22.11.2010 | 09:50
Einn tveir og byrja
Þá fer bröltinu á mér senn að ljúka og við taka venjubundin bloggskrif, át og almenn hamingja.
Hversu oft hef ég sagt þetta?
Fór í heljarinnar "helstu nauðsynjar" leiðangur núna um helgina og heljarinnar var hann. Neðangreind mynd sýnir einungis innvols þriggja burðarpoka af sex og bara litlu krúttaralegu hlutina sem komast jú í pokana blessaða, án þess að þeir rifni í öreyndir með tilhlaupi.
Og já, ef þið eruð að spá í því... þá teljast súkkulaðirúsínur, með dökku súkkulaði, vera stórkostlega mikilvægur partur af helstu nauðsynjum. Mjög... stór... partur! Fyrir almenna geðheilsu, heimilishald og allrahanda trall að sjálfsögðu!
Þið skuluð ekki efast um rök mín í þessum efnum! Þau eru óbrigðul!
Ys, þys, ves og með því einkennist af ómerkilegu áti, sökum yss og þyss og vess. Fyrsta máltíðin, í annars mjög hvítu eldhúsi, voru mjög hvítar eggjahvítur með balsamic-honey/dijon dressingu ásamt ómynduðum tómötum og gúrku - borðað eins og guð gerði ráð fyrir plús möndlur í tonnatali!
Kannski nokkrar súkk-rús í eftir, eftirrétt... mjög líklega kannski.
'Næstum því hænur' gúffaðar í einni af uppáhaldsskálunum með uppáhalds-át-áhaldinu!
Jájá, veit hvað þú ert að hugsa. "Oj þér Elín... næstum því hænur? Smekkleg!".
Hellirinn er þar af leiðandi svo gott sem standsettur. Vantar inn í hann ýmislegt sem kemur ekki í ljós fyrr en, jah, þú þarft á því að halda eins og ryksuga, ajax, teskeiðar, basil, hárbursti, ljósaperur, hamar... skyr! Um leið og internetið ástkæra er mætt á svæðið þá verður dýrið vígt með allskonar vitleysisgangi.
Vitleysisgangur verandi mjög vítt, óskilgreint hugtak.
Kemur allt með kalda vatninu.
Það gleður mig þó óendanlega að raða inn í eldhúsið blessað og núna, í fyrsta skipti, hef ég hálfgerða "búr" aðstöðu!! Hihiiii! Ég verð eins og íkorni að undirbúa sig fyrir veturinn á komandi mánuðum. Fékk móður mína ástkæra með mér í eldhúslið og við planlögðum eldurnaraðstöðuna eftir helstu kúnstarinnar reglum!
- Er hægt að standa á einum stað í eldhúsinu og vera í gripfæri við allt sem þú þarf mögulega að nota án þess að þú þurftir að færa þig úr stað??
Við erum mjög hard-core, fanatískir eldhúsnasistar við móðir mín.
"Þegar verið er að malla þá er gott að vera með krydd í gripfæri og bökunardót á heima saman og hérna er bein lína... svoleiðis þráðbein lína úr uppþvottavél í þennan skáp...".
Ahhh hvað eldhúsið er samt mitt uppáhalds!
Ábótavant er ástandið í þessari ágætu skúffu!
BÚRIÐ
*dramatískt undirspil*
Kom mér þó á óvart hversu mikið af eldhúsdralli ég í raun og veru á. Þó helst bökunartengdu eldhúsdralli! Flutningur úr Höllinni bestu yfir í Hellinn sýndi það og sannaði.
Eins stórkostlegt og safn mitt af bökunardralli er, þá er ísskápurinn sá sorglegasti norð-austan við Jemen. Hann er svo grátlegur aumingjans vesalingurinn að stúlkan með eldspýturnar bliknar í samanburði.
Það væri vel hægt að taka einn sveittan tryllings-villimannadans þarna inni án þess að skemmileggja nokkuð!
Jebb! Bergmál!
Jólin eru svo eftir mánuð... MÁNUÐ... og smákökugerð hinumegin við hæðina!
- Þið sem lesið þetta blogg með reglulegu millibili vitið náákvæmlega um hvað ég hugsa þegar ég segi "..hinumegin við hæðina"! Mitt innra einfalda sjálf flissar alltaf.
