta í poppkorn. Ekki það ég ég vilji vera að raða krybbum í andlitið á mér. Spurning um að útbúa krybbugraut?

En netleysi gott fólk.  Ein af aukaverkunum flutninga. Gott eða slæmt?

Eins og rafmagn, og leysi við það, þá er magnað hvað netið er orðinn stór partur af... ALHEIMINUM.

"Ahh, ekkert net... no worries, ég hlusta bara á tónlist á youtube... eða... nei... finn uppskrift... hmm... mbl, skoða bara, uuu, BLOGGA... eða... andsk... ÉG VEIT... geri 8 min abs...

...ahh for helvede. Alveg rétt. Vidjóið er á youtube!"

Nobody panick!! Ég reddess'u með því að:

  1. Flytja, bera, raða, koma fyrir, selja, brjóta saman, þvo, stússast, drekka kaffi, flytja meira, þvo meira, raða meira og raða aðeins meira
  2. Teikna eins og vindurinn, þegar ég er ekki að raða eða raða meira
  3. Lesa, þegar ég er ekki að teikna eins og vindurinn
  4. Gera eitthvað menningarlegt eins og að sitja á kaffihúsi og segja "Mmmyyeeees", fara í leikhús, tala um rauðvín og krepputengda hluti

En hver nennir því?

Í alvöru? Kreppa? Ég gæti dáið úr leiðindum. "Úhh...omg... fluga...."

Jæja, hádegiskjúklingasalatsmatur bíður mín. Sjáum hvort ég verði jafn netlaus í kvöld og ég var í gærkveldi.

Ef ekki... þá sjáumst við í kvöld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I kid you not en ég fékk alveg hroll við að hugsa til þess að snæða eina krybbu!  Kalla þig góða að smakka :D  Ég er nú reyndar líka þekkt pempía ;)

Ásta (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:08

2 identicon

Já sæll... er ekki allt í lagi heima hjá þér?? Krybbur! jakk... Nei það er náttúrulega ekki allt í lagi heima hjá þér fyrst þú ert netlaus ;)

Sveinbjörg (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 19:08

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Númer 1, 2 og 3... alltaf... að smakka!

Þú getur þá amk sagt raunverulegt álit ef einhver spyr ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 13.4.2011 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband