Játningar

þegar ég var yngri stal ég súkkulaðistykki úr Garðakaup, sem þá var og hét. Það var hálfopið, útglennt og svoleiðis bað um að vera étið á staðnum. Þegar á hólminn var komið, og átvalgið að spögúlera í að taka fyrsta bitann, gugnaði ungkvendið og drattaðist með skottið... 

...já, ég var með skott þegar ég var yngri (þetta er dæmi um játningu innan játningar)...

...á milli lappanna og skilaði súkkulaðinu jafn óétnu, og útglenntu, og það var áður en því var hnuplað úr hillunni. Búðarkvendinu þótti svo mikið til koma að hún bauð mér að eiga þetta sérlega þjófstolna súkkulaði en ég afþakkaði pent og benti henni ákveðið á að passa vandlega uppá öll hálfnakin súkkulaðistykki sem fara í harða störukeppni við græðgisátvögl eins og undirritaða. Ég sá strax eftir þessari ákvörðun minni þegar úr úr búðinni var komið!

Ég á kaffivél! Eða, ég er með afnot af einni sem virkar flundurfínt.

Í vinnunni er ég þekkt sem "Æji, þessi sem borðar alltaf grautinn sinn uppúr bolla!". Þetta er víst vígsluathöfn fyrir þá sem nýbyrjaðir eru. "Velkomin(n) til starfa - þetta er Elín, bollagrautsperrinn!!".

Kleinur eru, og verða ætíð, mitt uppáhalds bakkelsi.

Ég hef ekki snert myndavélina mína í 2 mánuði!

Ég er tilbúin að sjá snjóinn fara... já takk... núna... einn, tveir, og...

Feldar geta verið góðir eldar, sérstaklega í vondviðri og almennri kuldatíð!

Ég er hérmeð komin undan vetrarfeldinum 2011.

Lets get ready to rock and roll!

...

Ókei, ég veit. Kjánahrollur í tíunda veldi að segja þetta en kommon, ha... Sæmunur og Óli, það er öllu illviðráðanlega skárra á ensku en íslensku gott fólk. Öllu illviðráðanlegra skárra.

Verum tilbúin að rokka og rúlla! ROKKA... OG RÚLLA??

Ég meina'ða.

fint


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JEIJJJJ!

Ella! Ég hélt þú værir horfin af yfirborði jarðar. Ekki ekki hætta. Hlakka ekkert smá til að byrja að lesa aftur :)

Eeeeelska bloggið þitt.

Lilja (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 09:14

2 identicon

Velkomin til baka!!! búin að sakna grautarperranns heilan helling!!!

Dagný Ásta (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 09:16

3 identicon

:)

skyr (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 10:11

4 identicon

Saknaði þín stelpa. uss.

Sá þig í Krónunni um daginn go ætlaði að stökkva á þig og segja hæ og heimta meira blogg, en ákvað að það væri einum of krípí hahaha

Ah, gott að fá þig aftur :)

Bjarney (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 10:41

5 identicon

Veiiiiiii  þú ert komin aftur, mikið hlakka ég til að lesa bloggið þitt og dísús ég bara öfunda þig af grautarbollanum, er ekki möguleiki á uppskriftum af yndislega matnum í ískápnum þínum ???

Ragna

Ragna (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 10:55

6 identicon

Ohhh hjúkket Ella Helga, gott að þú sért komin. Veistu hvað þetta er búið að vera erfitt? Alltaf að kíkja á hverjum degi og aldrei nein Ella online!!!Þetta voru erfiðir tveir mánuðir, þú ert ljósgeislinn í mínu lífi, takk fyrir að koma aftur, ég skal þakka þér oftar fyrir og skilja eftir fótspor þegar ég er búin að lesa græðgislega allt sem þú skrifar:)

Dísa (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 12:00

7 identicon

Jii hvað ég er sammála, þvílík og önnur eins gleði að sjá nýtt blogg.. :) Þú ert æði og þessi blogg halda mér gangandi :)

Þórdís (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:31

8 identicon

Velkomin og gaman að "sjá" þig ;)

Unnur (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 15:34

9 identicon

Gott að þú ert farin að skifa aftur - alltaf gaman að lesa bloggið þitt :)

Linda (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 16:21

10 identicon

Jibbí kóka kóla! Ég saknadi elster svo mikid!!

Inam (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 16:57

11 identicon

Guð minn góður! Ég bjó til bananaísinn þinn í gær!

Takk. Þúsund takk. Ég segi ekki meir. Þú... ert snillingur!

