5.10.2010 | 22:09
Baunir, já takk
Hef ég sagt ykkur frá þrálátri ást minni á mat og öllum þeim (þúsund og fimmtíu milljón)*(RJÓMI)^4 áferðum sem hinar ýmsu fæðutegundir hafa að geyma?
Hef ég?
Í alvöru?
Til hamingju. Þá vitið þið næstum því allt um mig.
Kvöldmatur kvöldsins í kvöld (hvað eru mörg kvöld í því?) *trommusláttur*
Linsubaunasúpa!
Linsubaunir prýddu matarborð Ásbúðinga þetta kveldið. Stórgóð súpa sem fengin var að láni héðan.
Af hverju byrjaði ég þennan pistil á áferðatuði? Jú, af því þessa súpu var, og er, hægt að borða með gaffli! Svolítið eins og hummus ef ég á að áferðasamanburða eitthvað. Ef það er ekki ástæða til að taka stríðsdans upp úr þurru veit ég ekki hvað! Stórkostlega skemmtilegt fyrir áferðaperrann!
Ekki svo skemmtilegt fyrir systur hans.
Svona er nú smekkur manna mismunandi mín kæru.
Með þessu graðgaði ég fisk síðan í gær, kjúlla síðan í dag, tómat*2 og 1/2 papriku.
Ég gæti mögulega hafa gúffað þessu í mig líka. Mögulega.
Það er mögulega mjög líklegt.
Líklega gúffaði ég þessu í mig líka.
Já, ég gúffaði þessu í mig líka.
Ofnbakaðar sætar og grænmeti í hnetusósu. Aðkeyptri.
Ekki dæma... hún var dásamleg.
Ég og móðir mín kær sammæltumst þó um að við næstu linsubaunasúpugerð myndi sítróna ekki koma við sögu heldur þung massíf krydd eins og cumin eða karrý ásamt mikið af hvítlauk.
En góð var hún og pervisin var gleðin sem fylgdi átinu, uss!
Tók annars stutta brennslu eftir vinnu. Skellti líka í nokkuð gleðilegar interval-brennsluæfingar, sem gætu mögulega hafa innihaldið einstaka frosk, og lauk þessu öllusaman með magamorði! Þetta var hið ágætasta sprikl og öxlin fékk kærkomið æfingafrí.
Hafragrautur eftir 7 tíma.
Fótamorð eftir 8,5 tíma.
Gleðifréttir eftir 11 tíma.
Nótt í hausinn á ykkur strumparnir mínir.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Baunir, Kvöldmatur | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Athugasemdir
Mikið rosalega ætla ég að prófa hindberja balsamik brjálæðið thank you very much og góða nótt.
Ragnhildur Þórðardóttir, 6.10.2010 kl. 08:13
Ahhh.. velbekomm! Það er snilld. Hunang ef þú vilt gera gott við þig, pottur ef þú vilt gera extra gott.
Ber eru bara hamingja.
Elín Helga Egilsdóttir, 6.10.2010 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.