Næstu vikur og mánuðir - hmm?

Jæja mín kæru.

Nú er allskonar gleðilegt skemmtilegt að fara að ske. Kemur í ljós á næstu dögum.

Í kjölfarið er ég búin að vera að spögúlera smá. Bootcampfið mitt var að klárast. Það er, námskeiðin tvö sem ég hafði skráð mig í, í sumar. Ræktarkortið mitt fer að renna út á næstu mánuðum og ég fann þessa síðu! Opnaði mín augu töluvert.

Þó svo síðan sé hallærislegri en allt hallærislegt, skvísan með boobies fyrir allan peninginn og allar æfingarnar gera út á the hotness of it all "Sexy butt bootey workout" þá tekur maður vel eftir því að þau eru að gera svolítið grín að þessu og gera út á að sýna allt sem hægt er að sýna innan velsæmismarka.

Þetta stelpurassgat er að stunda svipaðar intervalæfingar og ég hef verið að dunda mér við í frístundum, 10 - 30 min æfingar. Stundum daglega, stundum annanhvern dag, með sína eigin líkamsþyngd í flestöllum tilfellum, og hún lítur þrusu vel út! Hef tekið nokkrar æfingar sem finna má á þessari síðu og þær eru svaðalegar skal ég ykkur segja! Virkilega, virkilega erfiðar margar hverjar og hún er í massa formi þetta kvekendi! Tók t.d. eina í morgun og hélt ég myndi andast!

Virkilega erfið.

Núna er ég búin að vera í átfríi. Það vita nú flestallir sem lesa þessi skrif mín. Ég fór því að spá og spögúlera m.v. gefnar aðstæður, át og ræktarlega séð. Jú, jú... það gerist stundum að hjólin snúast.

En bara stundum. 

Hvort ég ætti að prófa að taka t.d. 4 - 8 vikur, í nákvæmlega sömu æfingar og hún er að stunda, og sjá hvort þor, þrek og form batni? Sjá hvort 12 min ofuræfingar, án lóða/rætkarhúss/námskeiða, haldi manni við ásamt hreinu og góðu matarræði? Hugsið ykkur bara. Þá gæti maður barasta gert þetta heima hjá sér á nó tæm, enginn kostnaður, ekki neitt bílavesen fram og til baka... gæti orðið svolítið forvitnilegt ekki satt? Þarf samt að gefa sig allan í þetta og aldrei stoppa - maður á að deyja drottni sínum í þessum blessuðu sprettum.

Ég myndi þá pósta öllum æfingum sem ég geri + matarræði + fyrir/eftir myndum og við getum ákveðið í sameiningu hvort þetta sé þess virði/kostur fyrir þá sem hafa t.d. lítinn tíma yfir daginn nú eða lítinn pening milli handa/fóta. Þið gætuð jafnvel gert æfingarnar með mér, með henni, og við tekið stöðuna að 6 vikum liðnum?

Bootcamp stendur þó fyrir sínu, ræktin líka, og í guðanna bænum, að kaupa ræktarkort eða Bútkampf námskeið er ekkert nema fjárfesting í heilsunni -  þú kemur aldrei til með að "tapa" pening á því.

Væruð þið til í þetta með mér?

Ætla að hugsa þetta aðeins. GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að segja að mér finnst þetta snilldarhugmynd hjá þér   Ég ætla að melta það hvort ég þori að taka áskoruninni

Ásta (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 10:26

2 identicon

Væri meira en til í þetta, það er að segja ef að ég væri ekki að undirbúa mig fyrir fitness.. Pott þétt next time ;)

RH (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 10:32

3 identicon

Hæ ég er skohh til :O)

Sólrún (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 12:01

4 identicon

Vá hvað það er samt pirrandi að hlusta á stunurnar í blessaðri konunni :O/  En hún er ógisslega flott.... Æfingarnar þyrftu samt að vera betur settar upp...

Sól (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 12:06

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ásta: Já... gæti orðið skemmtilegt að sjá hvort þetta hífi mann upp. Öll hreyfing er að sjálfsögðu betri en engin. Maður veit ekki! Leggjast undir feld með ákvörðunina :)

RH: Uss.. gangi þér vel með það mín kæra!

Sólrún: Yöss!!

Sól: Sammála, hún stynur eins og hún sé með sverð í bakinu!

Svo er hún líka vopnuð Gymboss eins og undirrituð fjárfesti í fyrr í sumar! Það er gleðilegt :)

Elín Helga Egilsdóttir, 14.9.2010 kl. 12:43

6 identicon

Hæ...

Hvar í bíííb keyptir þú svona Gymboss??? 

Kveðja Sólrún eða bara Sól :O)

Sólrún/Sól (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 12:57

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Fann dýrið bara á einhverju netrápi í sumar. Var einmitt að leita mér að "skeiðklukku", einhverju slíku og rakst á þennan snilling. Nota hann mikið :)

En það er víst hægt að kaupa hann hérna heima líka. Spara manni smá tíma - nú veit ég hinsvegar ekki alveg hvar. Heba Maren, varst þú ekki snillinn sem komst með þær upplýsingar? ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 14.9.2010 kl. 13:03

8 identicon

Ég get lofað þér því, ef æfingar hennar virka ekki þá ertu bara ekki að gera þær rétt. Og svona akkurat þrátt fyrir efnislitu toppana og stununar þá er hún snillingur. Algjörlega dýrka þessar einföldu en snilldar æfingar hennar.

hildur k o (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 13:36

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Formið sem hún er í leynir sér amk ekki - og þá er ég ekki endilega að tala um útlitslega séð. Hef tekið nokkrar af þessu æfingum og þær eru svaðalegar margar hverjar - þol/styrkur þarf að vera tip tops.