Rannveig (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 17:36

12 identicon

veeiiii hvað ég var glöð að sjá nýtt frá þér  :) velkomin undan feldinum.

Berglind (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 18:06

13 identicon

GOTT AÐ FÁ ÞIG AFTUR!!!!! er búin að sakna þín alveg heilan helling.

Og by the way, þú komst í guðatölu í gær þegar ég slafraði í mig bananaísinn og reyndi að slá skeiðar krakkanna frá (svo þau borðuðu ekki allt !!) nammi namm...

Gunnhildur (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 21:31

14 identicon

Welcome back to cyberworld cousin  

Dossan (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 22:42

15 identicon

Ahh finally :)

Dóra (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 00:07

16 identicon

vííí ánægð með endurkomuna !!

Kristín (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 08:33

17 identicon

FRÁBÆRT.. YNDISLEGT.. DÁSAMLEGT.. þetta voru orðin sem komu upp í hugann þegar ég sá að það var komin ný færsla.. ég hélt þú værir hætt en ég hélt í vonina og þvílík og önnur eins gleði hér á bæ..

Takk fyrir frábært blogg ;)

Kv. Sigríður

Sigríður (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 10:07

18 identicon

JEI.. she is back !!

Heba Maren (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 11:45

19 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æjiiiiiiii...... 

Elín Helga Egilsdóttir, 25.3.2011 kl. 12:46

20 identicon

Aaaaaaaahhhhh mikið er vinalegt að fá blogg frá þér aftur snillingur

Kær kveðja Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 16:12

21 identicon

Velkomin til baka undan feldnum, ég réð ekki við mig og steig smá gleðidans eftir að ég uppgötvaði að það væri komin ný færsla frá þér :)

Erla (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 00:52

22 identicon

JEIIIIIIII!!!!! OMG hvað ég var glöð að sjá nýja færslu eftir þig!! :D var engan vegin að trúa að þú værir bara farin, búin að sakna þín :S velkomin aftur! hlakka til að lesa bloggið þitt áfram vei! :D :D :D

Dísa Ástralíufari ;) (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 12:17

23 identicon

Velkomin aftur í bloggheima

Var mikið glöð að sjá færslu frá þér, vissi ekkert hvað varð um þig og var skíthrædd um að þú værir hætt !    Bananabrauðið þitt er alveg á toppnum hjá mér.  :)

Stella A. (þekkir mig ekkert) (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 13:58

24 identicon

Jeiiiii !!!!! Tek undir með öllum hér, mikið er gott að þú ert komin aftur, ég var farin að hafa verulegar áhyggjur!!! :)

Hermína (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 14:26

25 identicon

Hjúkkett, ég hélt að þú værir bara alveg hætt!!!! :)

Sylvía (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 15:52

26 identicon

segi það sama, hélt að þú værir hætt...frábært að sjá blogg frá þér aftur!

Jóna Lind (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 13:51

27 identicon

NEI SKO!!

 Jííííhaaaa! Give it to meh bebeh!

Erna (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 15:07

28 identicon

Jiminn einasti eini!!!!!!!!!!  Hvílíka gleðidásemdin sem þessi dagur er orðinn!!!  Vonin var horfin... var búin að gefast upp... en eitthvað sagði mér að gera eina tilraun í viðbót.... og þú ert komin aftur!!! Jibbí jey og þrefalt húrra!! 

Eftir fráhvarfseinkenni á háu stigi.... átvaglinu leyft að leika lausum hala.... aukakílóin búin að hrannast upp... en nú sé ég ljósið á ný!!

 Plís ALDREI, ALDREI fara aftur frá okkur!! 

Guðný (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 13:43

29 identicon

jíha! gaman að sjá nýtt blogg frá þér.  Segi eins og fleiri maður var farin að hafa smotterís áhyggjur af þér ...

Ásta (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 13:59

30 identicon

Jeijjj velkomin undan feldinum, vona að dvölin þar hafi ekkert gert þér nema gott :p

Hélt fyrst að ég hefði séð ofsjónir þegar það var loksins komið nýtt blogg... en tók svo heljarstökk og flikkflakk (í huganum) af eintómri gleði og hamingju :D

HallaS (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 14:50

31 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ouuuwwww... ég er svoleiðis mjúk og meyr í sálinni eftir öll þessi fínu fínu komment

En nú verður þetta tæklað! Lófarnir svoleiðis útspýttir... breytum rassinum í kúlu fyrir sumarið!

Af hverju veit ég ekki en það er ágætis markmið!

Kúlurassinn 2011!

Elín Helga Egilsdóttir, 29.3.2011 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband