Grænmetisgleði

Í öllum fomum, myndum, gerðum og eitthvað meira skemmtilegt.

Nema kannski grænmetissafi. Get svo svarið það gott fólk. Hef ekki komist upp á lagið með að drekka slíkt.

Svo... komum okkur að efninu.

Í kvöld átti þetta sér stað.

Sjáið nú hvað það er glæsilega fínt rauðkálið.

Rauðlauksgleði

Allir saman saman ofan í fat ásamt olíu, salti og vel völdum kryddum. Basilika þar með talin.

Elska... elska basiliku.

grænmeti á leið í sólbað

Inn í 200 gráðu heitan ofn í 30 - 40 mínútur.

Voila!

grænt er gott

Skál, roastbeef, kotasæla, honey dojon og steinselja.

Nohm

Fullkomið át!

Mmmhmmm

Nota svo afgangana í eitthvað gott jukk sem framtíðin ein mun bera í skauti sér.

Sjáum hvað gerist á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ella

Mig langar svo að spyrja, ertu til í að segja mér og lesendum hvaða krydd þú notar á ofnbakað grænmeti? Ég er alltaf föst í sama kryddinu og langar að prófa eitthvað nýtt :)

María (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 22:21

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég er óskaplega hefðbundinn grænmetiskryddari :)

En, þú getur í raun kryddað grænmetið þitt með hvaða kryddum sem er - sem kitla bragðlaukana.

  1. Gott karrý á t.d. rótargrænmeti og/eða blómkál er æði.
  2. Timian, rósmarín + olífu olía klikkar aldrei.
  3. kanilblanda með negul, múskati, cumin...
  4. cumin, kóríander, chilli, paprika, kanill, allspice, cayenne pipar, engifer, negull, hunang. Æðislegt. eitthvað sem ég fann á netrápi.
  5. rósmarín + sítróna
  6. balsamic edik + dijon, negull, olífu olía,basil,timian, hvítlaukur = <3
  7. hvítlaukur, olífu olía, oregano, timian, rósmarín, all purpose krydd (mjög gott svona smoked maldon sea salt), gróft sinnep eða sinnepsfræ, sítróna
  8. sætar kartöflur = negull eða kanill eða paprika eða chipotle
  9. venjulegar = hvítlaukur og basil, minta og salvía
  10. kál = kóríander, kumin
  11. gulrætur = cumin, salvía, engifer
  12. brokkolí= baisl, oregano
  13. ofr....

Svo að sjálfsögðualltaf að salta og pipra :)

Svo margt sem kemur til greina, bara leika sér.

Einhver sem á uppáhalds blöndu?

Elín Helga Egilsdóttir, 17.12.2010 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband