Ég gerði það víst!
Gerasvoveltakk ekki meinhæðast fyrr en þið hafið smakkað!
Valdorfsalat... einhver?
iChiaValdorfSkyr? Næstum. En það mun samt heita það!
Stútfull skál af próteinum, andoxunarefnum, hollri fitu og trefjum! Já takk í minn svanga morgunmatsmaga! Ferskt, fínt og geypilega gott fyrir þig!
Já svona... ég veit hvað þú ert að hugsa og er byrjuð að skamma þig áður en þú færð tækifæri á að fussa og frussa í huganum! Svona hættu'ðessu. Skamm.
Já! Abb... e... babb... ekkert svona!
Þetta var ææðislegt.
Valdorfskyr með chia og bláberjum
Náðu þér í sellerístilk og smá hvítkál.
Hvítkál og sellerí er æðislegt combó og skal koma fram við af einskærri grænmetisvirðingu.
Maukaðu svo í ofursmáa bita! Agnarsmáa, pínkulitla... næstum í mauk, þannig eftir sitji einungis atóm af selleríhvítkáli! Mjög mikilvægt atriði. Mjög mikilvægt atriði fyrir vellukkun Valdorfskyrsins!
Atómgrænmeti.
Held þið séuð að ná þessu.
Náið ykkur í skyr. Fljót. Selleríhvítkálið bíður.
Slettið gommu í það ílát sem þið ætlið ykkur að borða uppúr því hver nennir að vaska upp auka ílát? Í alvöru talað?
Bætið selleríhvítkálinu við!
HRÆRA
Teygið ykkurs svo í Chiafræin ykkar, nú eða hörfræ, eða hafra eða köttinn eða kallinn... kvendið, hvað sem er. Hellið fræjunum ákveðið, mjög ákveðið út í gjörninginn ásamt 2 töppum af vanillu Torani, 1 tsk ómægod3 lýsi og dass af vatni.
HRÆRA
Hmm... hvað svo.
Jú... epli. EPLI... JÁ!!!
EEEEPLIIIIIIII
WHEEEEEEEEEEE
Uuuu... afsakið. Fékk smá gleðitryllingskast þarna. Epli hafa þessi áhrif á mig.
Skerið grænildið smátt eða maukið. Samt skemmtilegra að hafa smá eplakram!
Ekki atómskera eplið.
Þið eigið eftir að þakka mér fyrir þetta tips seinna.
Treystið mér bara. Við viljum eplabita í skyrið okkar.
HRÆRA
Svo viljum við fá okkur smávegis bláber í staðinn fyrir vínber því bláber eru gleðiber.
Ekki horfa svona á mig, þau eru það ber-a!
HRÆRAMEIRA
Nú megið þið borða... og njóta!
Ég mæli samt með því að þið leyfið Chiasprengjunum að vinna sitt þykkildisverk. Það er punkturinn yfir chiaskyrið.
Ég þurfti þó að bíða til, jah, núna! Í gærkveldi lokaði ég Valdorfboxinu með græðgisglampa í augunum sem gæti mögulega hafa endurspeglast í tunglinu.
NOHM... Óguð!Þetta var svo ljúft.
Væri Gúmmulaðihellirinn með sítrónur á lager hefði börkurinn komið sér eftirsjáanlegal vel í þessari blöndu.
Ómyndaðar valhnetur fylgdu átinu fyrir eintóma hamingju og áferðagleði en engar "in action" myndir til sökum græðgi. Ég biðst afsökunarforláts.
Grænt í vömbina og klukkan ekki orðin 8! Já það held ég nú.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Grænmeti, Morgunmatur, Skyr | Breytt s.d. kl. 07:44 | Facebook
Athugasemdir
Hellirðu í alvörunni lýsi út á þetta? Er það virkilega gott? :)
Sigrún (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 08:37
Jamm. Finnur ekki fyrir því. Kemur léttur sítrónukeimur, allt og sumt :)
Og svo ég taki það fram, þá er þetta omega3 lýsi með sítrónubragði =
Elín Helga Egilsdóttir, 19.1.2011 kl. 09:00
Mig langar allt í einu í lime skyr kannski með berjum og eplum þegar maður sér þetta :)
Ragnar (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 09:57
Ohh svona sítrónu/lime skyr eru æði!
