3 mínútur

Ég veit ekki hvort ég geti kallað þessa skyrgrauta... grauta... eða skyrgums.

Þó gumsið prýði höfrum, þá er þetta nú varla grautur per se... eða hvað?

Skilgreining mín á hafragraut er svosum ekki hefðbundin, þá miðað við vatnsblandað haframjöl með salti og mjólkurdreitli. Þó það sé nú ægilega dónalega skemmtilegt að fá sér einn upprunalegan af og til.

Morguninn fór annars í brennslu, interval og skyrgrautshræru extraordinaire!!!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Extra... ordinaire!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

"Af hverju?" Gæti poppað upp í kollinn á þér. "Þetta er nú ekki það fallegasta sem ég hef séð."

Abbabb abb.. ekki svona fljót að dæma. 

Bragðið gott fólk... áferðin...

Bráferðin!!!!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Eins... og karamella! KARAM-ELLA!

Egó? Hvað meinarðu... hvað er egó?

Áferðin er líka gooorjös. Þykkt já, en samt... mjúkt. Bráðnar eiginlega upp í manni! Hmm, hvernig get ég best lýst þessu.

Leimmér að hugsa þetta aðeins. GetLost

Gerið þetta á morgun. Plís! Guð mun gráta ef þið útbúið þetta ekki. Víljið þið hafa það á samviskunni? Það tók mig ekki nema 3 mínútur að hræra í þetta, 4 ef þið teljið örbylgjuna með.

Einn... tveir... og... svo...

*anda inn*

Um 20 gr. hafrar í skál + vatn og örbylgja. Bæta þá út í gvömsið góðri tsk muldum hörfræjum, 1 tsk omega3 lýsi, 1/2 msk chia, 2 töppum vanillu torani, 1 tappa heslihnetu torani og 1 tappa vanilludropum.

*anda frá*

Húhh... þetta var upptalning!

*anda inn og tala á innsoginu*

Svo bæta út í dýrðina uþb. 100 gr. skyri, hræra smá en ekki alveg. Svo gommu af blá- og hindberjum.

Rétt hræra.

*anda út með eilitlu frussi í endann*

Strá svo með hör og möndl.

Ísskápa!

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Oj, hör.

Ég ætla að möndla aðeins með þessa hör? Ojj. Ég tek þetta til baka...

...guðanna bænum elsku bestu. Viljið þið gera það fyrir mig að möndla ekki með hör í morgunmatnum ykkar og strá bara muldum hörfræjum og möndlum yfir gumsið.

iChiaskyrgrautur með berjum og möndlum

Þetta gums er GEGGJAÐ! Hálfgerðar grautarkaramelluklessur inn á milli skyrsins (af því ég blandaði ekki í muss), eilítið sítrónubragð af ómægod, sem kom mér á óvart að passaði með. Finnið ekki fyrir skyrbragði. Heslihnetubragðið rétt lætur vita af sér í lokin og vanillan alveg að gera sitt. Súrsæt ber og kram úr möndlum... gott fólk. Hvernig getur þetta klikkað?

Var að fá mér annan bita... díses. Vildi óska að þið gætuð smakkað!

RJÓMI!!! ÞARNA KOM ÞAÐ!

Bragðið er milt, eins og af rjóma, og áferðin ekki ósvipuð rjómablandaðri grískri jógúrt!

Hvernig er það fyrir fimmtudagsmorgunmat!! Hmm...haaa? Já takk!

Halló ber

Karamella, möndlur, ber, þykkt... dásamlega nákvæmlegaþykkt!

Tók mig pínkulitlar 3 mínútur að klára þetta. Þvílík óhemja. Synd og skömm! Alltaf... það skal ætíð og alltaf borða hægt og njóta gott fólk. Þarfa taka mig á í þessu hægáti.

Gleðitryllingssprengja!!!

Ætla að fá mér þetta aftur um helgina og koma með skothelda "uppskrift".

nnnnnnamm

Það tók mig líka 3 mínútur að standa upp af klósettinu í morgun ... svona ef þið eruð forvitin og vilduð fá að vita hvernig harðsperrunum mínum farnast.

3 mínútur gott fólk!!

Ég tel þó ekki með mínúturnar sem það tók mig að standa upp af gólfinu eftir að ég skúbbaði mér af setunni.

Ef þið sjáið þessa hrygðarmynd fyrir ykkur, þá er ætlunarverki mínu lokið. 

Ég vona að þið getið notið dagsins eftir þessar upplýsingar.

Afsakið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff eins og mér finnst nú harpsperrur oftast góðs viti eftir rækt.. þá er ekkert verra en að geta ekki staðið upp á klósettinu sökum þeirra! ;)

En djöf*** hlýturu þá að hafa tekið á kona!

Halla S (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 12:02

2 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Nú ætla ég að prófa möndlur í grautinn... já og hnetusmjör líka... it's bulking time baby :)

Spurning hvort áferðarperrinn minn verði ekki ánægðari með hakkaðar möndlur... meira og oftar krönsj undir tönn.

Ragnhildur Þórðardóttir, 7.10.2010 kl. 12:54

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Halla: Klósetsperrur sökum ofræktar eru illvígar... á góðan hátt þó!

Þetta var hið besta session, þó ég segi sjálf frá. Stóra tá á hægri fæti skalf smá eftir ósköpin.

Ragga: Ohooooghhh.... bulk time er hamingjusamur tími. Nokkuð viss um að áferðaperrinn þakki þér margfalt fyrir hökkuðu möndlurnar. Ég var of löt til að hakka þessar og keypti mér ekki pre-hakkaðar.

Þær skal þó kaupa! Ójá!

Elín Helga Egilsdóttir, 7.10.2010 kl. 13:25

4 identicon

Ó MÆ GÚDDNESS þetta er geðveikt..... eins og einhver nammi jólagrautur 

Hulda (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 11:30

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

JÁ!!!

Þetta er æðislegt!! Hafrarnir karamellizerast einhvernveginn við þetta - hvað sem það er, þá er það mjög æðislegt! :D

Elín Helga Egilsdóttir, 9.10.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband