30.8.2010 | 10:45
Íslenskur túrhestur
Hverjum hefði dottið það í hug hvað það er gaman að upplifa allskonar íslenskt í gegnum eitthvað ekki íslenskt eins og nýsjálenskan kokk frá Ástralíu?
Nýsjálenskur kokkur frá Ástralíu?
Allaveganana með banana.
Meðal annars búið að tækla Reykjavikina og nágrenni, Þingvelli, smá Mosó og Esjuna, Perluna, Heiðmörk, Keflavíkurmall. Núna er það Hurdygurdy og nágrenni, Gullfoss og Geysir, I forgot my yogurt ofr. Mikið að gera því tíminn er naumur. Stikla á stóru yfir það helsta á meðan útlendingurinn er hérna.
Bláa Lónið - kannski. Ekki mikið spennó fyrir Nýsjálending. Hann hló smá þegar ég sagið honum frá þessu "Ahh.. við erum með svona í bakgarðinum".
Lítið um orð, meira um myndir, mest um át. Ekki liðin vika og ég hef þegar étið þyngd mína í pylsum, feitu hrossakjöti, soðbrauði, nammi, mömmumat, pönsum, Móaflatarkjúlla....
...kleinum, flatkökum, hangikjöti, kæfu, íslenskum mjólkurafurðum...
...og margt, margt og mikið meira. Enn á eftir að tækla lunda, hákarl og fleira í þeim dúr. Igh.
Gvöðmöndur góði hvað ég hlakka samt til að komast aftur í rútínuna og hreyfa mig. En sjeise bitte hamingja og hvalaskoðun hvað það er ógeðslega gaman að upplifa íslenskan mat/menningu á þennan hátt!
Ætla að njóta þess á meðan ég hef löglega afsökun til og éta þangað til augun poppa út úr höfðinu!
Hér er svo brota, brota.. brota brota brot af öllu því sem á daga mína hefur drifið síðan 25.08.
Höggva svo mann ok annan!!!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Ferðalög | Breytt 24.9.2010 kl. 21:45 | Facebook
Athugasemdir
Örugglega skemmtilegt en vonandi fær maðurinn líka eitthvað gott að borða ;) (eða þú veist hvað ég meina :p, getur ekki verið gott fyrir óvana) En njóttu mín kæra - gæti trúað því að þú værir að fíla (fýla) þetta í botn!!
R (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:05
Já snilld:)
Ef bláa lónið hljómar eins og of mikið mál. Farðu þá í laugardalslaug. Ekki mörg lönd sem eiga svona fínar almenningssundlaugar :)
Já og Austur Indiafélagið. Rosalega íslenskt sko :)
Nafnlaus bleyða (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 17:11
Myndin af þessu Risalamandi er að gera mig geðveika hérna í vinnunni! Guð minn almáttugur hvað mig langar í huge skál! :)
Kristín Alda (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 12:21
Mikið hlakka ég til jólanna þegar ég sé risa skál af jólagraut ;) mmmmmmmmmm namminammnamm! Kirsuberjasósan er líka best, skil ekki fólk sem setur karamellusósu útá grautinn sinn!
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 14:00
kvendisins bara getið í nýjasta mónitor
Ásta (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 00:44
Ris a la mande-ið greip auga mitt líka og munnvatnskirtlarnir eru á amfetamíni núna... hvar í dauðanum náðirðu í það um háskaðræðistímann?
Ragnhildur Þórðardóttir, 3.9.2010 kl. 07:28
R: hahaha.. hann hefur fengið ofuríslenskan humar, meira bakkelsi, út að borðelsi og tonn af nammi. Honum þykja kanilsnúðarnir samt bestir.
Ég hef hinsvegar svolgrað ógrynni af kókómjólk, karamellu og hnetu-súrmjólk, allskonar skyrbragðtgundum... jebus. Fullt af allkonar ósmökkuð og öðru gleymdu.
Þetta er ekkert nema gleðin einar.
Nafnlaus bleyða: Ahh já. Góð humgynd. Austur Indía þegar tæklað, sundið eftir ef selurinn Snorri er up for it. :D
Frænkuskinn: Ohooghdhdhd... best... best í heimi!
Hrafnhildur: KARAMELLUSÓSU! Ohmygod!
Ásta: Núh! Aldrei fær maður að vita nokkurn skapaðan hlut!
Ragga: Móðir mín kær hrærði sviplega í einn skammt fyrir útlendinginn! Mér, að sjálfsögðu, til ævarandi hamingju og tryllingsgleði! Hann bað um uppskriftina! Hef ekki séð annað eins græðgisát á graut í lengri tíma... hann var með grjón í augunum þegar átið var yfirstaðið.
Elín Helga Egilsdóttir, 3.9.2010 kl. 09:02
Hjúkk! :)
R (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 09:40
hæhæ, takk fyrir frábæra síðu! Ég dett reglulega hér inn þegar hellist yfir mig hollustuæðið :) Ég ætlaði að athuga hvort þú gætir gefið mér smá ráðleggingar... Mér fannst ég neflinlega hafa lesið einhverntíma hjá þér að þú tekur inn prótein, ekki satt? Mér áskotnaðist neflinlega þetta prótein:
http://sci-mx.is/index.php?route=product/product&product_id=62
og ég ætlaði að athuga hvort að þú gætir nokkuð sagt mér hvort þetta sé gott fyrir mig?
Ég er að þjálfa ca. 5-6x í viku, hleyp, hjóla eða lyfti.. ég borða oftast frekar hollan mat, en langar að ná meiri árangri í hlaupinu og líka ná af mér ca 4kg... veistu hvort það sé gott fyrir mig að taka þetta prótein og ef ekki hvaða próteini mælir þú með?
alberta (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 22:09
Hæhæ Alberta og takk fyrir innlitið mín kæra.
Jah, nú er ég enginn sérfræðingur en ég er búin að fara ansi fínan hring í þessu próteináti og eftir að ég byrjaði í þjálfun hjá Röggu þá hef ég látið mér nægja að spisa hreint whey ásamt einföldum kolvetnum eftir lyftingaræfingar og búið. Ekki meira próteinát en það. Jú, stundum fyrir svefninn ásamt hnetusmjeri eða hnetum. En aldrei oftar en 2x yfir daginn og þá helst bara eftir lyftingar.
Hreint whey - hreint mysuprótein. Þetta er það sem ég hef verið að nota síðastliðið árið.
Einföld kolvetni - poppkex, hvítt brauð, hlaup (jább, hlaup), hvítt spaghetti...
Hvað varðar árangur í hlaupi þá myndi ég ráðleggja þér að kíkja inn á þessa síðu. Mikil hlaupatútta þarna á ferð.
Hinsvegar, kílóin... ef þú borðar "rétt", sveltur þig ekki og hreyfir þig skynsamlega - þá fjúka kílóin á endanum. Muna bara að hlusta á skrokkinn og borða reglulega, hann biður ekki um meira :)
Elín Helga Egilsdóttir, 8.9.2010 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.