Með vanillu torani, sítrónusafa/limesafa, smá sítrónuberki, chia, möndlum og bláberjum = næsti bær við alsælu. Ég segi það satt.
Elín Helga Egilsdóttir, 19.1.2011 kl. 10:20
Mmhhhhmmmm.... Ertu með vinnusendingaþjónustu???
Erna (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 11:10
Þú hefur ekkert venjulegt hugmyndaflug!!!!!!!!!!!!
Fríða (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 11:37
hvar fær maður chia finn það hvergi
billa (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 11:55
Erna: Að sjálfsögðu! Ég skal trodda þessu gegnum bréfalúguna! :)
Fríða: Valdorfskyr mínus rjóminn - þetta var ægilega gott :)
Billa: Fann dýrari dollu en hvítuna úr augunum á þér í heilsuhúsinu smáratorgi, minnir mig að það heitir. "heilsubúiðin" hliðina á lyfju.
Elín Helga Egilsdóttir, 19.1.2011 kl. 13:28
Seturu hvítkál í Waldrofinn? Ha? Í alvöru?
Waldorfinn minn er epli, vínber, sellerý, valhnetur, sherry, rjómi, sýrður rjómi og majónes. Get ekki ímyndað mér að hvítkál sé gott meðissu.
Hugsa að waldrofskyr yrði gott án hvítkálsins... hvítkál er gott með fisk ;)
Hulda B. (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 13:41
Neiiii reyndar ekki.
Hvítkálið er laumufarþegi í þessum gjörning. Plummar sig bara svo ógeðslega vel með selleríinu. Ekki að það skipti máli þegar maður tekur selleríhvítkálið og maukar í öreyndir. Þú finnur ekki fyrir grænmetinu :)
Elín Helga Egilsdóttir, 19.1.2011 kl. 14:03
Eða öreindir... ég haaaata y!
Elín Helga Egilsdóttir, 19.1.2011 kl. 14:04
Ég fann Chia fræ í Krónunni á Höfðanum í haust... kostaði reyndar alveg uhh slatta en endist vel :-)
Dagný Ásta (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 14:08
Ég er reyndar spenntari fyrir lime berki en þetta hljómar of spennandi, verður klárlega prófað við tækifæri :)
Ragnar (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 14:09
ÓMÆGOD. hvernig færð þú allar þessar hugmyndir stelpa!!
þarf að búa til sér möppu í tölvunni sem fær að heita ellahelga-uppskriftir.
takk fyrir æði-blogg
Svana (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 23:44
Mmmm þetta er girnilegt! Hvar færðu Torani sýrópið? Mig minnti að þú fengir það í Krónunni en fann það hvergi um daginn. Er bara hægt að fá þannig með vanillubragði?
Hanna (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 23:48
Dagný: Snilld! Vissi það ekki - ætla að kíkja þangað við tækifæri :D
Ragnar: Um að gera. Verður ekki svikinn... eða vonsvikinn :)
Svana: Hahahh... svo lengi sem þér líkar og þær nýtast þá er ég eitt ofurkátt átvagl :)
Hanna: Jú einmitt. Krónunni. Hægt að fá vanillu, karamellu, súkkulaði og heslihnetu. Hef ekki fundið aðrar sykurlausar tegundir þar.
Elín Helga Egilsdóttir, 20.1.2011 kl. 08:40
Hvar færðu svona Chiafræ???
Kristín (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 21:03
Ég er búin að vera laumu lesandi þessa bloggs í ca ár. Sá þessa uppskrift hjá þér og varð að prófa. Skyrið er í ísskápnum að "gerjast" eins og er. Get ekki beðið eftir að smakka þetta í fyrramálið! Vildi líka þakka þér fyrir að setja þetta svona á internetið, hefur hjálpað mér aðeins í að skoða betur mitt mataræði. :)
Anna (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 22:12
það var lítið :-)
Btw ég hef séð Torani sýrópið í Hagkaup líka, hjá kaffinu :-) kostar ca 800kr flaskan.
Ella þú hefur gjörbreytt hafragrautarmenningunni hjá mér það er alveg á tæru! Er ekkert smá ánægð að hafa þurft að bíða eftir klipparanum mínum og "neyðst" til að skoða séð og heyrt fyrir ca ári síðan og lesið þar um bloggið þitt!
Dagný Ásta (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.