Ákvarðanir á ákvarðanir ofan

Jú, ákvörðun hefur verið tekin!

Þar sem ræktarkortið mitt er enn lifandi, og verður lifandi í einn og hálfan mánuð í veðbót, þá ákvað innra sjálfið því miður að lúffa mínu ástkæra Bootkampf, sökum ytri aðstæðna Frown, og nýta kortið til fullnustu. Lyfta létt og taka Stunukonuæfingarnar í og með, í bland og bjútífúlness. Þegar kortið blessað verður ónothæft þá er líklegt að intervalæfingarnar taki völdin fram að jólum. Held það sé ágætis nálgun á þetta alltsaman.

Held samt áfram að hlaupa og froskast og Bootkampf-æfingast og nota ofurbeib æfingarnar, meðal annars, til að halda mér við í þeim efnum. Vil alls ekki missa niður antilópusyndromið! Skal vera dugleg að setja inn bæði át- og æfingastúss ef þið hafið áhuga á því.

Nægur tími fyrir mig, ykkur (ég vil feitast fá ykkur með mér í þetta Grin), að húgsa málið þangað til. Kannski ég verði galvösk í byrjun nóvember að intervala frá mér vit og rænu í bílskúrnum heima á meðan skítakuldi og frost taka völdin!

Þar af leiðandi varð morguninn hjá mér svona.

  1. 05:00 - ræs.
  2. 05:15 - kaffigrautur. Bjútíbomba extraordinaire. Engin mynd sökum græðgi.
  3. 06:40 - Brútal fóta-axla-æfing! HRESSANDI! Langt síðan gamli vin... úff. Langt, langt síðan. Mjööög gaman.
  4. 08:00 - Ómynduð prótein hrískökusamloka! Meiri græðgi, þið verðið að afsaka.
  5. 10:05 - Morgunkaffibollinn.
  6. 10:06 - Biðin hræðilega.

Jú biðin!

Biðin eftir harðsperrunum. Ég veit ekki hvort ég hlakki til morgunsins...

Ó mig auma og sára.

Aldrei hefði mér samt dottið í hug að ég myndi nokkurntíman súpa kaffi og segja "Ahhhhh.....".

ahhhh

AHHHHHH!!!!

ahhhhhh

Sjáumst á eftir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ræs klukkan 5:00? Jeysus lady....klukkan hvað ferðu að sofa á kvöldin.

Mér finnst ég hafa tekið framförum með að vakna klukkutíma fyrir skólann en ekki 20mín!

INam (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 11:03

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Var komin upp í flet um 22:30, aðeins sein til reyndar - er orðin gömul kona frænka. Við mér er ekki haggað eftir klukkan 23:00!

Svo, skemmtilegt nokk, ef ég fer að sofa mikið eftir klukkan 24:00, þá er ég svo handónýt og ömurleg daginn eftir að annað eins hefur ekki sést!

Magnet!

Elín Helga Egilsdóttir, 15.9.2010 kl. 12:22

3 identicon

Hellú...hvernig er með intervalæfingarnar??  Ert þú að gera bara t.d. 15 mín æfingu yfir daginn og svo ekkert meira?  Eða ertu að hlaupa með eða ferð á aðra æfingu??

sól (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 12:39

4 identicon

haha. greyið mitt áttu eftir að eiga stefnumót við gólfið í fyrramálið??? vonandi kippir kallinn þér upp á endanum..

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 13:05

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sól: Held ég setji þetta upp þannig, amk fram í Nóv, að ég lyfti á mán/miðv/fös og taki intervalæfingarnar á þriðj/fim/lau. Svo bara hlusta á skrokkinn og sjá hvort hann vilji frí eða ekki. Það er mjög mikilvægt. En annars já, á þeim dögum sem interval verður fyrir valinu, þá eru það bara þær æfingar og svo ekkert meira. Skal reyna að vera dugleg og nóta niður hvað ég geri yfir daginn :)

Jóhanna: Þetta verður án efa langtímasamband! Fyrsta fóta-lyftingar-morðæfing síðan í maí. Þetta verður skrautlegt. Nema bootcamp sumarsins nái að vinna eitthvað eilítið upp á móti - en ég sé fram á gyllinæðalabb á morgun!

Elín Helga Egilsdóttir, 15.9.2010 kl. 13:20

6 identicon

Bíddu nú við. Vaknar 5.00 og ert komin á æfingu 6.40? Vaknaru svona snemma til að geta borðað almennilega?

Kristín (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 22:49

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Vakna nú yfirleitt um 5 eða 6 leitið, hvort sem æfing er fyrir stafni eða ekki

Það er því ágætt að nýta snemmvaknelsið og næra sig almennilega áður en átök eiga sér stað.

Elín Helga Egilsdóttir, 16.9.2010 kl. 07:55

8 identicon

Okay, ég ræsi mig 5.30 og hendi bara einum banana í smettið og dröslast út. Kannski ætti maður að fara að vakna fyrr til að ná hafragrautsáti áður en maður mætir? Ég er nefninlega oft að farast úr hungri um það leyti sem ég byrja að teygja eftir æfinguna..

Kristín (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 08:52

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahhh

Ég hef nú alveg bananað mig nokkrum sinnum en eins og þú, verð hryllilega svöng á miðri æfingunni. Rústar egóinu alveg :)

Síðan er svolítið mikilvægt að fá nægilegt magn af próteinum/kolvetnum fyrir almennileg lyftingarátök svo skrokkurinn geti nýtt þetta alltsaman í uppbyggingu og almennt úthald yfir æfinguna. Ég fæ mér yfirleitt eggjahvítugraut fyrir æfingar. Eðalfínt alveg.

Elín Helga Egilsdóttir, 16.9.2010 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband