Piparkökugrautur

OG ALLIR MEÐ!!!

Þegar pipargrautur eldast.
Grautargerðarkvendi tekur.
Fyrst af öllu Buddha skál.
Og svo eitt kíló haframjöl.
Setur inn í örra og lokar.
En það næsta sem hún notar.
Er að hræra fullt af vatni.
Saman við það heillin mín.

Þegar öllur þessu er lokið.
Takast nokkrar eggjahvítur.
Maður þær og tonn af kanil.
Blandar Buddahnum vel í.
síðan á að setja í þetta.
Eina góða teskeið kaffi.
Svo er þá að HRÆRA grautinn.
Og borða hægt með bestu lyst.

Og bara svo þið vitið af því, þá er mjög krefjandi að setja vatn í skál sem búið er að loka inn í örbylgju!

En í raun og veru er þetta stjarna dagsins!

Nýjasta uppáhalds grautarkryddið

innihaldslýsing

Bætti svo við gumsið auka kanil, engifer, örlítið af Nescafé, dust af kakódufti, torani og vanilludropum.

Hræringur af bestu sort.

Piparkaka að morgni.

En dónalega skemmtilegt.

Piparkökugrautur - kryddaður

Þessi skál var... börnin mín, ég grét af gleði í morgun.

Grét...

...af gleði!

En þar sem blessaðir brúngrautarnir eru skelfilegri útlits en nývaknaður Keith Richards þá sýni ég ykkur bara brúnina á skálinni.

Þetta er ein. Fín. Brún!

Treystið mér. Þið viljið ekki sjá grautinn.

Þið viljið ekki... sjá grautinn.

Piparkökugrautur - kryddaður

Ég held ég sé komin með nýja þráhyggju.

ps: Ég sagðist ætla að sjá ykkur í gærkveldi en ég laug. LAUG!

Ekki horfa svona á mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mesta snilld sem ég hef nokkurntíman heyrt!

Hvar fékkstu þessi gæði? hahaha ...."eingöngu er notuð við brauð og kökubakstur", you showed them!

SÓ (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 10:48

2 identicon

Hahahaha!

Fyrsta síða sem ég kiki á á morgnana, síðasta síða sem ég kíki á á kvöldin.

Takk fyrir mig :)

Hinrik (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 10:52

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Minnir mig á þessa færslu frá mér um síðustu jól þegar ég gerði magnaða uppgötvun í matvöruverslunum Köbenhavn http://blog.eyjan.is/ragganagli/2009/12/11/jola-hvad/

Fann líka hunangskökukrydd og brúnkökukrydd - snilldin einar í pönnsurnar.

Ragnhildur Þórðardóttir, 5.10.2010 kl. 05:33

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

HUNANGSKÖKUKRYDD

Ég þarf að komast yfir slíka dásemd!

Það er ekkert nema tryllingsleg gleðin sem fylgir grautarmalli. Getur breytt þessari krúttusprengju í hvað sem er.... næstum því!

Elín Helga Egilsdóttir, 5.10.2010 kl. 08:31

5 identicon

Í hvada nýlenduverslun fékkstu thessa dásemd ? Er ad koma á klakann um helgina í mega stutt stopp og vaeri svona líka mikid til í ad fjárfesta í svona brúnkokukryddi

Ella í Hollandi (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 08:16

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heyrðu, held þetta fáist barasta allstaðar. Hakgaup, Bónus, Krónus...

Elín Helga Egilsdóttir, 6.10.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband