Jólafárið

Jóla f. árið = Jóla fyrir árið?

Alveg að gera útavið þetta, greinilega, fyrrum heilsuátaksæfingaráeinariblogg!

Næstum því!

Þetta er samt svo gaman! Baka! Hvað ég eeelska að baka.

Eitthvað við það að geta blandað saman smjöri, sykri, hveiti og hamingju og úr verður kaka! Pönnsa! Muffins! Terta! Brauð.... svo ég tali nú ekki um ilminn sem leggur um húsið við gjörninginn.

Ohhh! Lykt af smjörblönduðum sykri. Gerlykt við brauðgerð... heimilislegt!

Jæja. Til að snúdda þessu aðeins við. Fá smá jafnvægi. Þó svo pistlar síðusta daga vinni upp sykur- og smjörstig þessa bloggs svo ríflega að allar "hollustufærslur" samanborið við kaloríubomburnar enda á núllpunkti - og ekki er allt búið enn!

EN

Smábrennsla í morgun sökum einskærrar leti, en smábrennsla engu að síður. Upp í vinnu í grautarmall. Hræringur af næstbestu-sort, næstbesu vegna ó-skyrsins.

skyr og grautur

Hádegisfundur!

Dóninn hið innra lét sér ekki segjast og mætti galvaskur á samkomuna með matinn sinn. Heppilegt að vinnufólkið mitt er sérlega almennilegt og vel af guði gert!

Vantar reynar Rip, Rap og Andrés Önd inn á þessa mynd. Þeir voru gleyptir í heilu, á leiðinni á fundinn blessaðan. Soðnar kjötfarsbollur áttu ekki hug minn allan þennan daginn en soðna hvítkálið sem fylgdi er önnur saga.

Er með hvítkálsblæti á hágu stigi þessa dagana! Ugh!

Græna hádegisfjallið

Eftirmiðdagurinn kemur svo til með að samanstanda af einum Karvelio. Skemmtileg æfing í dag.

Karvelio gærdagsins var þó alveg jafn erfiður og fyrir viku síðan. Uss. Eins og ég væri nýkomin úr sturtu eftir atið. Bara gaman að því. Var meira að segja komin með blóðbragð í hálsinn.

Gott eða slæmt?

Hið minnsta góður áreynslumælikvarði. Bandit

Alveg að fara koma tími á ískalda ofureplið sem bíður mín inn í ísskáp. Aaalveg að fara að koma tími.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er með fáránlega góða humgynd! Ég og þú tökum eina stunuæfingu (vá þetta gæti misskilist á svo marga máta) eða eitthvað sem þú velur milli jóla og nýárs! What you say?

Inam (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 15:25

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

I SAY YAY!

Líst vel á þetta plan mín kæra! Skófla af sér smávegis af jólamörinni! ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 14.12.2010 kl. 19:15

3 identicon

Ég bakaði hafrakökurnar .Með speltmjöli og eggi,hnetur,rúsínum OG SÚKKULAÐI.Þær kláruðust á sólarhring.Takk fyrir skemmtilegt blogg og frábærar uppskriftir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 19:18

4 identicon

sökum þess að ég nenni ekki að þræða matarbloggið þitt á enda veraldar þá langar mig að deila með þér uppgötvun minni sem gerðist seinni partinn í dag og það tengist mat.... döh...kannski ert þú búin að uppgötva það fyrir lifandislöngu... hver veit.. :P fæ vonandi að vita það eftir þetta komment mitt.. :P

Ég uppgötvaði það að ef ég hræri út  GRS-5 prótein (ég er með vsnilludúnk eins og er) með smá hreinu íslensku vatni þá fæ ég skemmtilega búðings áferð á próteini, svona eins og Royal vanillu búðingur á bragðið og í áferð... ooooog ef ég bæti við 2 msk af skyri (MS skyr bláberja, þú veist þetta gamla góða) og hrærir vel saman við próteinblöndubúðinginn þá fæ ég út SJÚKLEGA GÓÐANN BÚÐING! .. og NB ég er ekki mikið fyrir búðing... hehe ef þú hefur ekki prufað þetta.. þá mæli ég með því fyrir þig að prufa .. mmmmmmm...

kv.

Jóhanna Hlín (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 20:28

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Birna Dís: Oh mín er ánægjan mín kæra :) Takk fyrir að leyfa mér að heyra að kökurnar hafi heppnast vel. Ekkert nema gaman að fá að vera "memm".

Jóhanna Hlin: Ohh jújú! Sjá t.d. hér! Ánægð með þig og takk fyrir þetta. GRS-5 er með snilldarinnar áferð!!!

Elín Helga Egilsdóttir, 14.12.2010 kl. 21:34

6 identicon

ó mæ ó mæ.. þetta ætla ég að prufa e-n tímann :D

Jóhanna Hlín (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband