6.11.2010 | 11:23
Klukkan er 11:23...
...og allt er í lagi!
Þetta er búið að eiga sér stað alla vikuna. Í litlum skömmtum! Færari raðara er varla hægt að hugsa sér! Finnst ykkur ekki?
Ég kalla þetta að hrúga með stæl!
Bankinn hefur verið nýttur út í hið óendanlega og ekki keyrður nema 129 kílómetra í fyrradag. Á milli húsa.
Og ein sjoppuferð!
Stundum þarf maður bara Nóakropp gott fólk... oft er þó þörf en í þetta skiptið var nauðsyn!
Er alveg að verða búin að koma mér fyrir. Leyfi ykkur eflaust að sjá Gúmmulaðihellinn þegar hann hefur verið gangsettur, vígður, íbakaðaur og hafragrautaður!
Já takk fyrir það.
Fann þessa skissu meðal annars í einum af smáflutningnum mínum í gær.
Hvað hefur verið að snúddast í höfðinu á mér við þennan gjörnin er ekki með fullu vitað! Megi hver dæma fyrir sig, en sögutíminn sem ég var í hefur eflaust farið fyrir bí!
Hvernig ég man eftir því að það var saga... er svo allt önnur saga!
Mikið er maður nú kómískur svona á laugardagsmorgni. Held ég ætti að fá einhvurslags verðlaun fyrir þessa geypilegu hnittni.
Annað í fréttum:
- Er að fara að hjálpa Ernu að flytjast á eftir. Loksins... eftir um það 4938 mánaða bið! Lauslega áætlað að sjálfsögðu.
- Internetmál nýja Gúmmulaðihellisins eru komin í farveg.
- Hef ekki ræktað á mér rassinn í viku...
- ...brýt ræktarbindindið með þessari Stunu núna.
Njótið lífsins elsku bestu.
Grautarmall og almennt ves verður virkjað með stæl á næstu dögum!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Interval | Breytt s.d. kl. 11:44 | Facebook
Athugasemdir
Nú langar mig geðsjúkslega mikið í nóakropp!!! Búhú!
inam (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 12:09
Segi það enn og aftur - þú átt að gera meira við þennan hæfileika þinn.......teikna, mála......nýta þessa frábæru eiginleika þína.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 10:15
með scitec próteinið. hvar færðu það? Er það frá hinum umtalaða Sigga á Akureyri? hringirðu í hann eða sendirðu mail? og er hægt að fá scitecið í mismunandi stærðum eða?
ég er nefnilega að pæla að prufa svona scitec prótein en hef ekki neinar upplýsingar um þennan Sigga.
sendu mér bara mail eða kíktu á síðuna mína
takk fyrir
kv.
Jóhanna Hlín (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 09:11
Tek undir með Sólveigu .. þú ert þrusu teiknari!
Jóhanna .. http://www.scitec.is/forsida/ hér geturðu keypt umrætt prótein
Ásta (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 09:57
Snilldar stuna :) var að skoða myndbandið aðeins. Er það ekki rétt hjá mér að hún breytir aldrei fjöldanum og tímanum á gymbossinum þegar hún notar hann? Maður þarf að prófa þetta þar sem minn gymboss var að detta í hús :D
Harpa Sif (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.