Áfram með... grautinn

G'day mate!

Sami Hræringur og í gær nema eftir örbylgjun bætti ég út í mjúkelsið Torani, vanilludropum, kanil, salti, hörfræjum og 1/2 msk Chia.

hræringur með chia og hörfæjum

Dropi af skyri og voila!

hræringur með chia og hörfæjum

Þetta... er vinningscombó!

Þó svo myndirnar geri gumsinu engan greiða og ég er löt og nenni ekki að fyrirsæta grautinn sökum magagauls og notalegheitanna sem fylgja því að njóta þess að krullast upp í rúmi og japla á morgunmat. (Segið þetta 10* hratt) Fyrsta skipti í langan tíma sem ég fæ mér heitan graut samt sem áður. Mjög, mjög gott!

Ætlaði líka að hreyfa á mér rassinn í morgun en var þreyttari og svangari en allt sem þreytt er og svangt í þessum heimi!

Hvorki meira né minna.

Fer því og rækta mig eftir vinnu og prófa meðal annars þetta interval.

Verið nú góð hvert við annað og passið að fjúka ekki í góða veðrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha þessar stunur í henni eru auðvitað ekki í lagi. Afhverju setur hún ekki tónlist yfir þetta??

En þú er frábær og ég er svo sjúklega ánægð með þetta átak þitt, snilld að fá mörg blogg á dag til að hvetja mann áfram :-)

Margrét Rós (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 08:55

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahaha... þetta eru ofurstunur! Ég er svo mikill plebbi, tek hljóðið alltaf af og fylgist með æfingunni hafi ég ekki séð hana áður.

Ohh takk fyrir það mín kæra - og ég vona svo sannarlega að þetta komi amk. einhverjum í góðan fílíng :)

Elín Helga Egilsdóttir, 28.9.2010 kl. 09:21

3 identicon

kvitt kvitt..

skoða enn síðuna þína,en er orðinn mökk leleg að kvitta.

þannig eg vildi bara láta vita af mér að ég kem hér inn nokkrumsinnum á dag og lesa og skoða myndir,

kípupthegooooddd vörk ;)

Heba Maren (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 10:44

4 identicon

ég verð að fara að taka mig aftur á í grautargerðinni..... þú lætur þetta allt hljóma svo dásamlega vel ..... útkoman hjá mér er reyndar stundum frekar glötuð en þetta kemur með æfingunni og því að prufa sig áfram.....

Ertu hætt að mæta í Sporthúsið?? Hef ekkert rekist á þig síðan ég hljóp frá þér um daginn  .... ætlaði nú að afsaka mig og heilsa aðeins upp á þig

Hulda (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:24

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heba Maren: hahh.. Það er nú ekki kvittskylda mín kæra. Alltaf velkomin ;)

Hulda: Ég er þarna á vappi af og til, þó sjaldnar í eftirmiðdaginn :) Við hlaupum hvora aðra eflaust niður fyrr en seinna  Ég skal svo reyna að vera búin að sprauta á mig ilmvatni eða eitthvað svo þú hverfir ekki jafn hratt næst!

Elín Helga Egilsdóttir, 28.9.2010 kl. 15:36

6 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég kem líka alltaf í besög... kvitterí kvitt....Heba er allavega hætt að kvitta hjá mér... eða hætt að lesa :/

Þessi grautur er sóðalegur... ég ætla að tékka á Vanillu Torani, bara búin að hanga í karaMeddlunni og kókos forever.

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.9.2010 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband