25.9.2010 | 22:28
Samviskunni sleppt lausri
Þrjár púrítanavikur! Ætlaði að vera voðalega góð með mig og taka 2 - 3 í viðbót en æji... elsku bestu.
Æji bara! Það er ekkert skemmtilegt.
Ákvað því að taka þennan laugardaginn með trompi og vitið eitt lömbin ljúf... að "ákveða", eins afskaplega anal og það er (jebb... ég sagði anal), þá er það mun betra fyrir sálarlífið en að detta "óvart og óskipulega" í það. Sérstaklega ef, og þegar, þú ert í einhvurslags detox púrítanaham. Virkar að minnsta kosti vel fyrir mig og mína sárþjáðu nammisál.
Ef ég dett "óvart" í það, á dögum sem áttu upphaflega að vera sallarólegir, og ét á mig gat, verð ég fyrir ægilegum vonbrigðum með átvaglið og fer í hálfgerða fýlu út í sykurdímoninn hið innra. Hádramatískt, en satt. Þessvegna er ágætt að eiga sína sérlegu nammidaga.
Ég nýt nammidagsins mun betur ef ég ákveð "Á morgun kl. 22:00" og læt slag standa. Með því móti hef ég platað sjálfa mig og "friðað" samviskuna. Talið sjálfri mér trú um að átið sé fullkomlega löglegt. Kannski kjánalegt að "þurfa" í raun og veru að öfug sálfræða sjálfan sig svona, ég veit það ekki. En það skilar sér ágætlega fyrir mig.
ALLAVEGA
Át kvöldsins innihélt meðal annars:
Einn af mínum uppáhalds kjúllaréttum. MARBELLA!
Með baguette! Elsku besta baguette!
Smá grænmeti með því það gerir allt svo æði fínt.
ÓÓBEIBEH!
OHOOO... MYHOLYPÖNNSUNESS!
Segjum pönnsur, rjómi, súkkulaði og jarðaber margfaldað með fjórum.
...
Afsakið.... margfaldað með sex... stoppaði bloggskrif þarna í nokkrar mínútur og þá bættust tvær ferðir við.
Nasl og hamingja í eftirrétt eftir eftirrétt... eða bara eftir-eftirrétt!
Þeir sem vita hvað vantar með eftir-eftirréttinum eru snillingar miklir!
Mikið er nú gaman að vera ég stundum.
Njótið helgarinnar.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hugleiðingar, Svindl, Uppáhalds | Facebook
Athugasemdir
Hætti mér út á ystu nöf og segi LAKKRÍS!
Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 00:29
Hólmfríður Snillingur Gestsdóttir!
Fylltar Appolo og Kropp er jafn heilagt og Kropp út á ís!
Elín Helga Egilsdóttir, 26.9.2010 kl. 09:39
Kona!! Hefurðu ekki prófað vöfflur með sultu, ís, bræddu súkkulaði og niðurskornum bönunum?? SAAAÆLLL.... þitt líf verður ekki samt og jafnt á eftir éraðsegjaþérþað...
Ragnhildur Þórðardóttir, 29.9.2010 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.