Staðreyndir

Ef ég er með lúku fulla af klinki og mér verður á að missa eitt klinkið (eitt klink = einn peningur) þá er það ávallt gullpeningur af einhverju tagi. Sömu sögu er að segja um brauðsneið með sultu. Sneiðin dettur alltaf rakleiðis á sultuhliðina... og nei, eðlisfræði hefur ekkert um þetta mál að segja gott fólk!!

Það skiptir engu máli hversu lítið ég reyni að fá mér af Royal súkkulaðibúðing, það mun alltaf vera of mikið.

Sú innsláttarvilla, að segjast vera "8000 klónum fátækari" en meina 8000 krónum, er ógeðslega fyndin og það er ekki hægt annað en að hlæja að henni... amk flissa! Ekki reyna að neita því!

Hvort heldur sem er, frí, skóli, vinna eða eitthvað annað, þá er alltaf, ég endurtek, alltaf gott þegar það er kominn föstudagur!

Og af því að það er föstudagur, þá ætla ég að deila með ykkur einni af uppáhalds síðunum mínum! Þið megið þakka mér seinna... ójá!

TASTESPOTTING

Það eru til þrír Aspasar á Íslandi. ÞRÍR! Amk sem ég veit af! Missti ekki af kjörnu tækifæri í þetta skiptið og smellti mynd af vel metnum skáfrænda!

aspasarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha lendi ansi oft í því að vera hugsa um eitthvað ákveðið og mismæla mig svo svakalega! ;) 

alger snilld þessi tastespotting!! :D ekkert smá girnó allar súkkulaðikökurnar namm!! gleymdi greinilega að halda hann hátíðlegan :/

gleðilegan  föstudag! :)

Dísa (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 19:58

2 identicon

...... mér fannst líka ógeðslega fyndið þegar ég var að lesa yfir ferilskrá hjá pabba.... þar stóð að hann hefði verið stjórnarmaur í einhverju fyrirtæki......hahahahaha

Hulda (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 21:56

3 Smámynd: Vendetta

Varðandi brauðsneiðina, veiztu að eitt af lögmálum Murphy's hljóðar:

The probability of a slice of bread landing on the floor with the buttered side down is proportional to the value of the carpet.

Vendetta, 29.1.2011 kl. 01:01

4 Smámynd: Vendetta

Afsakaðu klúðrið með leturstærðina, þetta er copy-paste villa. Nú er ég víst kominn í þinn félagsskap

Vendetta, 29.1.2011 kl. 01:03

5 identicon

Það er einn aspas á bílastæðinu fyrir framan húsið mitt :)

Steinunn (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 18:42

6 identicon

Elsku Ella ofur:)

Mig langar að bera smá undir þig. Ég ætla mér að léttast - þarf að léttast. Er um 170 og í kringum 80 kg núna! Ég er í skóla frá 8 til fimm á daginn og í mötuneyti. Maturinn hér er þó í hollari kanntinum, sem betur fer. Ég ætla að reyna að minnka all verulega brauðát og sykur - allavega sleppa öllu nammi áti. Ég er að horfa á að vera orðin örlítið sáttari með mig allavega í mai. Möguleikinn á því að hreyfa sig er því helst á morgnana og það hentar mér vel þó erfitt sé að fara á fætur. Ég hef því verið að fara í sund um hálf sex. Hvað heldur þú að ég þurfi að synda lengi í senn (stanslaust með kannski 15-30 sek stoppi öðru hverju) og hversu oft í viku? Ég hef verið að synda í 30 mín og taka svo 10-20 mín í teygjur og aðrar sundæfingar. Enda svo á 10 mín í gufu. Á gufa ekki að vera góð til að losa sig við bjúg? Er mjög slæm hvað bjúgsöfnun varðar. Ég hef sem sagt verið að stefna á að fara 4-5 í viku í sund á morgnana.

 Væri æðislegt að fá smá ráð hjá þér. Þú ert að standa þig svo vel! Dáist af þér :)

Hildur (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 08:26

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Dísa: Tastespotting er kóngurinn! Svolítði erfitt að skoða hana samt án þess að vera með sleftaumana langleiðina aftur á bak.

Hulda: hahaha Stjórnarmaurar eru góðir maurar ;)

Vendetta: Ég ætla að festa þessa eðalsetningu í minni hahh!

Steinunn: Magnað hvað maður rekst á mikið af þessum bílum þegar maður í raun "leitar" af þeim. Hefði aldrei trúað því að nokkur myndi flytja inn meira en eitt stykki af þessu annars eðal eintaki af hjólvagni ;)

Hildur: Það að sleppa, amk hvítu brauði, og nammi hljómar ægilega vel í mínum eyrum. Hversu lengi þú þarft að synda er í raun bara undir þér komið. Held það sé enginn ákveðinn "tími" sem segir til um hversu mikið þú léttist á viku heldur ákveð æfingarinnar. Ertu að synda skriðsund, bringusund? Ertu að synda "þægilega" eða nærðu púlsinum almennilega upp á meðan þú ert að synda?

Öll hreyfing er betri en engin svo ég segi nú bara "keep up the good work", þá sérstaklega ef þetta er eitthvað sem hentar þér og þér þykir skemmtilegt.

Hvað bjúg og gufu varðar verð ég því miður að yppa öxlum yfir, veit það því miður ekki.

Þú gætir kannski prófað að fara út að hlaupa 1 - 2x í viku? Hefur þú prófað það? Janvel taka eina "Stunu" til að sjokkera systemið svolítið? Taka magaæfingar í og með.

Ertu bara að stefna á að létta þig?

Elín Helga Egilsdóttir, 2.2.2011 kl. 15:03

8 identicon

Já ég ætla að forðast allt hvítt brauð en ef ég gæti haldið grófu og brúnu inni þá væri það æðislegt - finnst það of gott;) Ég er aðalega að synda bringusund en ætla að bæta skriðsundi og baksundi svo við - með tímanum. Finn að ég hef alveg nokkuð gaman af því að synda en hef lítið gert það í gegnum tíðina, þannig séð. Áður hef ég alltaf farið út að skokka eða ganga rösklega ef nennan hefur ekki verið mikil. Ætla að reyna að gera það áfram 2-3 í viku en það er búið að vera svo ótrúlega kalt hér (er ekki á Íslandi) og enþá erfiðra að hafa sig út á morgnana í kuldan til að hlaupa;) Ég er farin að taka nokkuð á þegar ég syndi núna en er samt að passa mig á því að pína mig ekki áfram svo mér fari að finnast þetta leiðinlegt. En næ púlsinum upp. Hef verið að að gera magaæfingar, rass-æfingar og armbeygjur o.s.frv. með en mætti vera dugleri við að skipuleggja tíma fyrir það.

 Ákvað að fara að drífa mig í sund vegna þess að ég las held ég einhversstaðar að maður brenndi ágætlega á meðan á sundi stendur og losnar betur við bjúg...

 Ég er jú aðalega að stefna á að reyna að létta mig - en hraustur líkami í kjölfarið er plús! Hingað til hefur hugarfarið spilað svolítið með mig og hvað þetta allt varðar - gengið þess vegna mis vel. Hugarfarið er svo stór þáttur þegar maður ætlar sér að tileinka sér lífstíl og vera sáttur með sjálfan sig. Svo ég er ein af þessum sem er að reyna að sigra hugarfarið, bæta það og bæta mig :)

Markmiðið er allavega að sjá einhvern árangur í mai - og vera sáttari með sjálfan mig.

Takk fyrir góð ráð :)

Hildur (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband