13.10.2010 | 10:12
Október er hálfnaður
Vissuð þið það?
Hvernig í ósköpunum stendur á þessum hamagangi í tímanum? Maður má ekki snúdda sér í einn hring, t.d. þegar maður er að leita að sokkunum sínum á morgnana, án þess að fá eina auka hrukku í ennið og grátt hár aftast í hnakkann!
Sem er að sjálfsögðu bara ofursvalt og æðislegt! Takið hrukkum og gráum hárum með gleði í hjarta og söng í hægri handlegg mín kæru - það er ekkert nema glæzt að eldast með reisn!
Jahá! Veit ekkert hvaðan þessi munnræpa kom!!
Er annars að drekka þetta Te núna. Fyrir aftan hvílir fyrrverandi morgunkaffið mitt. Yogi uppáhalds ofurte. Þetta kallast víst Womans Energy. Finn svoleiðis algerlega hvernig.. þú veist... orkan og allt það... gæti lyft heilum fíl!
Morgunbrennsla átti sér einnig staði í... morgun... væntanlega.
Ég er ekki ein af þeim sem elskar það heitar en súkkulaði að rækta mig. Ég þarf að hafa fyrir þessu. Ef ég hreyfði mig ekki væri ég líklegast 10003 kíló. Ég þarf svo sannarlega ekki að hafa fyrir því! En áhrifin og árangurinn sem hreyfingin skilar mér er eitthvað sem ég sækist eftir. Það, að finnast ég vera sterk, fær um að gera það sem mig langar til að gera og hraust, lætur mér líða vel, og ég verð ægilega góð með sjálfa mig, líður vel í eigin skinni. Heilbrigð sál í hraustum líkama.
Að því sögðu þá urðu tímamót í ræktarmálum í morgun! TÍMAMÓT!
Eftir þriggja vikna hamagang og vesen, skyndilegar dýfingar og dettur, tókst mér loksins að taka hnébeygju á einari, á báðum! Yessörrí takk fyrir góðan daginn Hermann!
Vinstri skakklöpp er töluverst sterkari en sú hægri, get dýft mér í tvígang á þeirri vinstri, eingang á þeirri hægri með smá aðstoð í seinna skiptið. Ætla að vinna þetta upp og svoleiðis taka Orm Einfætta á þetta um jólin. Stefni á 10 hvorum megin. Allt í jafnvæginu elsku bestu... allt í jafnvæginu!
Að því sögðu þá er þetta næsta tilhlökkunarofurefni! ÓMÆGOD! Get ekki beðið...
...og já! Við vinirnir vílum það ekkert fyrir okkur að hrinda ungviði frá til að ná bestu sætunum í bíó! Ég og Erna höfum þegar sett okkur í stellingar.
Að því sögðu þá er óþarfi að skíta út matardiska þegar skammtur af skyri er eftir í dollunni! Fyrir utan það hversu gaman það er að gúmsla öllu saman ofan í dósinni og ég tala nú ekki um að borða upp úr henni!!!
Eins með næstum því tómar hnetusmjörskrukkur og koma grautnum fallega fyrir ofan í þeim! *himnaríki*
Muna bara að nota nógu langa skeið svo skyrfingur eigi sér ekki stað.
Eigi skyrfingur sér stað þá er mjög líklegt að skyrpeysa, skyraugabrún eða skyrrass láti á sér kræla. Hvað ef þú færð ofsakláða í hægri rasskinn áður en þú kemst í að þvo á þér puttana?
Er annars alveg að fara að láta af þessum endalausu morgunmatspistlum. Kvöldin eru bara svo geyplega þéttsetin að annað eins hefur ekki átt sér stað í mörgþúsund milljón sekúndur!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Holla fitan, Morgunmatur, Skyr | Breytt s.d. kl. 10:32 | Facebook
Athugasemdir
... og skyrvarir eða skyrskegg ef hamagangurinn er mikill
En ég verð að segja þér fá namminu sem bíður mín í ísskápnum..... iChiagrautur
Smakkaði hann smá áður en hann lagðist til hvílu og mmmmmmmmmm
Í grunninn þessi uppskrift hér en með smá twisit..... hrærði saman 1/2 skúbbu af Scitec súkk/mokka, smá vatn og 1/2 msk Chia.. leyfði því svo að bíða smá til að drekka í sig vatnið.... hrærði því svo saman við grautinn, torani, sítrónubörk, ber og svo skyr...... ógullega gott
Hulda (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:08
Úhúúuú... hljómar mjööög vel!! Prótein og chia... á eftir að prófa það sjálf!
Þennan víking þarf ég að leggjast í fljótlega!!
Men, væri alveg til í að vera þú á morgun við uppvaknelsi!!
Elín Helga Egilsdóttir, 13.10.2010 kl. 22:00
Sæl nafna, elska að lesa um grautana þína, segðu mér með Chia fræin ég nefnilega fjárfesti í dalli af þeim, ætla ekki að ræða verðið ! en á alltaf að setja þau í bleyti í einhvern tíma áður eða má bara strá þessu yfir grautarlelluna
kv
ELla
Ella (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 07:23
Öppdeit!!!
Grauturinn var goooooordjöööös.... ohm nom nom nom .... með ferskum jarðaberjum.... já og svo gleymdi ég í gær að segja að ég setti nokkra grófmulda valhnetukjarna í hræringinn. Eitt gott kruns í því
Hulda (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 09:00
OOOOOOOOOO YES!! dímm dímm dirridímm dí dímm dímm.. (harry potter stefið)
Það verður enginn miskunn og við notum okkar þroskuðu hneyskl-vöðva til þess að hrinda öllum frá. Tökum svona "oooh would I evah!!" svip á þá sem dirfast að fara fram fyrir okkur. Ungviði hefur hvort sem er ekkert að gera á þessar myndir. Þetta er myrkasta myndin til þessa.. eins og þær allar hafa verið reyndar.. ;)
Kudos fyrir jólabollann.. ;) laumaðist til að söngla smá jólalög áðan. Hlakka til að skipuleggja jólaskraut fyrir Hofsó. Er samt auðvitað löngu búin að ákveða jólatrésstaðinn. Það er hluti af skoðun fyrir kaup.
Erna (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 10:16
og btw þá las ég orðið skyrfingur aftur og aftur og skildi ekkert hvað þú áttir við. Las þetta alltaf eins og orðið tyrfingur.. Skyrfingur þannig sagt hljómar eins og hræðilegur snjóstormur as in "úff það er hræðilegur skyrfingur úti maður". En svo las ég um skyrpeysu og skyraugnabrúnir og fattaði. Skyr-fingur. Mun minna ógnvænlegt.
Erna (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 10:20
Ella: Sæl nafna mín kær. Það þarf ekkert að setja þau í bleyti frekar en þú vilt, en þau verða skemmtilegri, áferðarlega séð, fyrir vikið ;)
Hulda: Ughhh.... langar! Minnir mig á það, þarf að fara og fjárfesta í hnetum!
Erna: Dimm dimm dirridímm dí díííímm dííímm... ihihiiiiii!!!!
Jólabollin á sérstakan stað hérna á borðinu mínu og var tekinn framm í byrjun júlí. Jólalög byrjuð að raulast í júní, vinnufólki til geypilegrar hamingju!
Skyrfingur er nú samt ágætist bara... hmm... kannski skyrgumsin mín fái þetta viðurnefni! Nýmæli!!!
Einn Eplaskyrfing með hindberjum og möndlum!!
I think we're on to something!
Elín Helga Egilsdóttir, 14.10.2010 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.