Elín Helga Egilsdóttir, 14.9.2010 kl. 13:54

10 identicon

ég dett hér öðru hvoru hér inn til að fylgjast með þér.. ooog ég er lööngu búin að uppgötva hana Zuzönu frá hmmm Evrópu bara... og ég er alveg sammála þrusuflottur kroppur.. ég hef einmitt pælt í þvi hvað það hafi tekið hana langan tíma að fá svona flottan kropp.. kallinn hennar er enginn eftirbátur í þeim efnum heldur sko... ég ætla bara að rétt að vona að ég fái svona flotta skoru þegar ég næ svona þrusukroppi sjálf haha... en já ég held að þetta sé flott hjá þér að prufa æfingarnar hjá henni.. ég er sjálf að melta þetta hvort ég eigi að leggja í þessar heimaæfingar en það vantar víst plássið hér og jah GYM BOSSINN!!! hvar er hægt að fá hann ef maður nennir ekki að ná í hann frá útlandinu? varla er það Europris??? haha ... er það kannski ekki frekar fitness sport? eða útilíf? intersport?

Jóhanna Hlín (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 14:35

11 identicon

OMG! Þú ert væntanlega að tala um Zsuzsa. Ég ætla að taka æfingarnar hennar hérna heima nokkrum sinnum í viku þrátt fyrir gríðfenglega hallærisleg nöfn og enn um minni outfit! En æfingarnar eru góðar...það verður ekki tekið af henni!

inam (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 16:44

12 identicon

Okey...ég sumst skrifaði nafnið hennar ekki einu sinni rétt! en við erum öll að tala um þá sömu enívei!

inam (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 16:45

13 identicon

Jæja Elín mín nú bíður maður bara spenntur eftir að þú byrjir :O)  Svo maður geti byrjað :O)  Eða ertu ennþá að hugsa??? 

Sól (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 18:32

14 identicon

hæhæh

ég keypti minn af usa netinu en þessi hér ;  gymbossiceland@gmail.com er eða var.veit ekki hvort að hann sé að selja lengur. getið tékkað á honum.

Ég verð með..alltaf gaman að fylgjast með og taka þátt i svona vísindalegum rannsóknum ;)

gangi þér vel..

Heba Maren (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 20:58

15 identicon

Hun heitir reyndar Zuzana  eins og Johanna sagði, Zuzana Light, en hún gengur undir nafninu "stunukonan" i ræktinni minni :)

Maria (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 21:37

16 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já þessi skvísa er ofurkroppur - hefur án efa tekið smá tíma að koma sér á þennan stað. Það sem skiptir mig mestu þó er styrkurinn/þolið/liðleikinn - og þá aðallega liðleikinn um þessar mundir. Held það verði mitt næsta markmið núna þegar ég er búin að taka antilópuna svo gott sem í nefið.... amk. aðra nösina :)

Ætla að taka intervalæfingarnar í og með lyftingum til að byrja með þar sem ræktarkortið er enn á lífi. Allar líkur á því að þær taki völdin þegar kortið gefur upp öndina.

Væruð þið ekki til í þetta í Nóv? Gætum jafnvel reynt að hittast og gera eitthvað sniðugt úr þessu - aðhald frá hvor annarri og meiri keyrsla - maður er alltaf að keppast eitthvað!!

Já... segið bara já! Gætum fundað t.d. á kvöldin og rumpað þessu af - tekið smá átak á þetta, líka í matarræðinu.

hmmmm????

Elín Helga Egilsdóttir, 15.9.2010 kl. 10:39

17 identicon

Brill er svo geim - þarf svo að starta ofurmataræði og koma mér í intervalið ...eeeeen bý úti á landi svo ég verð með ykkur í anda....já og á netinu :O)

Sól (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 12:13

18 identicon

Bý líka úti á landi en er sko til í að prufa þettaVið úti á landi verðum bara í fjarsambandi:)

Dísa (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 13:45

19 identicon

úff þetta er svaka,

ég er til í svona áskorun með ykkur- á að byrja í nóvember?

Anna (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 20:22

20 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Snilld!

Já, ég var svona að spá í að byrja í Nóv þegar kortið mitt rennur út. Ætla aðeins að sjá til, prófa þessar æfingar nokkuð grimmt fram að þeim tíma og vita hvort þær beri einhvern árangur.

Væri samt gaman að sjá hvort nokkar mínútur á dag væru nóg til að halda manni við/létta mann/koma manni í form... 

...skulum safna mannskap! Mér þætti geðveikt að fá marga með í þetta og sjá hvað fólki finnst :)

Elín Helga Egilsdóttir, 16.9.2010 kl. 08:16

21 identicon

Ég er game

Hulda (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:11

22 identicon

Ég mundi bara fara niðrí (fyrir þá sem eru í RVK) Hreysti. Þeir eru með Gymboss bæðí í svörtu og bleiku.

Sandra (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband