7.1.2011 | 22:12
Glæný 40 ára panna
Sjáið hvað hún er geggjaðslega fín!
Svona gersemi er ekkert nema gleðin einar að hafa til taks í sínu sérlega eldhúsi.
Amma mín átti hana!
Pönnsur eru fyrirsjáanlegar í nánustu framtíð! Mikið... af pönnsum!
Skotbolti með vinnunni á morgun. Lasagna og smá spælingar í bland.
En núna - kerti, leti, Juno.
Ahh!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Uppáhalds | Facebook
Athugasemdir
OMG, mamma er að horfa á Juno líka í þessum töluðum. Tilviljun eða the universe speaking?
INam (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 23:01
Þetta eru snilldar pönnur! á einmitt eina svona sem tengdaamma átti ;)
(Getur maður ekki alveg sagt tengdaamma eins og tengdamamma ;) )
Þuríður (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 23:59
Nei góa mín, það var sko amma mín sem átti honum - sum sé langan þín
dossan (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 03:56
Ég get ekki lifað án minnar al-íslensku pönnuköku pönnu til að gera eggjahvítupönnsur..... það er örugglega ekki til víðförlari panna, því ég tek hana með þegar ég ferðast. Núna er hún með mér í Norge :)
Ragnhildur Þórðardóttir, 8.1.2011 kl. 07:39
ekki bara pönnsur, heldur líka Naan brauð, en það er best í heimi að gera þau á svona pönnu :)
Bara fara út á svalir svo íbúðin sótist ekki öll :)
Barbietec (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 11:22
Ohh yndislega panna ! Akkúraaat eins og ég nota fyrir eggjahvítupönnsurnar mínar :D Elsk elsk elsk !
En að einni vangaveltu..ég er gífurlegur kjúklinga-étari ! Elska kjúlla og gæti borðað hann daglega..en mig vantar að borða líka kjöööt...sem er ekki fuglakjöt. Vantar svoldið járn t.d. Hvernig kjöt er best fyrir mig að borða ? (fyrir vöðvauppbyggingu) Og hvernig er hollast að matreiða þau ? Eins og þú gerir... sé í sumum bloggum þínum þar sem þú ert með voða girnó salat og svo eitthvert kjötstykki með því :) ?
tanja (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 12:04
Hey! Hefur þú prófað að gera ommulettu í vöfflujárninu þínu :)
Try it!.. furðulega gott!! bara passaðu að setja ekki of mikið í járnið svo það flæði ekki út um allt :)
Barbietec (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 12:14
Þessar pönnukökupönnur eru einstakar, hef notað mina mikið í allt annað en hefbundnar pönnsur.
Tanja rautt kjöt er járnríkt - t.d. lamba- og nauta. Innmatur eins og lifur.
Berbietec góð hugmynd :-)
Unnur (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 16:04
Inam: Held það hafi verið alheimurinn!
Þuríður: hahh! Jú. Það held ég nú. Tengdaömmur eru góðar ömmur.
Dossa: Var það? Nú ef svo er, þá er hún töluvert eldri en 40.
Ragga: Enda er ég hérna í skýjunum. Ef það er eitthvað af eldhúsdrallinu mínu sem mér "þykir vænt um", þá er það þessi bjútíbomba.
Barbietec: Já, mjög djúsí hugmyndir. Á reynar ekki vöfflujárn - þyrfti liklegast að redda því á næstunni :P
Tanja: Jú, eins og Unnur segir. Ég ræðst hinsvegar alltaf á roastbeef, nautalundir (lundir af hvaða dýri svosum) eða nautahakk, 4% feitt. Getur fengið það hjá t.d. Kjöthöllinni. :)
Unnur: Gersemi!
Elín Helga Egilsdóttir, 8.1.2011 kl. 19:05
Þó þau séu marineruð eða krydduð, er það allt í lagi ? Skellir maður þessu bara beint í ofninn eða eitthvað svoleiðis :Þ
tanja (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 20:35
Já eeelskan mín sko. Kryddaðu þetta eins og þú vilt! Skalt kannski varast sykraðar marineringar. Best að krydda barasta sjálfur.
Hakk nota ég t.d. í bolognese sósur/ragú, bý til burger, blanda saman við grænmeti ofr. Roastbeef borða ég yfirleitt eitt og sér með steiktu grænmeti eða í samloku. Hitt er bakað inn í ofni, grillað, steikt... bara... take your pick :)
Elín Helga Egilsdóttir, 8.1.2011 kl. 21:24
já ég var einmitt að fá mína núna í jólagjöf. smá byrjunarörðuleikar. vona að þetta fari að hafast ekki alveg að meika brenndar pönnsur dag eftir dag
Heba Maren (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 23:14
Ég reyndi einmitt eggjahvítu - vöfflur um daginn og það flæddi út um allt.... takk fyrir tipsið.... setja minna í járnið næste gang :)
Tanja:
http://blog.eyjan.is/ragganagli/2009/10/11/muuuu/
http://blog.eyjan.is/ragganagli/2010/03/10/roast-beef-og-de-søde-kartofler/
Naut, folald,hrefna, lifur... passaðu þig á lambinu, það er mun feitara en annað kjöt = 20g fita í 100g en fínt í hófi. Kryddaðu eins og vindurinn og marineraðu upp úr hollustu: sesamolíu, ólífuolíu, sojasósu, Kikkoman Teriyaki und so weiter.
Ragnhildur Þórðardóttir, 9.1.2011 kl. 08:09
Helvítis skotbolti
Hraustur (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.