17.9.2010 | 16:26
Avocado og eggjahvítur mínus mayo
Bæði frátekið síðan í hádeginu. Jebb, ég er dóni... ég tók frá. En það er ekki annað hægt þegar skrokkurinn segir "AVOCADOHVÍTUR". Hvað getur maður gert? Í alvöru?
Bæði svo gott.
Bæði tiltölulega bragðlausar einingar samt sem aður.
Áferð, og þó það bragð sem til staðar er, gargar á átvaglið sem aldrei fyrr.
Ég aktúallí ölska eggjahvítur! Mér þykja þær einfaldlega bjútífúllí góðar!
Og þar hafið þið það!
Hnetur fyrir knús og kram.
Eitt af mínu uppáhalds áti er að murka lífið úr avocado, tæta í sundur eggjahvítur, krydda eftir smag og behag og nýta sem grunn í salöt! Túnfisksalat, rækjusalat, grænmetissalat, kjúklingasalat...
...humarsalat! Avocadoið kemur svo sannarlega glimrandi vel í staðinn fyrir mayo og er miiiikið betra!
Prófið! Það er djööðveikislega gott!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Millimál, Egg, Holla fitan | Breytt 24.9.2010 kl. 21:50 | Facebook
Athugasemdir
ABSOLUTAMENTE!! ....gaman ad sjá myndirnar birtast í pistlunum thínum. Ekki mörg gröm af fitu á thínum kroppi í dag!
Vardandi bragdleysi eggjahvíta og avacado...er thad ekki bara ad krydda hressilega?
Hungradur (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 19:14
Það held ég nú!! Krydda eins og vindurinn - ef hann gæti kryddað blessaður!
Eins "ómerkilegt" át og t.d. eggjahvítur eru, þá er bara svo geypilega gaman að bíta í þær!
Við skulum svo ekki fara út í avocadosálma, gæti ekki dásamað þessa grænu gleðisprengju nógsamlega!
Elín Helga Egilsdóttir, 17.9.2010 kl. 19:17
einhverjar hugmyndir af góðum kryddum út í dásemdina?
R (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 22:18
Hvar finn ég avacado? Reyndi að leita í Hagkaup en fann það ekki :/
Harpa Sif (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 23:49
Bloggin þín eru yndisleg. Er orðin húkkt á þau!
Dóra Kristín (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 07:50
R: Ohh.. bara það sem hugurinn girnist hverju sinni! Salt + pipar alltaf klassi. Dill + lax, kóríander + tómatar, basilica + hvítlaukur + oregano... hvað sem er! :)
Harpa Sif: Avocado ætti að vera til í öllum búðum. Hefur líklegast barasta verið uppselt :)
Dóra Kristín: Hahh ... takk fyrir það mín kæra! Vona að þau hressi, bæti og kæti ;D
Elín Helga Egilsdóttir, 18.9.2010 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.