Ofuræfingar og annað í stíl

Karvelio æfingarnar eru ekkert nema gleði og eftir fyrsta snúning, þar sem ég hef tekið í hendina á þeim öllum og farin að færa mig upp á skaftið hvað varðar þyngdir og annað, þá eru þær eiginlega bara, jah, núll gleði! Í góðum skilningi þó.

Þessi hérna er t.d. viðbjóður! Muna bara að halda forminu, vera með kviðinn spenntan og ekki sveigju á bakinu - eins og undirrituð á til að gera þegar hún er orðin þreytt!

Sveiþérkerling!

Sprettirnir sem hann lætur mig gera eru líka hræðilegir! Byrja svo sakleysislega en leysast upp í vitleysu og djöfulgangi þar sem óviðráðanlegir útlimir sveiflast í allar áttir. Móð, másandi, hvásandi.

Allskonar boltaköst eiga sér einnig stað sem fá axlir og handleggi til að veina. Þó svo köstin líti krúttaralega út á blaði, þá eiga þau síðasta orðið. Langsamlega síðasta orðið. Svo þarf ég víst að muna að vera "reiðari" eins og meistarinn sjálfur orðaði það!! Helst fleygja boltanum af svo miklu alefli í gólfið að eftir situr hola... gígur, þar sem sem áður var flatlendi og gróin jörð. Ég á það til að vera ægilega góð við sjálfa mig - skömm að segja frá.

Annars er hann með sérlega skemmtilegan og hnitmiðaðan millimálspistil. Hleðslan greip athyglisspanið hjá undirritaðri. Hleðsla og súkk-prótein! Hef ekki reynt á hleðsluna en heyri ekkert nema góða hluti! Það verður því tekið í trýnið eftir æfingu á eftir!

Tilraun vikunnar:

Prófið að vera meðvituð um það hvernig þið beitið ykkur í daglegum athöfnum, eins og t.d. að setja í vélina og taka úr henni aftur, reima skóna, teygja sig upp í skáp eftir kaffibolla ofr.

Var að setja í vélina um daginn og beygja mig ofan í neðri skúffu til að ná í nokkra diska, prófaði að spenna kviðinn og rétta úr bakinu, fann heilmikinn mun á líkamsstöðunni. Nokkuð magnað hvað maður á það til að "beita" sér vitlaust við hin ýmsu verk - ekki það að maður þurfi að líta út eins og grískur guð þegar uppvask á sér stað eða klósettþvottur. Almáttugur.

Þessi sérlega ómerka uppgötvun mín "auðveldaði" verkið að sjálfsögðu ekki á nokkurn hátt, en bara það, að beita sér rétt og nýta æskilega vöðva við tilteknar aðstæður, kenna þeim að nú sé þeirra að taka við, er eitthvað sem ég ætla að reyna að tileinka mér. Vera "meðvituð" um líkamsstöðuna. 

Eins og bara það að rétta úr bakinu við tölvuvinnu og ýta öxlunum aftur. Hefur heilmikið að segja.

Hver vill vera hokinn með kryppu um fertugt?

Inte jog!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, langaði að segja þér að uppskriftirnar þínar eru dásamlegar og ég var að baka Granola stangir áðan ! :D Þetta er mesta og besta nammi sem ég hef smakkað ! hehehe... mig langaði líka að vita hvort þú hefðir hugmynd um hitaeiningafjölda í einu svoleiðis stykki ?

Kær kveðja,

uppskrifta aðdáandi :D

Tanja Mist (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 23:41

2 identicon

Smá skokk lítið meira, hvaða væll er þetta kerling :)

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 09:22

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Tanja Mist: Ohh takk fyrir það mín kæra. Gott að þér líkar vel :) Ætli he. séu ekki í kringum 180, um það bil. Fer allt eftir stærð stykkjanna að sjálfsögðu. Skal reikna það út við tækifæri og posta hérna inn :)

Karvelio: "Viltekkibara kalla á vælubílinn...." Það er samt rétt, enginn væll, hlaupa meira.

Ég kem þó samt til með að væla undan róðrinum Fannar minn kær! Það - er dauðapíníng! Ég rétt næ fyrsta setti með 00:01 sek!

Elín Helga Egilsdóttir, 25.11.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband