Power Shot

Þessi hattífatti kom í heimsókn til mín í morgun. Takið eftir hvað hún lævís á svip!

Svava frænka

Þetta er svo það sem hún færði mér.

power shot

Sjá upplýsingar um skotið hér!

Eina sem ég ætla að varpa ljósi á er að þetta er unnið úr einu jurtinni sem lifði af Hiroshima. Ætli það sé sniðugt að gúlla eftirlifandi Hiroshima jurtum í sig?

Eitt skot. Með röööri. Á að veita manni auka "boozt" þegar systemið er þreytt og lúið.

Wröör

Óguðminn góður...

guð... minn... góður...

"Og þú kallar þig frænku mína!!!"

oj

Eins og að drekka nýkreyst vatn úr gömlum ullasokkum... sem vafnir hafa verið utan um loðtær af sveittum karli, ofan í heitum... rökum... stígvélum, í hestaferð.

Og nei, ég hef ekkert á móti sveittum hestaköllum með loðtær... ég vil bara ekki sleikja sokkana þeirra!

ógeð

Hef ekki misboðið aumingjans bragðlaukunum svona hræðilega í langan tíma. Veit ekki hvort þeir komi til með að gleyma þessu í bráð. Fyrirgefning er ekki sjáanleg handan við hornið.

Grátandi bragðlaukur: "Eftir allt sem við höfum fyrir þig gert. Jæja ljúfan... þú baðst um þetta... manstu hvernig bláber bragðast Elín... ha... manstu það? Við mælumst til þess að þú munir það mjög vel... höfum ákveðið að taka það bragð úr umferð í smá tíma!".

Enda kláraði ég ekki alveg.

gat ekki meir

Fiskur og grænmeti í hádó, ávextir í eftirrétt. Eintóm gleði - rúmum klukkutíma eftir lopasopann. Ég er hvorki hressari, sprækari eða meira til í að hlaupa 42 kílómetra en í gær.

langa

Íískaldir og ferskir ávextir

Held ég láti mér nægja skvettu af köldu vatni í trýnið og einn Ásbúðarhring þegar letipúkinn kíkir í heimsókn. Jafnvel góðan blund.

Vanþóknun

Táfýlubragðið situr enn aftast á tungunni og heilinn er í óða önn að forrita þessa skítafýlu inn á vonda listann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mu hahahaha pure evil !

mér finnst þetta mjög svo búraleg mynd af mér og svo sakna ég myndarinnar af þér sem sýnir úfinn og alla sjokkeruðu bragðlaukana æpa framan í heiminn ;)))

SvavaG hin lævísa (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 12:16

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

hahahaha

Elín Helga Egilsdóttir, 19.8.2010 kl. 12:19

3 identicon

bwahahahahahaha hahhahhaha lopasopi ...... ég bara spyr ?? Þetta er eins þegar menn segja að Campari bragðist eins og eyrnamergur..... hver smakkar svoleiðis......

Hulda (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 16:42

4 identicon

hahaha kannski er það bara ég en mér finnst alltaf svolítið ullarsokkabragð af kók light.

R (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 20:31

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hulda: NÁKVÆMLEGA! Eins með gin og tonik. Alveg eins og að bíta í fífil... eða arfa.

Það sem meira truflandi er að það er actually einhver sem getur sagt að hitt og þetta bragðist eins og eyrnamergur... hafandi þá smakkað slíkt sjálfur? ((hrollur))

R: Allt þetta light/diet gos dót - á frekar erfitt með að drekka það. Virðist alltaf breytast bara í froðu upp í mér fyrir utan óhemju ógleðilegt bragð.

Elín Helga Egilsdóttir, 20.8.2010 kl. 08:13

6 identicon

hvernig fannst þér þetta svo virka?

ég á fullan skáp af ullarsokkavatns Powershot. Langar ekki í það eftir að hafa smakkað einusinni, bragðið svo vont og varð bara ekkert hress eftir þetta, meira bara óhress og mál að æla

Rut R. (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 14:08

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Nákvæmlega. Eins og ég sagði. Ekkert frekar til í að hlaupa maraþon eftir skot af þessu frekar en fyrri daginn.

Nema maður þurfi að drekka 150 svona glös... legg ekki í það. Skelfilegra bragð hef ég ekki fundið í langan tíma!

Elín Helga Egilsdóttir, 23.8.2010 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband