Týpískt

Vaknaði í morgun með magakveisu.

Engin gleði hér á bæ... ógleði með meiru.

Það er um það bil það versta sem ég veit.

Torgaði engu nema einu epli í morgun. Hafði þó varla lyst á því.

Óþvegið epli

Skilaði því stuttu seinna.

Er ekki gott að vita það?

Crying

Missi þar af leiðandi af tónleikunum hjá elskulegum Agli mínum og hjómsveitinni hans í kvöld. Þau kalla sig Nóru. Æðislegt, æðislegt band segi ég ykkur, virkilega gaman að hlusta á þau spila og sjá þau á sviði. Lögin alveg að mínu skapi. Hér eru þau á síðustu tónleikum sem ég fór á.

Nóran

Mæli með því að þið skellið ykkur. Byrjar klukkan 21:00 á Sódómu.

Missi af uppáhaldshitting og allt.

Það tók mig 35 mínútur að skrifa þessa færslu.

Ég kem til með að lifa á bollasúpum það sem eftir lifir dags.

*sjálfsvorkunn í hámarki*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á þig. Láttu þér nú batna :)

Harpa Sif (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 13:56

2 identicon

Úff - láttu þér batna sem fyrst. En þetta er kannski ástæða fyrir því að 'svangið' þitt fór í frí! ;)

R (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 17:33

3 identicon

Batastraumar til þín ...

Ásta (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 08:55

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Uhhh takk fyrir allarsaman.

Nokkuð viss um að hverfandi svang hafi verið fyrirboði. Búin að vera hálf dularfull alla þessa viku.

*fnaas*

Elín Helga Egilsdóttir, 13.8.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband