Hann lifir á hinseginhelgi

GYMBOSSINN LIFIR.

HÚRRA!

Mikið er ég hamingjusöm. Hélt hann væri dáinn. Þurfti bara að resetta dýrið og voila! Intervalaði í 12 mínútur í morgun, háar hnébeygjur, fjallganga, froskur til hliðar og súperman armbeygjur.

Það var sveitt!

Það var erfitt!

Það var æðislegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af tímanum. Þvílíkur munur.

Ég er með intervalæfingar á heilanum þessa stundina. Lovit.

*gleði*

Eftir æfingu, beint í grautinn og bláberin og hindberin og hamingjuna. Frosnu berin engu að síður. Hafrar, chia, omega3 lýsi, vanilla, möndludropar, smá salt, ber og möndlur.

Góð góð skál af graut

Ef bara ég gæti baðað mig uppúr ferskum bláberjum án þess að að kostaði mig frumburðinn. Nei, ég er ekki með Strumpa-fetish, ég lofa, mér þykja bláber bara góð.

Fallegir litir

HRÆRA!!

Heitur grautur bræðir frosin ber. Mjög gott...

Hrært djúsí æðislegt stöff

...mjöög mjög gott.

Góð grautarskál

Af því að það er nú laugardagur. Ohh mama. Mjög vænn slurkur af þessu og vá... ó hvað sæta gerir át alltaf ánægjulegra. Sætugrísinn æpti, skríkti, veinaði og fór úr skinninu. Þessi grautur gat með engu móti orðið betri eftir þessa viðbót.

Maple sýróp

Sykur og sæta eru með ánægjulegri efnasamböndum.

Því miður gott fólk.

Það er bara staðreynd!

Hinseginhelgin. Gleðilega hátíð allirsaman - njótið'ennar í blússandi botn! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miiiiig langar í svona gymboss! Hvar kaupa? Hvað kosta? Ertu ekki annars hýr á brá í tilefni dagsins!

inam (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 19:31

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég er hýr sem fýr!!

Ég pantaði mitt kvekendi héðan og lét senda á Íslandið kæra. Kostar alls ekki mikið og ég ööööölska þetta tæki. Mikil hjálp. Líka stoppklukka - snilld!

Elín Helga Egilsdóttir, 7.8.2010 kl. 20:11

3 identicon

Hvar kaupiru Chia fræin?? Langar svvoooo að prófa líka :)

begga (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 23:46

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Keypti þessi í heilsuhúsinu. Veit ekki hvort þau fáist annarsstaðar, ódýrar... kosta slatta í poka en vel þess virði.

Ohmnom :)

Elín Helga Egilsdóttir, 8.8.2010 kl. 01:49

5 identicon

En Elín, hvað tók langan tíma að fá'ann hingað? Er nefnilega í smá tímaþröng, náttla að fara til pest og sonna!

inam (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 11:03

6 identicon

Ahhh....ég keypt'ann bara! Og hlakka núna geggjað að próf'ann!

inam (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 11:16

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahhh... það tók alveg slatta í poka af tíma. Kannski 2 vikur. Geturðu ekki látið senda dýrið í pestina?

Elín Helga Egilsdóttir, 8.8.2010 kl. 11:16

8 identicon

stelpur það er líka hægt að kaupa tækið á ísl ef þið eruð í tímaþröng..

Heba maren (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband