11.10.2010 | 10:11
Spínat, meira spínat!
Stjáni Blái
Það er gott, það er hollt, það er grænt og þú finnur ekki fyrir því.
Lofa... ég lofa svo langt sem augað eygir og jafn mikið og mér þykir ís góður.
Lofa!
Hef sagt það 107 sinnum áður og allt er þegar þrennt er. Ég er því búin að staðfesta þetta löglega um það bil 35.6 sinnum.
Svo lengi sem þú setur ekki allan spínatpokann ofan í blenderinn að sjálfsögðu. Elsku manneskja, allt er gott í hófi!
200 gr. skyr í blender, skvetta af vatni, kleiks, væn lúka spínat, 2 tappar vanillu torani, 1 tappi vanilludropar, 1 tappi heslihnetutorani, ómægod3 lýsi, 1 tsk hörfræ og 1 msk chia sem fengið hefur vatn að drekka.
Hræra vandlega og vel.
Vandvel og vellega!
Hella í skál, já, í skál því ég er perri og mér þykir gaman að borða boozt/skyrdrykki/slurp með skeið.
Nokkur hind- og bláber, möndlur og þú ert góð(ur) í át!
Glæzilegt ekki satt?
Takk fyrir mig.
Þetta var æði!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Holla fitan, Morgunmatur, Skyr | Facebook
Athugasemdir
Vá, grænt! Yfirleitt er allt sem er grænt og "lekur" ekki á góða listanum mínum en veistu, þetta lítur bara helvíti vel út!
Þetta er meira að segja girnilegt!
Margrét (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 12:44
Allt sem er grænt, grænt finnst mér vera fallegt....og gott! Mín útfærsla er svona: spínat, banani, hrísmjólk með vanillu, hveitikím, hörfræ og smá crunch ofan á til að fá rétt texture:) Go spínat!
Helga B. (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 13:49
veistu hvað það kostra hjá garra eggjahvíturnar?
Heba Maren (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 14:19
Skiptir máli hvernig hafra maður notar í grautana þína ? Er þetta ekki allt hollt....
Tanja Mist (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 14:34
Margrét: Hahh... gott að heyra það mín kæra. Bragðaðist líka vel.
Helga B: Banani klikkar sent í hverskyns krums, sérstaklega ef þau eru í þykkari kanntinum.
Heba Maren: Held að dunkurinn hafi verið á um 1400 kall síðast þegar ég fór.
Tanja Mist: Neibb... ég nota alltaf rauða eða græna Solgryn. Þeir eru bestir og ódýrastir. :)
Elín Helga Egilsdóttir, 11.10.2010 kl. 14:59
Ég fjárfesti í Chia fræum og ég segi fjárfesti ....... hefurðu einhversstaðar fundið þau án þess að þurfa að biðja um visaraðgreiðslur, kvikindin kostuð næstum 4,000 isk.
Vala Árnadóttir (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 15:51
Vala: HAHH... neih! Þetta er sko munaðarvara, svo mikið er víst. Mætti halda að þeim væri slengt upp úr gulli og dustuð með demantakrumsi!
Elín Helga Egilsdóttir, 11.10.2010 kl. 16:15
Ég fjárfesti í Chia - það er e-ð svo skemmtilegt við að borða þau ;)
Unnur (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 19:17
já veistu 1400kr hvað það er stór dúnkur?
Heba Maren (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 22:18
Vá ég þarf að prófa þetta :) ekkert smá girnilegt.
Hvað gerir maður svo við restina af spínatinu? Mér finnst það svo flótt að skemmast :/ þarf svo líka að fjárfesta í brúsa frá Garra - farin að fá samviskubit yfir öllum rauðunum sem enda í vaskinum *skamm* geta allir gengið inn hjá þeim og verslað?
BTW - alltaf æðislegt að lesa færslunar þínar :)
Harpa Sif (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 22:36
ég sá nefnilega að heiðrún fitness er að selja hvítur ?2500,- 2,5 lítrar.. var að velta því fyrir mér hvort þetta sé dýrt eða ekki... þeir i garra svöruðu ekki simanum i dag,heflv að þeim :)
Heba Maren (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 23:11
Hvítukonur! (ok ekki alveg pc) Keypti líter í Fjarðakaup af hvítum á 700-800 minnir mig, held að það sé líka til í Krónunni (hef ég heyrt)
R (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 08:09
nú ok er það til þar.. kúl... takk fyrir það
Heba Maren (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 10:01
Unnur: I KNOW!!! Chia er æðiber... eða.. æðifræ! :)
Heba Maren: Held að Garradúnkur séu 1,5 lítrar? Minnir það. Svo er hægt að kaupa, einmitt, 1 ltr. í krónunni. Vissi ekki af þeim í Fjarðarkaup. Held að krónudúnkur hafi kostað um 1000 kr.
Harpa Sif: Þetta er eðal. Getur líka prófað að bæta við banana. Hann gerir kraftaverk. Rest af spínati borða ég t.d. í hádegismat/kvöldmat/á samlokur/graut daginn eftir.... ;)
R: Þarf að tékka á Fjarðarkaupshvítum!! Ójá!
Elín Helga Egilsdóttir, 12.10.2010 kl. 10:22
Keypti hvítur í krónunni á 8-900 kall, sá þær svo líka í nóatúni, hef ekki skoðað á fleiri stöðum.
Svo er líka hægt að frysta spínatið ef maður notar það ekki allt, finnst það ágætt því ég nota bara lúku öðruhvoru og hendi í blandarann.
Halla S (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 18:21
Aldrei að blanda spínati við mjólkurvörur, því þá geturu ekki nýtt járnið, það myndar nebblega komplex með kalkinu sem frásogast ekki : )
lúðinn (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 18:59
Jasoh!!
Maður þyrfti að skella sér í næringarfræði eða eitthvað.
Mjólk + spínat = úti! Check!
Elín Helga Egilsdóttir, 12.10.2010 kl. 19:57
Hér í DK fæ ég Chia fræ á 1600 íkr og 5 kg af hvítum á 1200 íkr. Er ykkur ekkert illt í rassg... þarna heima?
Ragnhildur Þórðardóttir, 13.10.2010 kl. 08:08
Kræææææææææst!
Hvað er maður að gera á þessu guðsvolaða skeri... ekki það að matur skipti sköpum fyrir dvöl eður ey...
...bíddu, ég tek þetta til baka!
Elín Helga Egilsdóttir, 13.10.2010 kl. 09:09
Seturðu lýsi út í mixið? Smitar það ekkert drykkinn? Frábært blogg hjá þér, fylgist alltaf reglulega með
Badda (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 16:52
Jábbs... omega3 sítrónulýsi - finnur ekkert lýsisbragð, bara milt sítrónu! Það er alveg eðalmagnað! ;)
Elín Helga Egilsdóttir, 13.10.2010 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.