25.11.2010 | 14:49
Vottur af pirring
Jæja, vonandi gott fólk - vonandi verður Gúmmulaðihellirinn prýddur interneti í lok dags.
Ekki nema 20 dagar síðan ég bað um að því yrði reddað. Gott stöff það! Enginn pirringur... neinei, regnbogar, hvolpar og eitthvað annað sem er krúttaralegt og sætt.
Kræst! Ég meina... haaalalujah! Preiis ðe lord!
Byrjaði þó daginn á einhverju sem ég hef ekki gert í mjög langan tíma.
Morgunbrennslu!
Síðan ég byrjaði á Stunuæfingum + fjarþjálfun hjá mister Karvelio þá hef ég ekki stundað eiginlega brennslu. Mánuður. Kannski einn og hálfur! Jáhákvætt takk fyrir.
En jú, byrjaði þennan líka eðalfína internetdag á morgunbrennslu og hræring! Vinnuhræring beint í æð eftir hamaganginn!
HRÆRA!!
Hádegismatur voru 6 tonn af grænmeti og, jah, meira grænmeti. Grænmetis- baunaréttir. Undirrituð gleymdi mynd í æðibunugangi hádegisátsins. Það vill oft gerast í spenningnum! Því var einni smellt af gumsinu í heild sinni.
Og núna var ég að enda við að sporðrenna góðgætinu á þessum disk. Margfaldið hnetuskammtinn með 2.31. Þær eru að fela sig undir salatinu bansettar!
Um helgina verður svo árleg Þakkargjörðarháðtíð okkar vinanna! Ég hef einsett mér að útbúa svaðalegustu sykurbombueftirrétti ársins 2011! Eða svo gott sem!
Einhvurslags ostakaka, þó helst graskers, ásamt pecan pie og leynigesti.
Kalkúnn, sætar með sykurpúðum, valdorf, fylling, hamingja og gleði.
Laugardagurinn verður svaðalegur!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Heilsdagsát | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
Athugasemdir
Brennsla? Er það e-ð ofan á brauð?
Fannar Karvel (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 20:59
hahaha
Svoo gleðilegt að stunda svo gott sem núll % SS brennslu... stundum er hún samt ágætis leið til að dreifa huganum, ef ástandið er þannig
Elín Helga Egilsdóttir, 25.11.2010 kl. 21:56
True, true :)
Fannar Karvel (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 23:25
Hlakka til að fá þessa bombu á morgun!! :D Til hamingju með internetið!
Erna (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 14:16
OMG internetlaus í svona langan tíma. hvað gerðiru til að verðskulda slíka refsingu ...... það eru bara hörðustu krimmar sem lenda í svona ... ;)
Ólína (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.