13.12.2010 | 10:26
Æfingin skapar meistarann
Mikið satt, ekki logið.
Þannig er það nú bara. Æfing - meistari, æfing - meistari... nema þú sért með yfirnáttúruelga hæfilega til að aðlaga þig að hverskonar aðstæðum og tæklir vandamál með litlu tánni einnisaman.
Sem væri stórmerkilegt að sjá!
Eftir komment frá henni Jóhönnu Hlín og tvö ímeil, sem bárust mér um helgina, frá einstaklingum sem vildu vita hvernig mér þætti best að "æfa" mig í hinum ýmsustu... æfingum?
Að auki við æfingar vikunnar, stundaði ég (stunda) það iðulega, þegar ég var fokvond yfir því að geta ekki gert hnébeygju á einari, að taka eina eða tvær tilraunir þegar ég fór t.d. á klósettið í vinnunni!
Jú ég gerði það víst!!
Klósett - þvo hendur - hnébeygjur.
Hélt mér dauðahaldi í hurðahúninn og hlammaðist niður trekk í trekk. Hurðahúnninn gekk í bylgjum og fólk hélt að klósettið væri andsetið. Sérstaklega þegar undirrituð gekk út fnasandi hástöfum með svitaperlur á enninu!
- Grunlaust vinnufólk: "Guð minn góður Elín... hvað gekk á? Var þetta erfið fæðing?"
- Átvaglið: "NEI... ég var ekki að gera númer 18,2 og NEI, engar baunir í gær"
Mitt ráð til þín!
Notaðu lausan tíma yfir daginn og æfðu þig í að gera t.d. armbeygjur. Þó það séu ekki nema bara 5 stykki, hér og þar. Inn í stofu, eldhúsi... hræra í grautinn og á meðan hann mallar, reyna við eitt stykki Pistol (einars hnébeygja) á meðan.
Eftir æfingu, prófa að hífa þig upp í eitt skipti. Gera þetta í hvert skipti sem þú ferð á æfingu, jafnvel þegar þú ert í göngutúr og séð girnilegan upphífaingarstað - prófa.
Ég geri þetta reglulega, þegar ég get, þegar ég man. Stundum er það í formi armbeygja með allskonar twisti - staggered, fætur upp, superman, armbeygja á einari. Upphífingar áttu sér reglulega stað í Gúmmulaðihöllinni, 3 - 4 mánuði kannski, móður til ævarandi hamingju og gleði.
- "Elín Helga, þú færð svo feitast að mála þennan póst þegar þar að kemur!"
Pistol er búið að vera mallandi project í tæpa tvo mánuði og loksins er ég búin að ná tökum á því! Kannski ekki fallegasta form af pistol, en það kemur með áframhaldandi... klósettferðum!
Ahhh - hvað er næst? Hmm... armbeygja á einari held ég.
- Upphífingar eru áframhaldandi verkefni. Stefni á að ná amk. 5 dauðum í röð.
- Pistol, 10 í röð á hvorum fæti fyrir sig, að auki við gullfalegt og óaðfinnanlegt form.
Jú, vitið þið, ég held það barasta. Næst á dagskrá -> armbeygja á einari!
Byrja á hnjánum og vinn mig upp. Kannski sá draumur verði að veruleika vor.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hugleiðingar, Ræktarstúss | Breytt s.d. kl. 13:05 | Facebook
Athugasemdir
Ohhh.... mér finnst bara allt svo erfitt með einari ! En nú skal verða breyting á
Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 11:38
Haha þú ert yndisleg ! :D
Frábært að lesa bloggin þín og by the way !... Eggjahvítuprótein pönnsan þín með banana, rúslum og sósu... uuuuu NAMMI !
Mig langaði að spurja líka hvernig nærðu að gera prótein BÚÐING ? Er það blandarinn minn sem á erfitt eða er það próteinið ? Ég set 2 skeiðar af próteini sem er 25ml + 25ml.. og svo bara smá vatn, en verður alltaf svo þunnt og aumingjalegt :(
Tanja Mist (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 12:45
Snillingur! Það verður sko Pistol æfing eftir venjulegar æfingar héðan í frá og svo armbeygjur á einari fyrir svefninn! (get dauðar upphífingar, þarf ekki að æfa það múhaha.. )
Jólakökurnar í ár eru svo Makkarónurnar þínar (hafrar og kókos) og súkkulaðibitakökurnar.. geggjað gott og næstum löglegt! :D
SÓ (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 18:08
Bloggið þitt er hér með bannað nema í kringum nammidaga!
Þetta er ótækt hvað mikið gúmmelaði rúllar hér í gegn, ég þarf að fá mér vatnshelt lyklaborð!
Annars lýst mér vel á armbeygju á einar og spái henni fyr heldur en undir sumar, jafnvel bara páska! Spurningin er bara; þorir þú?!?!
Fannar Karvel (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 21:22
Vala Árnadóttir: Jáá!! Eeendilega láttu mig vita hvernig til tekst! ;)
Tanja Mist: Ég skelli próteininu mínu bara í skál og svo dropa og dropa af vatni í senn. Kannski 1 skeið prótein + 1/2 msk vatn, og sjá hvað gerist. Sumt prótein tekur öðruvísi við. Svo er að sjálfsögðu sóðalegur guðmundur að setja hnetusmjör út í próteinið sitt + smá vatn.. uss! Skúbba upp með eplasneiðum... herre gud.
SÓ: Oj hvað ég öfunda þig af upphífelsinu kona! Þarf að tækla það betur og mér lýst eiturvel á planið þitt... bæði hvað æfingar og kökur varðar ;D
Fannarinn: Hahh! Ég þarf að gefa þér afleggjara þegar að kökubakstri kemur!
Og já maður!! Count me in double * rjómi og með því!! Einars armbeygja, og án efa eitthvað í bland, um páskana! Fast, slegið!
Elín Helga Egilsdóttir, 14.12.2010 kl. 10:52
We've got ourselves a plan ;)
Fannar Karvel (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.