Kem til með að henda inn smáköku-uppskriftum síðast árs, sem fóru svo geypilega vel framhjá bloggheimum af einhverjum ástæðum. Sumsé, síðustu árs uppskriftir í bland við nýjar tilraunir og stúss. Þið skuluð þó vita að smákökur, þá sérstaklega jólasmákökur, eru aldrei - nokkurntíman - á "holla" listanum í Ellulandi!
Annars var Ossobuco í mömmumat í gær. Þetta er ein af ofursúpunum sem hún á það til að galdra fram og já, það eru sko galdrar þegar þessu kvikindi er sporðrennt!
Ómæhólýgodness!
Mömmusúpur eru svaðalegar, ég segi það satt. Uppáhalds þrjár eru humar-, kjöt- og svo þessi snilld!
Ásbúðar innskot:
Átvaglið á leið í bælið þegar síminn hringir.
- Átvagl: Mmm... halló... mamma?
- Múmfey: Sæl dóttir góð. Vildi bara láta þig vita að það er til Granóla og Sólskyns múslí uppí skáp sem ég keypti í dag.
- Átvagl: Uu.. hahh... takk fyrir upplýsingarnar en... af hverju komstu bara ekki inn í herbergi og sagðir mér frá því?
- Múmfey: Æji maður, ég er löt og komin undir sæng og þar er hlýtt og mér er heitt á tánum og ég nenni ekki fram og það er ófrásagt-múslí upp í skáp og ég nennti ekki að æpa í gegnum vegginn!
Ahh hvað hrossabjúgun eru eðalfín eintök!
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
Athugasemdir
*hóst*:)
nú vita allir að ég þjáist af leti...það er jákvætt og gott.
Greinilega ekkert sem é á eftir nema að fá öndunarvél í jólagjöf...og pepsimus maximus í æð takk förer!
da mama
latamama (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 10:26
Bwahahaha. Ég veit hvað þú hugsar. TARZAN.
Ætli ég sé sikk að vita það?
Annars, fyrsta skipt sem ég kommenta. Fylgist vel með þér. Sá þig í Sporthúsinu um daginn og þú ert mitt "módel". Ætla að segja hæ við þig næst Þorði því ekki síðast.
Elska hvernig þú skrifar. Takk fyrir mig.
Birta (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 10:27
Svo gaman að lesa bloggið þitt :) Maður kemst ekki hjá því að brosa og næstum lifa sig inn í aðstæðurnar.
Mér er þó spurn .. hvernig hófst þetta ferðalag þitt? Ég hef ætlað að hefja ferðina en að taka fyrsta skrefið er ógurlega erfitt eitthvað :/ Tókstu bara alsherjar breytingu eða gerðist þetta hægt og rólega? ... :)
Ásta (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 14:20
Kem hér inn daglega ef ekki oft á dag!
Algjörlega uppáhaldsbloggið mitt! :)
Helga (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 21:10
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt! ;)
Þuríður (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 00:41
Múmfey: Öndunarvél og staf! Staf til að ota að fólki! :)
Birta: Hahh! Það má bara turfla mig eins og lystin leifir- um að gera og kasta einu hæ í átvaglið :)
Ásta: Jah, ég byrjaði hjá einkaþjálfara sem "kom mér á bragðið". Hætti svo, byrjaði hjá JSB, fór á eitt Frá toppi til táar námskeið og léttist þar um 10kg. tæp. Var ekki alveg að fíla pallatímana svo ég fór aftur að lyfta - beinustu leið til Frakklands þar sem nóg var borðað af ostum og brauði í rúman mánuð og þá var ekki aftur snúið. Líkaði ekki alveg nógu vel ástandið á skrokknum, bæði hvað varðar þol og styrk, eftir það ævintýri svo ég ákvað að nú væri stopp. Hjá mér þurfti þetta aðeins yfir strikið móment í almennu "óþoli" og hálfgerðum aumingjaskap og þannig vildi ég ekki vera.
Þá byrjaði þetta á fullu :)
Helga/Þuríður: :)
Elín Helga Egilsdóttir, 23.11.2010 kl. 13:44
Það er náttúrulega löngu kominn tími á fyrir & eftir pistil ;)
Unnur (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 15:29
Sammála væri til í fyrir og eftir pistil frá þér :))
Þuríður (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.