2.10.2010 | 18:25
Laugardagur til leti
Tók þó þetta interval í dag. Skorið mitt varð eftirfarandi.
1. hluti Tími, 30 endurtekningar
Ein endurtekning = eitt stórt jafnfætis hopp fram, tvö lítil afturábak og svo beint í áttu.
- Átta er armbeygja, nema þú hoppar sundur með fætur þegar þú ferð niður í armbeygjuna, saman þegar þú þrýstir upp.
Þetta hopp er lúmskt ógeðslega erfitt og ojbara hvað ég dó eftir 12 endurtekningar!
Ella: 5:40, Stuna: 4:48
2. hluti 5 mínútna interval (10 sek hvíld, 20 sek vinna)
Var ekki með sippuband svo ég tók bara hrein og bein há hné og skipti úr jumping jacks yfir í low jacks. Fyrst HH (Há Hné) svo Jumping Jacks (JJ):
- Ella: 60, 40 - Stuna: 46, 40
- Ella: 56, 36 - Stuna: 51, 43
- Ella: 50, 34 - Stuna: 52 ,40
- Ella: 50, 30 - Stuna: 50, 41
- Ella: 52, 33 - Stuna: 44, 40
3. hluti Tími, 30 endurtekningar
Ein endurtekning = Hliðarplanki + magakreppa. Vinstra hné í átt að hægri olnboga, ef vinstri fótur er nær gólfi. Beint úr hliðarplanka í armbeygjustöðu þar sem vinstra hné er otað að hægri olnboga, undir maga, og svo loks hægra hné að vistri olnboga.
Ella: 3:14 (Gefið, var ekki búin að sippa neitt), Stuna: 4:46
Gleðilegt nokk!
Æfing búin og beint í át. Bjó mér til hindberjasósu og bætti út í hana Chia! Það var bara, fullt af orðum sem enda á -legt, eins og gleðilegt, ánægjulegt, skemmtilegt... skulum ekki fara út í leiðinlegt enda á það ekkert heima í þessum pistli, að kjammsa á þessari snilld. Ég sé bláberjasósur, blandaðar ávaxtasósur fyrir mér á komandi dögum! Grautar, skyr, kokteilar, pönnsur... *gleði*
Hitaði hindberin í örbylgju þangað til þau breyttust í muss, bætti út í þau kanil/torani/vanillu/ögn salti/ chia og smá vatni. Leyfði að standa í 5 mín þangað til þykkt.
Svo beinustu leið út á skyr... eða graut... eða bara upp í svartholið!
Ég nýtti mér skyrið í dag!
HRÆRA!
Eigið gott kvöld - sushi og vinkvennaspjall er fyrirséð í minni nánustu framtíð!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Interval, Morgunmatur | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.